Einkunnirnar aldrei verið lægri 1. desember 2010 08:30 Seðlabanki Íslands Formleg lánshæfissaga ríkissjóðs hófst árið 1989 þegar ríkið óskaði eftir einkunn á víxla ríkissjóðs. Markadurinn/Arnþór Lengst af hafa þrjú matsfyrirtæki metið lánshæfi ríkissjóðs Íslands, en það eru fyrirtækin Moody’s Investors Service, Fitch Ratings og Standard & Poor’s. Samskipti matsfyrirtækjanna og ríkissjóðs hófust árið 1986 þegar Standard & Poor’s ákvað að raða nokkrum fjölda landa, sem þá höfðu ekki formlega einkunn, í flokka sem gáfu til kynna lánshæfi þeirra. „Ísland lenti í næstefsta flokki, en lönd í þeim flokki voru þá talin hafa trausta getu til að inna af hendi greiðslu af opinberum erlendum langtímalánum,“ segir í umfjöllun á vef Seðlabanka Íslands. Árið 1988 gerði Standard & Poor‘s svo breytingu á þessu óumbeðna mati og hóf að veita hefðbundna bókstafseinkunn. „Í þeim tilvikum sem fyrirtækið mat lánshæfi landanna að eigin frumkvæði, en ekki að frumkvæði landanna sjálfra, var einkunnin auðkennd með bókstafnum „i“. Um miðjan mars árið 1989 tilkynnti fyrirtækið, að það gæfi ríkissjóði Íslands langtímaeinkunnina „Ai“ og skammtímaeinkunnina „A-1“. Moody’s fylgdi svo í kjölfarið árið 1989 og veitti ríkissjóði óumbeðna einkunn A2 en sú einkunn var hins vegar ekki auðkennd sérstaklega eins og hjá S&P.“ Fram kemur á vef Seðlabankans að formleg lánshæfissaga ríkissjóðs hafi hafist þegar íslenska ríkið óskaði eftir einkunn fyrir skammtímaskuldbindingar fyrir víxla ríkissjóðs, sem gefnir voru út í London, frá S&P árið 1989 og síðar frá Moody’s árið 1990. „Í tengslum við undirbúning ríkissjóðs á fyrstu opinberu útgáfu skuldabréfa á Bandaríkjamarkaði árið 1994 voru Moody’s og S&P formlega beðin um að meta lánshæfi ríkissjóðs Íslands fyrir langtímaskuldbindingar. Í kjölfarið veitti S&P einkunnina A fyrir langtímaskuldbindingar í janúar 1994 og í sama mánuði tilkynnti Moody’s að einkunnin yrði A2. Þar með staðfestu matsfyrirtækin fyrri óformlegar einkunnir ríkissjóðs.“ Í febrúar 2000 bættist svo matsfyrirtækið Fitch í hópinn og veitti ríkissjóði einkunnina AA- fyrir erlendar langtímaskuldbindingar og F1+ fyrir skammtímaskuldbindingar í innlendri mynt. „Einn mikilvægasti áfanginn í bættu lánshæfismati Ríkissjóðs Íslands náðist í október 2002 þegar Moody’s hækkaði matið á langtímaskuldbindingum í erlendri mynt í Aaa, sem er jafnframt hæsta mögulega einkunn sem Moody’s veitir. Þessi hækkun átti sér meðal annars stað í tengslum við breytta aðferðafræði fyrirtækisins sem fólst í því að meta að jöfnu greiðslugetu í erlendri og innlendri mynt. Stuttu eftir þetta staðfesti S&P A+ einkunn ríkissjóðs en breytti horfunum úr neikvæðum í stöðugar í nóvember 2002. Ríkissjóður Íslands hélt hæstu einkunn Moody’s þar til í maí 2008, þegar lánshæfiseinkunnin var lækkuð í Aa1.“ Í kjölfar hruns bankanna í október 2008 lækkaði lánshæfismat ríkissjóðs talsvert og hafa lánshæfiseinkunnirnar, að sögn Seðlabankans, ekki verið lægri síðan matsfyrirtækin hófu að meta ríkissjóð. Fréttir Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira
Lengst af hafa þrjú matsfyrirtæki metið lánshæfi ríkissjóðs Íslands, en það eru fyrirtækin Moody’s Investors Service, Fitch Ratings og Standard & Poor’s. Samskipti matsfyrirtækjanna og ríkissjóðs hófust árið 1986 þegar Standard & Poor’s ákvað að raða nokkrum fjölda landa, sem þá höfðu ekki formlega einkunn, í flokka sem gáfu til kynna lánshæfi þeirra. „Ísland lenti í næstefsta flokki, en lönd í þeim flokki voru þá talin hafa trausta getu til að inna af hendi greiðslu af opinberum erlendum langtímalánum,“ segir í umfjöllun á vef Seðlabanka Íslands. Árið 1988 gerði Standard & Poor‘s svo breytingu á þessu óumbeðna mati og hóf að veita hefðbundna bókstafseinkunn. „Í þeim tilvikum sem fyrirtækið mat lánshæfi landanna að eigin frumkvæði, en ekki að frumkvæði landanna sjálfra, var einkunnin auðkennd með bókstafnum „i“. Um miðjan mars árið 1989 tilkynnti fyrirtækið, að það gæfi ríkissjóði Íslands langtímaeinkunnina „Ai“ og skammtímaeinkunnina „A-1“. Moody’s fylgdi svo í kjölfarið árið 1989 og veitti ríkissjóði óumbeðna einkunn A2 en sú einkunn var hins vegar ekki auðkennd sérstaklega eins og hjá S&P.“ Fram kemur á vef Seðlabankans að formleg lánshæfissaga ríkissjóðs hafi hafist þegar íslenska ríkið óskaði eftir einkunn fyrir skammtímaskuldbindingar fyrir víxla ríkissjóðs, sem gefnir voru út í London, frá S&P árið 1989 og síðar frá Moody’s árið 1990. „Í tengslum við undirbúning ríkissjóðs á fyrstu opinberu útgáfu skuldabréfa á Bandaríkjamarkaði árið 1994 voru Moody’s og S&P formlega beðin um að meta lánshæfi ríkissjóðs Íslands fyrir langtímaskuldbindingar. Í kjölfarið veitti S&P einkunnina A fyrir langtímaskuldbindingar í janúar 1994 og í sama mánuði tilkynnti Moody’s að einkunnin yrði A2. Þar með staðfestu matsfyrirtækin fyrri óformlegar einkunnir ríkissjóðs.“ Í febrúar 2000 bættist svo matsfyrirtækið Fitch í hópinn og veitti ríkissjóði einkunnina AA- fyrir erlendar langtímaskuldbindingar og F1+ fyrir skammtímaskuldbindingar í innlendri mynt. „Einn mikilvægasti áfanginn í bættu lánshæfismati Ríkissjóðs Íslands náðist í október 2002 þegar Moody’s hækkaði matið á langtímaskuldbindingum í erlendri mynt í Aaa, sem er jafnframt hæsta mögulega einkunn sem Moody’s veitir. Þessi hækkun átti sér meðal annars stað í tengslum við breytta aðferðafræði fyrirtækisins sem fólst í því að meta að jöfnu greiðslugetu í erlendri og innlendri mynt. Stuttu eftir þetta staðfesti S&P A+ einkunn ríkissjóðs en breytti horfunum úr neikvæðum í stöðugar í nóvember 2002. Ríkissjóður Íslands hélt hæstu einkunn Moody’s þar til í maí 2008, þegar lánshæfiseinkunnin var lækkuð í Aa1.“ Í kjölfar hruns bankanna í október 2008 lækkaði lánshæfismat ríkissjóðs talsvert og hafa lánshæfiseinkunnirnar, að sögn Seðlabankans, ekki verið lægri síðan matsfyrirtækin hófu að meta ríkissjóð.
Fréttir Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira