Magni lofar stórkostlegri Bræðslu 6. maí 2010 09:15 Sænsk/breska hljómsveitin Fanfarlo spilar á Bræðslunni í sumar. Þetta verður í sjötta sinn sem hátíðin er haldin. Tónlistarhátíðin Bræðslan á Borgarfirði eystri fer fram í sjötta skipti helgina 23.-25. júlí og hefst miðasala í dag. „Þetta verður stórkostlegt," segir skipuleggjandinn, Magni Ásgeirsson, um hátíðina. „Við höfum aldrei verið jafnduglegir við að skipuleggja. Það eina sem á eftir að gera er að smíða sviðið," segir hann. „Ég vil hvetja fólk til að ná sér í miða. Þetta er ekki eins og á þjóðhátíð því þarna er ekki hægt að troða endalaust inn." Bræðslan hefur fest sig í sessi sem ein af áhugaverðari stoppistöðvum Íslands yfir sumarmánuðina. Í gegnum tíðina hafa komið þar fram Emilíana Torrini, Damien Rice, Belle & Sebastian, Magni, Lay Low, Þursaflokkurinn og Megas og Senuþjófarnir. Í ár mæta til leiks Dikta, Fanfarlo, KK & Ellen, 200.000 Naglbítar og sigurvegarar Músíktilrauna, Of Monsters and Men. Fanfarlo er sænsk/bresk hljómsveit sem hefur vakið mikla athygli upp á síðkastið. „Hún minnir mig á Belle & Sebastian og Talking Heads. Mér finnst þetta æðisleg hljómsveit," segir Magni. Hún hefur verið á tónleikaferð um Bandaríkin og kom á dögunum fram í spjallþætti Davids Letterman. Forsala á Bræðsluna hófst í dag á Midi.is og afgreiðslustöðum Midi.is. Verð aðgöngumiða í forsölu er 5.500 krónur og eru 800 aðgöngumiðar í boði. Verð aðgöngumiða við inngang verður 6.500. krónur. - fb Hér má sjá myndband við eitt vinsælasta lag Fanfarlo. Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Tónlistarhátíðin Bræðslan á Borgarfirði eystri fer fram í sjötta skipti helgina 23.-25. júlí og hefst miðasala í dag. „Þetta verður stórkostlegt," segir skipuleggjandinn, Magni Ásgeirsson, um hátíðina. „Við höfum aldrei verið jafnduglegir við að skipuleggja. Það eina sem á eftir að gera er að smíða sviðið," segir hann. „Ég vil hvetja fólk til að ná sér í miða. Þetta er ekki eins og á þjóðhátíð því þarna er ekki hægt að troða endalaust inn." Bræðslan hefur fest sig í sessi sem ein af áhugaverðari stoppistöðvum Íslands yfir sumarmánuðina. Í gegnum tíðina hafa komið þar fram Emilíana Torrini, Damien Rice, Belle & Sebastian, Magni, Lay Low, Þursaflokkurinn og Megas og Senuþjófarnir. Í ár mæta til leiks Dikta, Fanfarlo, KK & Ellen, 200.000 Naglbítar og sigurvegarar Músíktilrauna, Of Monsters and Men. Fanfarlo er sænsk/bresk hljómsveit sem hefur vakið mikla athygli upp á síðkastið. „Hún minnir mig á Belle & Sebastian og Talking Heads. Mér finnst þetta æðisleg hljómsveit," segir Magni. Hún hefur verið á tónleikaferð um Bandaríkin og kom á dögunum fram í spjallþætti Davids Letterman. Forsala á Bræðsluna hófst í dag á Midi.is og afgreiðslustöðum Midi.is. Verð aðgöngumiða í forsölu er 5.500 krónur og eru 800 aðgöngumiðar í boði. Verð aðgöngumiða við inngang verður 6.500. krónur. - fb Hér má sjá myndband við eitt vinsælasta lag Fanfarlo.
Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira