Jose Mourinho hefur staðfastlega neitað því að hann muni stýra landsliði Ghana á HM í sumar. Hann segist ætla að taka sér sumarfrí í staðinn.
Orðrómurinn gekk svo langt, að Mourinho stýrði landsliði Ghana í nokkrar vikur fyrir eina milljón dollara, að bæði hann og knattspyrnusamband Ghana sendu frá sér yfirlýsingar.
Þær voru birtar á heimasíðu knattspyrnusambandsins í gær. Serbinn Milovan Rajevac mun því áfram stýra landsliðinu á HM.
