Um rithöfundalaun 2. september 2010 06:00 Rithöfundar á Íslandi geta sótt um laun í tvo opinbera sjóði, Launasjóð rithöfunda sem er hluti listamannalauna og Launasjóð fræðiritahöfunda hjá Rannsóknamiðstöð Íslands (Rannís). Sérstakar nefndir úthluta úr sjóðunum, vega og meta umsóknir höfunda og ákveða hverjir fái laun fyrir að semja fyrir þjóðina, hugsanlega verðandi listaverk eða grundvallarrit um íslensk fræði, samfélag eða náttúru. Þeir sem ekki hljóta náð fyrir augum sjóðstjórna skrifa í sjálfboðavinnu og basla jafnhliða við önnur störf ef þeir ekki gefast upp. Úthlutanir sjóðanna má sjá á heimasíðum þeirra og ég skoðaði þar sérstaklega síðustu þrjú ár. Hefð er fyrir að skipta bókum í flokka, s.s. barnabækur, skáldverk og fræðibækur, en skil eru óljós. Margir höfundar sögulegra skáldsagna leggja sig fram við að hafa bakgrunn sagna sinna fræðilega réttan og grúska og rannsaka til að svo megi verða og fræðibækur ætlaðar almenningi ná ekki tilgangi sínum nema þær séu skrifaðar af listfengi. Löggjafi og stjórnvöld gera sér grein fyrir þessu. Lengi var sagt í lögum um listamannalaun að þau væru einnig ætluð til fræðibókaskrifa. Í núgildandi lögum er slíkt ekki tekið fram. Menntamálaráðuneytið var spurt hvers vegna. Í svari þess kemur fram að í athugasemdum við frumvarp til laga um listamannalaun segi að launasjóður rithöfunda þjóni öllum íslenskum rithöfundum og því hafi ekki verið talin ástæða til að tilgreina neina þeirra sérstaklega. Ráðuneytið telji engan vafa leika á því að launasjóður rithöfunda nái til allra höfunda, líka höfunda fræðirita, og hafi vakið athygli stjórnar listamannalauna og úthlutunarnefndar launasjóðs rithöfunda á því. Launasjóður rithöfunda skal samkvæmt lögum veita árlega 555 mánaðarlaun. Árin 2008-2010 hafa 100 höfundar þegið úr honum laun, 47 fengið einhver laun á hverju ári og 17 þeirra verið á fullum launum öll árin. Mun fleiri launamánuðir falla í hlut karla en kvenna þessi ár og fá karlar um 61% þeirra. Með góðum vilja má telja að höfundar fræðibóka, mest ævisagna, hafi fengið um 8% launanna. Í reglugerð um Launasjóð fræðiritahöfunda segir að rétt til að sækja um í sjóðinn hafi höfundar alþýðlegra fræðirita, handbóka, orðabóka og viðamikils upplýsingaefnis á íslensku í ýmsu formi. Sjóðurinn úthlutar 36 mánaðarlaunum á ári en árið 2008 voru þau þó 10. Síðustu þrjú ár hefur sjóðurinn launað 22 höfunda. Þetta eru verktakalaun, í ár 320 þús. kr. á mánuði og enginn fær meira en sex mánaða laun á ári. Mjög fátítt er að sjóðurinn veiti sama höfundi oftar en einu sinni og líklega þekkist ekki að höfundur fái laun úr sjóðnum tvö ár í röð. Sjóðstjórnir hafa greinilega gætt jafnræðis á milli karla og kvenna en síður þegar horft er til fræðasviða. Aðeins þrír höfundar hafa fengið laun til að skrifa um náttúru Íslands, einn á ári. Í Bókatíðindum og leitarforritum s.s. Gegni má finna upplýsingar um verk höfunda og sjá hverjir þeirra teljast fræðibókahöfundar. Svo virðist að fyrir hverjar tvær íslenskar „fagurbækur“ (barnabækur, skáldsögur og ljóð) sem út eru gefnar komi út þrjár fræðibækur eða bækur almenns eðlis. Eðlilegt væri að hlutfall launa til höfundahópa væri svipað. Svo er sannarlega ekki. Á síðustu þremur árum hefur verið veitt um sexfalt hærri upphæð til fagurbóka en fræðibóka úr þessum opinberu sjóðum. Það vekur einnig furðu að verk nokkurra höfunda, sem hlotið hafa laun af opinberu fé til að skrifa fyrir almenning, eru vandfundin og spurning hvernig þjóðin á að finna þau til að njóta. Hinir opinberu rithöfundasjóðir hafa á síðustu þremur árum launað fjóra karla í 39 mánuði samanlagt (um 2% af laununum) til að skrifa um náttúru Íslands fyrir almenning. Nú auglýsir Launasjóður rithöfunda eftir umsóknum fyrir árið 2011. Er ekki bara tímasóun fyrir kvensnift eins og mig að sækja enn einu sinni um til slíkra verka? Nógu erfitt er það fyrir karlana. Á ég ekki bara að snúa mér að öðru? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Rithöfundar á Íslandi geta sótt um laun í tvo opinbera sjóði, Launasjóð rithöfunda sem er hluti listamannalauna og Launasjóð fræðiritahöfunda hjá Rannsóknamiðstöð Íslands (Rannís). Sérstakar nefndir úthluta úr sjóðunum, vega og meta umsóknir höfunda og ákveða hverjir fái laun fyrir að semja fyrir þjóðina, hugsanlega verðandi listaverk eða grundvallarrit um íslensk fræði, samfélag eða náttúru. Þeir sem ekki hljóta náð fyrir augum sjóðstjórna skrifa í sjálfboðavinnu og basla jafnhliða við önnur störf ef þeir ekki gefast upp. Úthlutanir sjóðanna má sjá á heimasíðum þeirra og ég skoðaði þar sérstaklega síðustu þrjú ár. Hefð er fyrir að skipta bókum í flokka, s.s. barnabækur, skáldverk og fræðibækur, en skil eru óljós. Margir höfundar sögulegra skáldsagna leggja sig fram við að hafa bakgrunn sagna sinna fræðilega réttan og grúska og rannsaka til að svo megi verða og fræðibækur ætlaðar almenningi ná ekki tilgangi sínum nema þær séu skrifaðar af listfengi. Löggjafi og stjórnvöld gera sér grein fyrir þessu. Lengi var sagt í lögum um listamannalaun að þau væru einnig ætluð til fræðibókaskrifa. Í núgildandi lögum er slíkt ekki tekið fram. Menntamálaráðuneytið var spurt hvers vegna. Í svari þess kemur fram að í athugasemdum við frumvarp til laga um listamannalaun segi að launasjóður rithöfunda þjóni öllum íslenskum rithöfundum og því hafi ekki verið talin ástæða til að tilgreina neina þeirra sérstaklega. Ráðuneytið telji engan vafa leika á því að launasjóður rithöfunda nái til allra höfunda, líka höfunda fræðirita, og hafi vakið athygli stjórnar listamannalauna og úthlutunarnefndar launasjóðs rithöfunda á því. Launasjóður rithöfunda skal samkvæmt lögum veita árlega 555 mánaðarlaun. Árin 2008-2010 hafa 100 höfundar þegið úr honum laun, 47 fengið einhver laun á hverju ári og 17 þeirra verið á fullum launum öll árin. Mun fleiri launamánuðir falla í hlut karla en kvenna þessi ár og fá karlar um 61% þeirra. Með góðum vilja má telja að höfundar fræðibóka, mest ævisagna, hafi fengið um 8% launanna. Í reglugerð um Launasjóð fræðiritahöfunda segir að rétt til að sækja um í sjóðinn hafi höfundar alþýðlegra fræðirita, handbóka, orðabóka og viðamikils upplýsingaefnis á íslensku í ýmsu formi. Sjóðurinn úthlutar 36 mánaðarlaunum á ári en árið 2008 voru þau þó 10. Síðustu þrjú ár hefur sjóðurinn launað 22 höfunda. Þetta eru verktakalaun, í ár 320 þús. kr. á mánuði og enginn fær meira en sex mánaða laun á ári. Mjög fátítt er að sjóðurinn veiti sama höfundi oftar en einu sinni og líklega þekkist ekki að höfundur fái laun úr sjóðnum tvö ár í röð. Sjóðstjórnir hafa greinilega gætt jafnræðis á milli karla og kvenna en síður þegar horft er til fræðasviða. Aðeins þrír höfundar hafa fengið laun til að skrifa um náttúru Íslands, einn á ári. Í Bókatíðindum og leitarforritum s.s. Gegni má finna upplýsingar um verk höfunda og sjá hverjir þeirra teljast fræðibókahöfundar. Svo virðist að fyrir hverjar tvær íslenskar „fagurbækur“ (barnabækur, skáldsögur og ljóð) sem út eru gefnar komi út þrjár fræðibækur eða bækur almenns eðlis. Eðlilegt væri að hlutfall launa til höfundahópa væri svipað. Svo er sannarlega ekki. Á síðustu þremur árum hefur verið veitt um sexfalt hærri upphæð til fagurbóka en fræðibóka úr þessum opinberu sjóðum. Það vekur einnig furðu að verk nokkurra höfunda, sem hlotið hafa laun af opinberu fé til að skrifa fyrir almenning, eru vandfundin og spurning hvernig þjóðin á að finna þau til að njóta. Hinir opinberu rithöfundasjóðir hafa á síðustu þremur árum launað fjóra karla í 39 mánuði samanlagt (um 2% af laununum) til að skrifa um náttúru Íslands fyrir almenning. Nú auglýsir Launasjóður rithöfunda eftir umsóknum fyrir árið 2011. Er ekki bara tímasóun fyrir kvensnift eins og mig að sækja enn einu sinni um til slíkra verka? Nógu erfitt er það fyrir karlana. Á ég ekki bara að snúa mér að öðru?
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar