Meistaramótið heppnaðist vel - Ekki fleiri náð EM lágmarki í 60 ár Hjalti Þór Hreinsson skrifar 12. júlí 2010 08:15 Frá mótinu í gær. Fréttablaðið/Arnþór Úrhellis rigning á laugardaginn setti strik í reikninginn á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum í Laugardalnum. Hún stríddi keppendum í nokkrum greinum en þó var mótið vel heppnað og fín tilþrif sáust. Jónas Egilsson, framkvæmdastjóri Frjálsíþróttasambands Íslands segir að mikil og spennandi keppni hafi verið í mörgum greinum og að bætt aðstaða innanhúss sé að skila sér. Það á bæði við fleiri keppendur og betri árangur. „Það vantaði svolítið af okkar besta fólki. Ásdís Hjálmsdóttir er úti að keppa og Björgvin Víkingsson er við æfingar í Sviss þar sem hann er búsettur. Helga Margrét Þorsteinsdóttir gat ekki keppt vegna matareitrunar á laugardaginn en það segir sitt um hana að hún mætti seinni daginn og vann kúluvarpskeppnina," sagði Jónas. Að hans mati vann Þorsteinn Ingvason besta árangurinn í karlaflokki. „Hann stökk 7,62 metra í langstökkinu og var aðeins tveim sentimetrum frá því að jafna mótsmet Jóns Arnars Magnússonar, þrátt fyrir erfiðar aðstæður," sagði Jónas. Kristín Birna Ólafsdóttir vann besta árangurinn í kvennaflokki. „Hún sýndi hvað í henni býr núna og vann bæði 110 metra og 400 metra grindahlaupin. Hún fékk ekki nógu mikla keppni í 400 metra hlaupinu en hún er á réttri leið," sagði Jónas sem vildi sjá betri árangur í kúluvarpskeppninni. „En stundum er þetta svona, vogun vinnur vogun tapar." Ásdís, Björgvin, Þorsteinn, Helga Margrét og Kristín eru öll á leiðinni á Evrópumótið sem fer fram í Barcelona seinna í júlí. Auk þeirra náðu lágmarki þeir Bergur Ingi Pétursson sem varð Íslandsmeistari í sleggjukasti og Óðinn Björn Þorsteinsson sem varð Íslandsmeistari í kúluvarpi. „Bergur er að ná sér af meiðslum og er að komast á skrið. Hann er í kapphlaupi við tímann fyrir EM. Óðinn hefur ekki sýnt nægilegan stöðugleika en það er bara fínpússningaratriði," sagði Jónas. Að hans mati er stórbætt aðstaða að skila sér núna. „Sú kynslóð sem er að alast upp inni í þessari aðstöðu er núna að koma upp og að blómstra. Fjöldi iðkenda er líka á uppleið og það var mjög góð þátttaka á mótinu núna," sagði framkvæmdastjórinn. Sjömenningarnir sem náðu lágmarki fyrir EM er mesti fjöldi sem nær lágmarki síðan 1950 þegar níu Íslendingar kepptu. „Framtíðin er björt, þetta er mikið af ungu fólki og þá erum við líka að senda þrjár stelpur á HM U19 ára í Kanada þar sem Helga Margrét á góða möguleika á að komast á verðlaunapall," sagði Jónas. Innlendar Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Sjá meira
Úrhellis rigning á laugardaginn setti strik í reikninginn á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum í Laugardalnum. Hún stríddi keppendum í nokkrum greinum en þó var mótið vel heppnað og fín tilþrif sáust. Jónas Egilsson, framkvæmdastjóri Frjálsíþróttasambands Íslands segir að mikil og spennandi keppni hafi verið í mörgum greinum og að bætt aðstaða innanhúss sé að skila sér. Það á bæði við fleiri keppendur og betri árangur. „Það vantaði svolítið af okkar besta fólki. Ásdís Hjálmsdóttir er úti að keppa og Björgvin Víkingsson er við æfingar í Sviss þar sem hann er búsettur. Helga Margrét Þorsteinsdóttir gat ekki keppt vegna matareitrunar á laugardaginn en það segir sitt um hana að hún mætti seinni daginn og vann kúluvarpskeppnina," sagði Jónas. Að hans mati vann Þorsteinn Ingvason besta árangurinn í karlaflokki. „Hann stökk 7,62 metra í langstökkinu og var aðeins tveim sentimetrum frá því að jafna mótsmet Jóns Arnars Magnússonar, þrátt fyrir erfiðar aðstæður," sagði Jónas. Kristín Birna Ólafsdóttir vann besta árangurinn í kvennaflokki. „Hún sýndi hvað í henni býr núna og vann bæði 110 metra og 400 metra grindahlaupin. Hún fékk ekki nógu mikla keppni í 400 metra hlaupinu en hún er á réttri leið," sagði Jónas sem vildi sjá betri árangur í kúluvarpskeppninni. „En stundum er þetta svona, vogun vinnur vogun tapar." Ásdís, Björgvin, Þorsteinn, Helga Margrét og Kristín eru öll á leiðinni á Evrópumótið sem fer fram í Barcelona seinna í júlí. Auk þeirra náðu lágmarki þeir Bergur Ingi Pétursson sem varð Íslandsmeistari í sleggjukasti og Óðinn Björn Þorsteinsson sem varð Íslandsmeistari í kúluvarpi. „Bergur er að ná sér af meiðslum og er að komast á skrið. Hann er í kapphlaupi við tímann fyrir EM. Óðinn hefur ekki sýnt nægilegan stöðugleika en það er bara fínpússningaratriði," sagði Jónas. Að hans mati er stórbætt aðstaða að skila sér núna. „Sú kynslóð sem er að alast upp inni í þessari aðstöðu er núna að koma upp og að blómstra. Fjöldi iðkenda er líka á uppleið og það var mjög góð þátttaka á mótinu núna," sagði framkvæmdastjórinn. Sjömenningarnir sem náðu lágmarki fyrir EM er mesti fjöldi sem nær lágmarki síðan 1950 þegar níu Íslendingar kepptu. „Framtíðin er björt, þetta er mikið af ungu fólki og þá erum við líka að senda þrjár stelpur á HM U19 ára í Kanada þar sem Helga Margrét á góða möguleika á að komast á verðlaunapall," sagði Jónas.
Innlendar Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti