Þýski varnarmaðurinn Peter Niemeyer hefur beðist afsökunar á að hafa strokið brjóst Bibiana Steinhaus sem dæmdi leik í þýsku B-deildinni í gærkvöldi.
Niemeyer er leikmaður Herthu Berlin sem gerði markalaust jafntefli við Alemania Achen í gær. Myndaband af atvikinu má sjá hér.
„Hún stóð ekki eins nálægt mér og ég hélt," sagði Niemeyer eftir leikinn. „Ég ætlaði að klappa henni á bakið. En maður verður svo sem að skemmta áhorfendum líka."
Þetta var fyrsti leikur Steinhaus sem sýndur er í beinni útsendingu í sjónvarpi. Hún vildi ekki tjá sig um atvikið eftir leik en gerði ekki mikið úr málinu á meðan leiknum stóð.