Frank, Frímann og Friðrik saman á Laundromat 22. janúar 2010 06:00 Tveir góðir Frímann og Frank fyrir framan Laundromat-kaffihúsið í Kaupmannahöfn sem Friðrik Weisshappel rekur. „Þetta var alveg hrikalega skemmtilegt, ekki síst vegna þess að ég er búinn að fylgjast með Frímanni frá því að hann byrjaði,“ segir Friðrik Weisshappel, veitingamaður í Kaupmannahöfn. Hann fékk óvænta gesti til sín á þriðjudag þegar sjálfur Frímann Gunnarsson, leikinn af Gunnari Hanssyni, birtist í dyragátt Laundromat-kaffihússins með sjálfan Frank Hvam upp á arminn, aðalstjörnuna úr Klovn-þáttunum vinsælu. Frímann og Frank voru þarna að taka upp atriði fyrir sjónvarpsþátt sem Gunnar og bróðir hans, Ragnar, eru að vinna að og á að fjalla um sýn Frímanns á skandinavískan húmor. Frímann, þessi fremur pirrandi sjónvarpsmaður, mun heimsækja grínista frá öllum Norðurlöndunum en það er Jón Gnarr sem kryfur íslenskan húmor fyrir hönd landsins. Friðrik segir að starfsfólkið hafi fengið stjörnur í augun þegar það sá hver var mættur enda Hvam hálfgerð ofurstjarna í Danmörku. „Nýi starfsmannastjórinn féll næstum í yfirlið yfir þessu,“ segir Friðrik og hlær. Veitingamaðurinn fékk sjálfur lítið hlutverk, lék þjón í einu atriðinu og tókst víst ákaflega vel upp með það, að eigin sögn. „Þetta var bara mikil upplifun, Gunnar var í gervinu allan tímann og gestirnir höfðu alveg ótrúlega gaman af þessu,“ útskýrir Friðrik en hann og Frank ræddu mikið saman um Ísland enda Klovn-stjarnan mikill Íslandsvinur líkt og félagi hans, Casper Christiansen. Fréttablaðið hafði samband við Gunnar sem þá var að snæða hádegisverð í Kaupmannahöfn. Hann segir að tökurnar hafi gengið alveg ótrúlega vel. „Það hjálpar líka mikið að hafa svona mann eins og Frank, maður nefnir bara nafnið hans og þá opnast allar dyr,“ segir Gunnar en tökuliðið hefur verið á þeysingi úti um alla Kaupmannahöfn. Gunnar á ekki nægilega sterk lýsingarorð til að lýsa því hversu mikill hæfileikamaður Frank er. „Hann er búinn að vera gjörsamlega frábær, eiginlega framar öllum vonum.“ Reyndar er Frank mikill áhugamaður um handbolta og bauð tökuliðinu heim til sín þegar Ísland átti leik við Serba. Gunnar segir Frank alveg hundrað prósent viss um að Danir muni sigra Íslendinga í leik liðanna á laugardaginn. „Því miður komum við heim á morgun [í dag] því það hefði verið gaman að vera með honum þegar „strákarnir okkar“ vinna danska liðið,“ segir Gunnar. freyrgigja@frettabladid.is Íslandsvinir Mest lesið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Fleiri fréttir Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Sjá meira
„Þetta var alveg hrikalega skemmtilegt, ekki síst vegna þess að ég er búinn að fylgjast með Frímanni frá því að hann byrjaði,“ segir Friðrik Weisshappel, veitingamaður í Kaupmannahöfn. Hann fékk óvænta gesti til sín á þriðjudag þegar sjálfur Frímann Gunnarsson, leikinn af Gunnari Hanssyni, birtist í dyragátt Laundromat-kaffihússins með sjálfan Frank Hvam upp á arminn, aðalstjörnuna úr Klovn-þáttunum vinsælu. Frímann og Frank voru þarna að taka upp atriði fyrir sjónvarpsþátt sem Gunnar og bróðir hans, Ragnar, eru að vinna að og á að fjalla um sýn Frímanns á skandinavískan húmor. Frímann, þessi fremur pirrandi sjónvarpsmaður, mun heimsækja grínista frá öllum Norðurlöndunum en það er Jón Gnarr sem kryfur íslenskan húmor fyrir hönd landsins. Friðrik segir að starfsfólkið hafi fengið stjörnur í augun þegar það sá hver var mættur enda Hvam hálfgerð ofurstjarna í Danmörku. „Nýi starfsmannastjórinn féll næstum í yfirlið yfir þessu,“ segir Friðrik og hlær. Veitingamaðurinn fékk sjálfur lítið hlutverk, lék þjón í einu atriðinu og tókst víst ákaflega vel upp með það, að eigin sögn. „Þetta var bara mikil upplifun, Gunnar var í gervinu allan tímann og gestirnir höfðu alveg ótrúlega gaman af þessu,“ útskýrir Friðrik en hann og Frank ræddu mikið saman um Ísland enda Klovn-stjarnan mikill Íslandsvinur líkt og félagi hans, Casper Christiansen. Fréttablaðið hafði samband við Gunnar sem þá var að snæða hádegisverð í Kaupmannahöfn. Hann segir að tökurnar hafi gengið alveg ótrúlega vel. „Það hjálpar líka mikið að hafa svona mann eins og Frank, maður nefnir bara nafnið hans og þá opnast allar dyr,“ segir Gunnar en tökuliðið hefur verið á þeysingi úti um alla Kaupmannahöfn. Gunnar á ekki nægilega sterk lýsingarorð til að lýsa því hversu mikill hæfileikamaður Frank er. „Hann er búinn að vera gjörsamlega frábær, eiginlega framar öllum vonum.“ Reyndar er Frank mikill áhugamaður um handbolta og bauð tökuliðinu heim til sín þegar Ísland átti leik við Serba. Gunnar segir Frank alveg hundrað prósent viss um að Danir muni sigra Íslendinga í leik liðanna á laugardaginn. „Því miður komum við heim á morgun [í dag] því það hefði verið gaman að vera með honum þegar „strákarnir okkar“ vinna danska liðið,“ segir Gunnar. freyrgigja@frettabladid.is
Íslandsvinir Mest lesið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Fleiri fréttir Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Sjá meira