Þingið gefur sér tvö ár til lagaúrbóta 30. september 2010 06:00 atkvæði greidd Allir þingmenn allra flokka greiddu atkvæði með skýrslu þingmannanefndarinnar. fréttablaðið/anton Alþingi hefur ákveðið að ráðast í umfangsmikla endurskoðun á lögum sem gilda um málaflokka er snertu hrunið. Ekki er til áætlun um hvernig standa á að verkinu. Þó eining sé um áformin má telja ólíklegt að sátt verði um leiðir. Skýrsla þingmannanefndar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis var samþykkt í þinginu á þriðjudag með 63 atkvæðum. Allir sem einn fylktu þingmennirnir sér að baki málinu. Í því felst að þingheimur er sammála um að nauðsynlegt sé að endurskoða löggjöf og eftir atvikum undirbúa löggjöf á tilgreindum sviðum sem snerta hrunið. Samstaða er um að miða við að úrbótunum skuli lokið innan tveggja ára. En lengra nær samstaðan ekki og frómt frá sagt er vandséð að þinginu takist þetta göfuga ætlunarverk sitt. Þó menn séu sammála um að tiltekin lög beri að endurskoða er ekki þar með sagt að þeir verði sammála um hvaða lagagreinum eigi að breyta og hvernig þær breytingar eigi að vera. Svo dæmi sé nefnt hafa himin og haf skilið að hugmyndir sjálfstæðismanna og vinstri grænna um æskilega löggjöf um starfsemi á fjármálamarkaði. Níu tilgreind lög ber að endurskoða samkvæmt ákvörðun þingsins og stjórnarskrána og heildarlöggjöf um nokkra málaflokka. En ekki nóg með það. Alþingi ályktaði á þriðjudag að brýnt sé að starfshættir þingsins verði teknir til endurskoðunar. Og, að taka verði gagnrýni á íslenska stjórnmálamenningu alvarlega og draga af henni lærdóm. Ekki verður með góðu móti séð hvernig þingið hyggst með markvissum hætti læra af gagnrýninni sem stjórnmálamenningin hefur hlotið. Hafa ber hugfast að þó sú gagnrýni hafi náð nýjum hæðum í kjölfar hruns bankanna þá varð hún ekki til við þá atburði. Stjórnmálamenningin hefur verið gagnrýnd um árabil án þess að stjórnmálamenn hafi almennt tekið sérstakt mark á gagnrýninni. Og ekki verður séð að stjórnmálamenningin hafi breyst frá hruninu. „Þetta gerist ekki í einni svipan og eflaust eiga menn eftir að takast á um útfærsluatriði eins og eðlilegt er," segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, fulltrúi VG í þingmannanefndinni. Mestu máli skipti að málin komist í vinnsluferli en rykfalli ekki. Nefndin gerir ekki tillögu að verklagi við undirbúning lagabreytinganna. Á hinn bóginn segir að nefnd á vegum Alþingis eigi að hafa eftirlit með að lagaúrbótum verði hrint í framkvæmd og miða skuli við að þeim verði lokið fyrir 1. október 2012. Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Alþingi hefur ákveðið að ráðast í umfangsmikla endurskoðun á lögum sem gilda um málaflokka er snertu hrunið. Ekki er til áætlun um hvernig standa á að verkinu. Þó eining sé um áformin má telja ólíklegt að sátt verði um leiðir. Skýrsla þingmannanefndar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis var samþykkt í þinginu á þriðjudag með 63 atkvæðum. Allir sem einn fylktu þingmennirnir sér að baki málinu. Í því felst að þingheimur er sammála um að nauðsynlegt sé að endurskoða löggjöf og eftir atvikum undirbúa löggjöf á tilgreindum sviðum sem snerta hrunið. Samstaða er um að miða við að úrbótunum skuli lokið innan tveggja ára. En lengra nær samstaðan ekki og frómt frá sagt er vandséð að þinginu takist þetta göfuga ætlunarverk sitt. Þó menn séu sammála um að tiltekin lög beri að endurskoða er ekki þar með sagt að þeir verði sammála um hvaða lagagreinum eigi að breyta og hvernig þær breytingar eigi að vera. Svo dæmi sé nefnt hafa himin og haf skilið að hugmyndir sjálfstæðismanna og vinstri grænna um æskilega löggjöf um starfsemi á fjármálamarkaði. Níu tilgreind lög ber að endurskoða samkvæmt ákvörðun þingsins og stjórnarskrána og heildarlöggjöf um nokkra málaflokka. En ekki nóg með það. Alþingi ályktaði á þriðjudag að brýnt sé að starfshættir þingsins verði teknir til endurskoðunar. Og, að taka verði gagnrýni á íslenska stjórnmálamenningu alvarlega og draga af henni lærdóm. Ekki verður með góðu móti séð hvernig þingið hyggst með markvissum hætti læra af gagnrýninni sem stjórnmálamenningin hefur hlotið. Hafa ber hugfast að þó sú gagnrýni hafi náð nýjum hæðum í kjölfar hruns bankanna þá varð hún ekki til við þá atburði. Stjórnmálamenningin hefur verið gagnrýnd um árabil án þess að stjórnmálamenn hafi almennt tekið sérstakt mark á gagnrýninni. Og ekki verður séð að stjórnmálamenningin hafi breyst frá hruninu. „Þetta gerist ekki í einni svipan og eflaust eiga menn eftir að takast á um útfærsluatriði eins og eðlilegt er," segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, fulltrúi VG í þingmannanefndinni. Mestu máli skipti að málin komist í vinnsluferli en rykfalli ekki. Nefndin gerir ekki tillögu að verklagi við undirbúning lagabreytinganna. Á hinn bóginn segir að nefnd á vegum Alþingis eigi að hafa eftirlit með að lagaúrbótum verði hrint í framkvæmd og miða skuli við að þeim verði lokið fyrir 1. október 2012.
Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira