FME vissi um risavaxnar skuldbindingar en gerði ekkert 12. apríl 2010 11:29 Í minnisblaði starfsmanns FME voru færð fyrir því rök að Kaupþing hefði átt að telja skuldbindingar fleiri fyrirtækja með skuldbindingum Baugs Group hf. við útreikning á stórum áhættuskuldbindingum. STRAX á árinu 2004 komst þáverandi starfsmaður Fjármálaeftirlitsins að þeirri niðurstöðu í samantekt hvorki Kaupþing né Landsbankinn hefðu tengt stórar áhættuskuldbindingar, þ.e lánveitingar, saman á réttan hátt, m.a að því er varðar Baug Group og tengda aðila. Þetta kemur fram í áttunda kafla skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um útlán íslensku bankanna. Í minnisblaði starfsmanns FME voru færð fyrir því rök að Kaupþing hefði átt að telja skuldbindingar fleiri fyrirtækja með skuldbindingum Baugs Group hf. við útreikning á stórum áhættuskuldbindingum. Voru færð rökfyrir því í samantektinni að stórar áhættuskuldbindingar á Baug Group og tengda aðila næmu 67,5 prósent af lögbundnu eigin fé Kaupþings. Sambærileg vinnugögn v ar að finna um skuldbindingar Baugs Group og tengdra aðila gagnvart Landsbankanum. Í gögnum starfsmannsins voru færð rök fyrir því að áhættuskuldbindingar á Baug Group og tengda aðila hefðu numið 44,4 prósent af eigin fé bankans hinn 30. Júní 2004. Báðir bankarnir virðast hafa brotið reglur um flokkun stórra áhættuskuldbindinga, því bankarnir töldu ekki með lánveitingar til félaga sem rannsóknarnefnd Alþingis telur að hafi verið tengdir. Rannsóknarnefndin lítur svo á að þær athugasemdir sem þáverandi starfsmaður FME kom fram með árið 2004 hafi verið mjög mikilvægar og gefið Fjármálaeftirlitinu tilefni til að rannsaka fjárhagsleg tengsl ofangreindra aðila til hlítar og eftir atvikum grípa til viðeigandi valdheimilda. Málunum var hins vegar hvorki fylgt eftir gagnvart Kaupþingi banka né Landsbankanum af hálfu FME með viðeigandi valdheimildum. Samkvæmt þeim gögnum sem rannsóknarnefnd Alþingis hefur undir höndum virðist þessi vinna hafa fallið niður eftir að starfsmaðurinn lét af störfum hjá FME. Var hún tekki tekin upp fyrr en síðla árs árið 2007, eða um tveimur árum eftir að Jónas Fr. Jónsson tekur við stöðu forstjóra Fjármálaeftirlitsins. Aðspurður í skýrslutöku hjá rannsóknarnefndinni um stórar áhættuskuldbindingar bankanna segir Jónas Fr. Jónsson m.a. orðrétt:„Ég verð var við þessa hluti um stórar áhættuskuldbindingar, þetta sé atriði sem skipti máli, þetta sé atriði sem þurfi að taka á á markaðnum og ég byrja strax að ræða það, ég byrja strax að setja vinnu í gang en því miður, þá kannski verður hún ekkert effektíf fyrr en við förum í þessa útlánaskoðun 2007." Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í fjögur ár Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Sjá meira
STRAX á árinu 2004 komst þáverandi starfsmaður Fjármálaeftirlitsins að þeirri niðurstöðu í samantekt hvorki Kaupþing né Landsbankinn hefðu tengt stórar áhættuskuldbindingar, þ.e lánveitingar, saman á réttan hátt, m.a að því er varðar Baug Group og tengda aðila. Þetta kemur fram í áttunda kafla skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um útlán íslensku bankanna. Í minnisblaði starfsmanns FME voru færð fyrir því rök að Kaupþing hefði átt að telja skuldbindingar fleiri fyrirtækja með skuldbindingum Baugs Group hf. við útreikning á stórum áhættuskuldbindingum. Voru færð rökfyrir því í samantektinni að stórar áhættuskuldbindingar á Baug Group og tengda aðila næmu 67,5 prósent af lögbundnu eigin fé Kaupþings. Sambærileg vinnugögn v ar að finna um skuldbindingar Baugs Group og tengdra aðila gagnvart Landsbankanum. Í gögnum starfsmannsins voru færð rök fyrir því að áhættuskuldbindingar á Baug Group og tengda aðila hefðu numið 44,4 prósent af eigin fé bankans hinn 30. Júní 2004. Báðir bankarnir virðast hafa brotið reglur um flokkun stórra áhættuskuldbindinga, því bankarnir töldu ekki með lánveitingar til félaga sem rannsóknarnefnd Alþingis telur að hafi verið tengdir. Rannsóknarnefndin lítur svo á að þær athugasemdir sem þáverandi starfsmaður FME kom fram með árið 2004 hafi verið mjög mikilvægar og gefið Fjármálaeftirlitinu tilefni til að rannsaka fjárhagsleg tengsl ofangreindra aðila til hlítar og eftir atvikum grípa til viðeigandi valdheimilda. Málunum var hins vegar hvorki fylgt eftir gagnvart Kaupþingi banka né Landsbankanum af hálfu FME með viðeigandi valdheimildum. Samkvæmt þeim gögnum sem rannsóknarnefnd Alþingis hefur undir höndum virðist þessi vinna hafa fallið niður eftir að starfsmaðurinn lét af störfum hjá FME. Var hún tekki tekin upp fyrr en síðla árs árið 2007, eða um tveimur árum eftir að Jónas Fr. Jónsson tekur við stöðu forstjóra Fjármálaeftirlitsins. Aðspurður í skýrslutöku hjá rannsóknarnefndinni um stórar áhættuskuldbindingar bankanna segir Jónas Fr. Jónsson m.a. orðrétt:„Ég verð var við þessa hluti um stórar áhættuskuldbindingar, þetta sé atriði sem skipti máli, þetta sé atriði sem þurfi að taka á á markaðnum og ég byrja strax að ræða það, ég byrja strax að setja vinnu í gang en því miður, þá kannski verður hún ekkert effektíf fyrr en við förum í þessa útlánaskoðun 2007."
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í fjögur ár Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Sjá meira