Öruggari og skemmtilegri miðborg 12. janúar 2010 06:00 Sóley Tómasdóttir skrifar um borgarmál Miðborg Reykjavíkur hefur upp á svo miklu meira að bjóða en bara verslun og þjónustu. Líflegur Austurvöllur og endurnar á tjörninni, höfnin, Hljómskálagarðurinn og Bakarabrekkan hafa aðdráttarafl með tilveru sinni einni saman. Þessir staðir eru þó mest sóttir að sumarlagi og því oft helst til dauflegt um að litast í miðborginni á köldum vetrardögum. Þessu má auðveldlega breyta. Útivist og hreyfing að vetrarlagi þarf ekki að kalla á ferðalög til fjalla eða heiða. Arnarhóll er ein besta fjölskyldusleðabrekka á landinu, á tjörninni geta verið frábærar aðstæður til skautaiðkunar og Hljómskálagarðurinn er ekki síður fallegur á vetrum. Miðborgin á að geta verið lífleg og skemmtileg allan ársins hring. Allt fram að lokum seinni heimstyrjaldar voru tilkynningar frá lögreglustjóra um sleðaferðir barna algengar í dagblöðum. Öll umferð bifreiða var þá bönnuð á ákveðnum götum og börnin gátu frjáls og áhyggjulaus stundað þessa vinsælu iðju. Sambærilegar tilraunir voru gerðar á sjötta áratugnum, en siðurinn er með öllu aflagður í dag. Hvers vegna er ekki vitað - en ólíklegt verður að teljast að það hafi verið vegna áhugaskorts meðal barna. Á undanförnum misserum hafa borgaryfirvöld aftur tekið upp á því að loka götum fyrir bílum. Pósthússtræti hefur nú verið lokað með reglulegu millibili að sumarlagi við góðar undirtektir og tilraunir með lokun Laugavegarins sl. haust gengu framar vonum. Í dag munu Vinstri græn leggja fram tillögu í umhverfisráði Reykjavíkur um lokun Lækjargötu frá Hverfisgötu að Geirsgötu þegar aðstæður eru til sleðaferða á Arnarhóli. Lokunin yrði þannig hluti af grænum skrefum borgarinnar og yrði án efa til þess að skapa fjölbreyttara líf í miðborginni, fjölga útivistarmöguleikum barna og fjölskyldna og hvetja fólk til útivistar og hreyfingar yfir vetrartímann. Höfundur er borgarfulltrúi Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Sóley Tómasdóttir skrifar um borgarmál Miðborg Reykjavíkur hefur upp á svo miklu meira að bjóða en bara verslun og þjónustu. Líflegur Austurvöllur og endurnar á tjörninni, höfnin, Hljómskálagarðurinn og Bakarabrekkan hafa aðdráttarafl með tilveru sinni einni saman. Þessir staðir eru þó mest sóttir að sumarlagi og því oft helst til dauflegt um að litast í miðborginni á köldum vetrardögum. Þessu má auðveldlega breyta. Útivist og hreyfing að vetrarlagi þarf ekki að kalla á ferðalög til fjalla eða heiða. Arnarhóll er ein besta fjölskyldusleðabrekka á landinu, á tjörninni geta verið frábærar aðstæður til skautaiðkunar og Hljómskálagarðurinn er ekki síður fallegur á vetrum. Miðborgin á að geta verið lífleg og skemmtileg allan ársins hring. Allt fram að lokum seinni heimstyrjaldar voru tilkynningar frá lögreglustjóra um sleðaferðir barna algengar í dagblöðum. Öll umferð bifreiða var þá bönnuð á ákveðnum götum og börnin gátu frjáls og áhyggjulaus stundað þessa vinsælu iðju. Sambærilegar tilraunir voru gerðar á sjötta áratugnum, en siðurinn er með öllu aflagður í dag. Hvers vegna er ekki vitað - en ólíklegt verður að teljast að það hafi verið vegna áhugaskorts meðal barna. Á undanförnum misserum hafa borgaryfirvöld aftur tekið upp á því að loka götum fyrir bílum. Pósthússtræti hefur nú verið lokað með reglulegu millibili að sumarlagi við góðar undirtektir og tilraunir með lokun Laugavegarins sl. haust gengu framar vonum. Í dag munu Vinstri græn leggja fram tillögu í umhverfisráði Reykjavíkur um lokun Lækjargötu frá Hverfisgötu að Geirsgötu þegar aðstæður eru til sleðaferða á Arnarhóli. Lokunin yrði þannig hluti af grænum skrefum borgarinnar og yrði án efa til þess að skapa fjölbreyttara líf í miðborginni, fjölga útivistarmöguleikum barna og fjölskyldna og hvetja fólk til útivistar og hreyfingar yfir vetrartímann. Höfundur er borgarfulltrúi Vinstri grænna.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar