Samninganefnd Íslands í Icesave-deilunni er bjartsýnni á endurheimtur úr þrotabúi Landsbankans en skilanefnd bankans.
Samninganefndin gerir ráð fyrir að eignir bankans muni aukast að verðmæti um 20 milljarða króna og er verðmatið mun hærra en mat skilanefndar bankans, að því er fram kemur í Morgunblaðinu.
Helmingurinn af þessari verðmætaaukningu á að renna upp í greiðslu á Icesave.