Forkastanleg vinnubrögð sérstaks saksóknara Jakob Frímann Magnússon skrifar 8. maí 2010 06:00 Hálfu öðru ári eftir hrun íslenska bankakerfisins hefur orðið háværari krafan um sýnilegan afrakstur rannsóknarvinnu sérstaks saksóknara og annarra sem treyst hefur verið til að komast til botns í meintum sakarefnum tengdum hruninu. Samkvæmt íslenskum lögum eru menn saklausir þar til sekt þeirra hefur verið sönnuð. Speglar það ekki vissa örvæntingu og vísbendingu um getuleysi rannsóknaraðila og ákærenda að boða síendurtekið til blaðamannafunda og tilkynna að til standi að rannsaka þennan eða hinn og láta birta myndir af hinum sömu? Er sú lenska ekki með öllu óþolandi að þeir sem treyst hefur verið til svo vandasamra verka af sjálfu ríkinu skuli síendurtekið leita á náðir dómstóls götunnar í stað þess að vinna verk sín í kyrrþey, birta síðan ákærur ef einhverjar eru og láta dómstólum eftir að dæma? Við minnumst miskunnarleysis og handjárnunar vegna Hafskipsmálsins á níunda áratugnum sem síðan reyndist tilbúningur samkeppnisaðila. Lærðum við af því? Ekki nokkurn skapaðan hlut. Íslenskir embættis- og rannsóknarmenn hafa ítrekað beitt þeim ráðum á undanförnum árum að kalla til fjölmiðla og þar með dómstól götunnar þegar kosið hefur verið að klekkja á einhverjum ÁÐUR en rannsókn, ákæra og dómur liggur fyrir. Nægir þar að nefna innrás skattrannsóknarstjóra í Norðurljós Jóns Ólafssonar á sínum tíma, mislukkaða tilraun til að hneppa Jón Ásgeir í handjárn á Keflavíkurvelli er hann kaus á síðustu stundu að lenda í Reykjavík og fjölmarga blaðamannafundi sérstaks saksóknara, ríkislögreglustjóra og skattrannsóknarstjóra á undanförnum misserum með gömlu tugguna: "Okkur grunar að þessi eða hinn eigi skilið ærlega ráðningu, við ætlum að kalla hann fyrir, rannsaka, ákæra og láta dæma ef kostur er..hmm, ..en hér er sumsé skúrkurinn !" Þessari aðferðafræði rannsóknar- og ákæruaðila hljóta allir sæmilega innrættir Íslendingar að hafna gjörsamlega og furðulegt að enginn hafi til þessa haft döngun í sér til þessa að gera það opinberlega svo eftir sé tekið. Er það ekki bein vísbending um getuleysi, kvíða og skort á sjálfstrausti sérstaks saksóknara að freistast til þess að kalla til fjölmiðla og stinga tveimur mönnum í tukthús ÁÐUR en mál þeirra hafa verið krufin til mergjar, ákæra birt og dómur upp kveðinn. Rætt hefur verið um "rannsóknarhagsmuni" en vitað er að legið hefur verið yfir þessum málum frá því í fyrra og ekkert nýtt komið fram. Kynni það að vera stærsta áhyggjuefni sérstaks saksóknara að forsíðumyndir blaðanna í gær af handtöku tveggja bankamanna verði einu handtökumyndirnar sem hann nái að kreista úr öllu sínu puði og því eins gott að grípa til krassandi PR-bragðs án tafar ? Létta aðeins á þrýstingnum? Sefa vinnuveitendur sína? Um sekt eða sakleysi umræddra aðila skal algerlega ósagt látið. Vitað er að þeir eiga börn á viðkvæmum aldri og fjölskyldur sem hljóta að vera í losti. Væri umrædd handtaka afrakstur þeirrar vinnu sem sérstökum saksóknara var sett fyrir, þ.m.t. ákæru og fenginni niðurstöðu dómstiganna tveggja gegndi öðru máli. Okkur ber að standa vörð um hugtakið réttarríki á Íslandi. Því er um þessar mundir mjög í tvísýnu teflt af embættismönnum sem ekki virðast starfi sínu vaxnir og brjóta beinlínis lög með framferði sínu. Dómsmálaráðherra ber hér eftir að víkja tafarlaust úr starfi embættismönnum sínum sem hyggjast starfa með þessum hætti. Það er einfaldlega nóg komið. Réttarríkið er í húfi. Höfundur er framkvæmdastjóri Miðborgarinnar okkar og formaður STEF & FTT. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Skoðun Vinsælast 2010 Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Hálfu öðru ári eftir hrun íslenska bankakerfisins hefur orðið háværari krafan um sýnilegan afrakstur rannsóknarvinnu sérstaks saksóknara og annarra sem treyst hefur verið til að komast til botns í meintum sakarefnum tengdum hruninu. Samkvæmt íslenskum lögum eru menn saklausir þar til sekt þeirra hefur verið sönnuð. Speglar það ekki vissa örvæntingu og vísbendingu um getuleysi rannsóknaraðila og ákærenda að boða síendurtekið til blaðamannafunda og tilkynna að til standi að rannsaka þennan eða hinn og láta birta myndir af hinum sömu? Er sú lenska ekki með öllu óþolandi að þeir sem treyst hefur verið til svo vandasamra verka af sjálfu ríkinu skuli síendurtekið leita á náðir dómstóls götunnar í stað þess að vinna verk sín í kyrrþey, birta síðan ákærur ef einhverjar eru og láta dómstólum eftir að dæma? Við minnumst miskunnarleysis og handjárnunar vegna Hafskipsmálsins á níunda áratugnum sem síðan reyndist tilbúningur samkeppnisaðila. Lærðum við af því? Ekki nokkurn skapaðan hlut. Íslenskir embættis- og rannsóknarmenn hafa ítrekað beitt þeim ráðum á undanförnum árum að kalla til fjölmiðla og þar með dómstól götunnar þegar kosið hefur verið að klekkja á einhverjum ÁÐUR en rannsókn, ákæra og dómur liggur fyrir. Nægir þar að nefna innrás skattrannsóknarstjóra í Norðurljós Jóns Ólafssonar á sínum tíma, mislukkaða tilraun til að hneppa Jón Ásgeir í handjárn á Keflavíkurvelli er hann kaus á síðustu stundu að lenda í Reykjavík og fjölmarga blaðamannafundi sérstaks saksóknara, ríkislögreglustjóra og skattrannsóknarstjóra á undanförnum misserum með gömlu tugguna: "Okkur grunar að þessi eða hinn eigi skilið ærlega ráðningu, við ætlum að kalla hann fyrir, rannsaka, ákæra og láta dæma ef kostur er..hmm, ..en hér er sumsé skúrkurinn !" Þessari aðferðafræði rannsóknar- og ákæruaðila hljóta allir sæmilega innrættir Íslendingar að hafna gjörsamlega og furðulegt að enginn hafi til þessa haft döngun í sér til þessa að gera það opinberlega svo eftir sé tekið. Er það ekki bein vísbending um getuleysi, kvíða og skort á sjálfstrausti sérstaks saksóknara að freistast til þess að kalla til fjölmiðla og stinga tveimur mönnum í tukthús ÁÐUR en mál þeirra hafa verið krufin til mergjar, ákæra birt og dómur upp kveðinn. Rætt hefur verið um "rannsóknarhagsmuni" en vitað er að legið hefur verið yfir þessum málum frá því í fyrra og ekkert nýtt komið fram. Kynni það að vera stærsta áhyggjuefni sérstaks saksóknara að forsíðumyndir blaðanna í gær af handtöku tveggja bankamanna verði einu handtökumyndirnar sem hann nái að kreista úr öllu sínu puði og því eins gott að grípa til krassandi PR-bragðs án tafar ? Létta aðeins á þrýstingnum? Sefa vinnuveitendur sína? Um sekt eða sakleysi umræddra aðila skal algerlega ósagt látið. Vitað er að þeir eiga börn á viðkvæmum aldri og fjölskyldur sem hljóta að vera í losti. Væri umrædd handtaka afrakstur þeirrar vinnu sem sérstökum saksóknara var sett fyrir, þ.m.t. ákæru og fenginni niðurstöðu dómstiganna tveggja gegndi öðru máli. Okkur ber að standa vörð um hugtakið réttarríki á Íslandi. Því er um þessar mundir mjög í tvísýnu teflt af embættismönnum sem ekki virðast starfi sínu vaxnir og brjóta beinlínis lög með framferði sínu. Dómsmálaráðherra ber hér eftir að víkja tafarlaust úr starfi embættismönnum sínum sem hyggjast starfa með þessum hætti. Það er einfaldlega nóg komið. Réttarríkið er í húfi. Höfundur er framkvæmdastjóri Miðborgarinnar okkar og formaður STEF & FTT.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun