Þingið gefur sér tvö ár til lagaúrbóta 30. september 2010 06:00 atkvæði greidd Allir þingmenn allra flokka greiddu atkvæði með skýrslu þingmannanefndarinnar. fréttablaðið/anton Alþingi hefur ákveðið að ráðast í umfangsmikla endurskoðun á lögum sem gilda um málaflokka er snertu hrunið. Ekki er til áætlun um hvernig standa á að verkinu. Þó eining sé um áformin má telja ólíklegt að sátt verði um leiðir. Skýrsla þingmannanefndar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis var samþykkt í þinginu á þriðjudag með 63 atkvæðum. Allir sem einn fylktu þingmennirnir sér að baki málinu. Í því felst að þingheimur er sammála um að nauðsynlegt sé að endurskoða löggjöf og eftir atvikum undirbúa löggjöf á tilgreindum sviðum sem snerta hrunið. Samstaða er um að miða við að úrbótunum skuli lokið innan tveggja ára. En lengra nær samstaðan ekki og frómt frá sagt er vandséð að þinginu takist þetta göfuga ætlunarverk sitt. Þó menn séu sammála um að tiltekin lög beri að endurskoða er ekki þar með sagt að þeir verði sammála um hvaða lagagreinum eigi að breyta og hvernig þær breytingar eigi að vera. Svo dæmi sé nefnt hafa himin og haf skilið að hugmyndir sjálfstæðismanna og vinstri grænna um æskilega löggjöf um starfsemi á fjármálamarkaði. Níu tilgreind lög ber að endurskoða samkvæmt ákvörðun þingsins og stjórnarskrána og heildarlöggjöf um nokkra málaflokka. En ekki nóg með það. Alþingi ályktaði á þriðjudag að brýnt sé að starfshættir þingsins verði teknir til endurskoðunar. Og, að taka verði gagnrýni á íslenska stjórnmálamenningu alvarlega og draga af henni lærdóm. Ekki verður með góðu móti séð hvernig þingið hyggst með markvissum hætti læra af gagnrýninni sem stjórnmálamenningin hefur hlotið. Hafa ber hugfast að þó sú gagnrýni hafi náð nýjum hæðum í kjölfar hruns bankanna þá varð hún ekki til við þá atburði. Stjórnmálamenningin hefur verið gagnrýnd um árabil án þess að stjórnmálamenn hafi almennt tekið sérstakt mark á gagnrýninni. Og ekki verður séð að stjórnmálamenningin hafi breyst frá hruninu. „Þetta gerist ekki í einni svipan og eflaust eiga menn eftir að takast á um útfærsluatriði eins og eðlilegt er," segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, fulltrúi VG í þingmannanefndinni. Mestu máli skipti að málin komist í vinnsluferli en rykfalli ekki. Nefndin gerir ekki tillögu að verklagi við undirbúning lagabreytinganna. Á hinn bóginn segir að nefnd á vegum Alþingis eigi að hafa eftirlit með að lagaúrbótum verði hrint í framkvæmd og miða skuli við að þeim verði lokið fyrir 1. október 2012. Fréttir Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Alþingi hefur ákveðið að ráðast í umfangsmikla endurskoðun á lögum sem gilda um málaflokka er snertu hrunið. Ekki er til áætlun um hvernig standa á að verkinu. Þó eining sé um áformin má telja ólíklegt að sátt verði um leiðir. Skýrsla þingmannanefndar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis var samþykkt í þinginu á þriðjudag með 63 atkvæðum. Allir sem einn fylktu þingmennirnir sér að baki málinu. Í því felst að þingheimur er sammála um að nauðsynlegt sé að endurskoða löggjöf og eftir atvikum undirbúa löggjöf á tilgreindum sviðum sem snerta hrunið. Samstaða er um að miða við að úrbótunum skuli lokið innan tveggja ára. En lengra nær samstaðan ekki og frómt frá sagt er vandséð að þinginu takist þetta göfuga ætlunarverk sitt. Þó menn séu sammála um að tiltekin lög beri að endurskoða er ekki þar með sagt að þeir verði sammála um hvaða lagagreinum eigi að breyta og hvernig þær breytingar eigi að vera. Svo dæmi sé nefnt hafa himin og haf skilið að hugmyndir sjálfstæðismanna og vinstri grænna um æskilega löggjöf um starfsemi á fjármálamarkaði. Níu tilgreind lög ber að endurskoða samkvæmt ákvörðun þingsins og stjórnarskrána og heildarlöggjöf um nokkra málaflokka. En ekki nóg með það. Alþingi ályktaði á þriðjudag að brýnt sé að starfshættir þingsins verði teknir til endurskoðunar. Og, að taka verði gagnrýni á íslenska stjórnmálamenningu alvarlega og draga af henni lærdóm. Ekki verður með góðu móti séð hvernig þingið hyggst með markvissum hætti læra af gagnrýninni sem stjórnmálamenningin hefur hlotið. Hafa ber hugfast að þó sú gagnrýni hafi náð nýjum hæðum í kjölfar hruns bankanna þá varð hún ekki til við þá atburði. Stjórnmálamenningin hefur verið gagnrýnd um árabil án þess að stjórnmálamenn hafi almennt tekið sérstakt mark á gagnrýninni. Og ekki verður séð að stjórnmálamenningin hafi breyst frá hruninu. „Þetta gerist ekki í einni svipan og eflaust eiga menn eftir að takast á um útfærsluatriði eins og eðlilegt er," segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, fulltrúi VG í þingmannanefndinni. Mestu máli skipti að málin komist í vinnsluferli en rykfalli ekki. Nefndin gerir ekki tillögu að verklagi við undirbúning lagabreytinganna. Á hinn bóginn segir að nefnd á vegum Alþingis eigi að hafa eftirlit með að lagaúrbótum verði hrint í framkvæmd og miða skuli við að þeim verði lokið fyrir 1. október 2012.
Fréttir Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira