Morð í Hafnarfirði: Unnustan kom að hinum látna 16. ágúst 2010 18:01 Rannsókn lögreglu á manndrápi sem átti sér stað í heimahúsi við Háaberg í Hafnarfirði í gær heldur áfram og er mjög umfangsmikil. Hinn látni hét Hannes Þór Helgason, fæddur árið 1973. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Þar segir ennfremur að rannsóknin bendi til þess að atlagan hafi átt sér stað á heimili mannsins en hann var einn heima þessa nótt. „Gögn benda til þess að ráðist hafi verið að honum nokkrum klukkustundum áður en unnusta hans kom að honum látnum laust fyrir hádegi í gær. Við atlöguna var eggvopni beitt og honum veitt nokkur stungusár sem drógu hann til dauða. Fjölmargir hafa verið yfirheyrðir vegna rannsóknarinnar en enginn er í haldi lögreglu vegna þess," segir í tilkynningunni. Lögreglan biður þá sem upplýsingar geta gefið í tengslum við rannsókn málsins um að hafa samband í 444-1104. Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Hafnarfjörður Lögreglumál Tengdar fréttir Morðinginn gengur enn laus Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við morðið á 37 ára gömlum karlmanni sem fannst látinn á heimili sínu í Hafnarfirði í dag. Þetta sagði Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjón, í samtali við fréttastofu á níunda tímanum í kvöld. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Friðrik gat heldur ekki sagt til um hvort fjölmiðlum yrði send fréttatilkynning um framvindu rannsóknarinnar í kvöld. 15. ágúst 2010 20:48 Morð í Hafnarfirði: Margir yfirheyrðir en óljóst um málsatvik Rannsókn á manndrápi í Hafnarfirði hefur verið í fullum gangi frá því tilkynnt var um atburðinn laust fyrir hádegi í gær en maður á fertugsaldri fannst látinn á heimili sínu og hafði honum verið ráðinn bani með eggvopni. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér tilkynningu vegna málsins um miðnætti í gær. Þá höfðu fjölmargir verið yfirheyrðir auk þess sem unnið hefur verið úr gögnum sem aflað var með tæknirannsókn á vettvangi. Þegar tilkynningin var send höfðu yfirheyrslurnar ekki enn leitt til þess að ljóst sé orðið um málsatvik. Rannsókn málsins heldur því áfram. 16. ágúst 2010 06:05 Nafn mannsins sem var myrtur Maðurinn sem fannst látinn á heimili sínu í Hafnarfirði í gærdag hét Hannes Helgason. Honum var ráðinn bani með eggvopni og er morðingjans nú leitað. Hannes var framkvæmdastjóri sælgætisgerðarinnar Góu, hann var fæddur árið 1973 og bjó hann einn. 16. ágúst 2010 10:08 Morðinginn ófundinn Maðurinn sem fannst látinn laust fyrir hádegi á heimahúsi í Hafnarfirði var að öllum líkindum myrtur með eggvopni. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlöregluþjónn, segir í tilkynningu að enginn hafi verið handtekinn vegna málsins og að rannsókn þess sé á frumstigi. 15. ágúst 2010 16:37 Fannst látinn með stungusár Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn á heimili sínu í Hafnarfirði í hádeginu í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu var hann með stungusár sem talið er að hann hafi hlotið í nótt. Fjölmennt lið lögreglu kom á vettvang og vinnur tæknideild nú að rannsókn málsins. 15. ágúst 2010 14:57 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira
Rannsókn lögreglu á manndrápi sem átti sér stað í heimahúsi við Háaberg í Hafnarfirði í gær heldur áfram og er mjög umfangsmikil. Hinn látni hét Hannes Þór Helgason, fæddur árið 1973. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Þar segir ennfremur að rannsóknin bendi til þess að atlagan hafi átt sér stað á heimili mannsins en hann var einn heima þessa nótt. „Gögn benda til þess að ráðist hafi verið að honum nokkrum klukkustundum áður en unnusta hans kom að honum látnum laust fyrir hádegi í gær. Við atlöguna var eggvopni beitt og honum veitt nokkur stungusár sem drógu hann til dauða. Fjölmargir hafa verið yfirheyrðir vegna rannsóknarinnar en enginn er í haldi lögreglu vegna þess," segir í tilkynningunni. Lögreglan biður þá sem upplýsingar geta gefið í tengslum við rannsókn málsins um að hafa samband í 444-1104.
Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Hafnarfjörður Lögreglumál Tengdar fréttir Morðinginn gengur enn laus Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við morðið á 37 ára gömlum karlmanni sem fannst látinn á heimili sínu í Hafnarfirði í dag. Þetta sagði Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjón, í samtali við fréttastofu á níunda tímanum í kvöld. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Friðrik gat heldur ekki sagt til um hvort fjölmiðlum yrði send fréttatilkynning um framvindu rannsóknarinnar í kvöld. 15. ágúst 2010 20:48 Morð í Hafnarfirði: Margir yfirheyrðir en óljóst um málsatvik Rannsókn á manndrápi í Hafnarfirði hefur verið í fullum gangi frá því tilkynnt var um atburðinn laust fyrir hádegi í gær en maður á fertugsaldri fannst látinn á heimili sínu og hafði honum verið ráðinn bani með eggvopni. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér tilkynningu vegna málsins um miðnætti í gær. Þá höfðu fjölmargir verið yfirheyrðir auk þess sem unnið hefur verið úr gögnum sem aflað var með tæknirannsókn á vettvangi. Þegar tilkynningin var send höfðu yfirheyrslurnar ekki enn leitt til þess að ljóst sé orðið um málsatvik. Rannsókn málsins heldur því áfram. 16. ágúst 2010 06:05 Nafn mannsins sem var myrtur Maðurinn sem fannst látinn á heimili sínu í Hafnarfirði í gærdag hét Hannes Helgason. Honum var ráðinn bani með eggvopni og er morðingjans nú leitað. Hannes var framkvæmdastjóri sælgætisgerðarinnar Góu, hann var fæddur árið 1973 og bjó hann einn. 16. ágúst 2010 10:08 Morðinginn ófundinn Maðurinn sem fannst látinn laust fyrir hádegi á heimahúsi í Hafnarfirði var að öllum líkindum myrtur með eggvopni. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlöregluþjónn, segir í tilkynningu að enginn hafi verið handtekinn vegna málsins og að rannsókn þess sé á frumstigi. 15. ágúst 2010 16:37 Fannst látinn með stungusár Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn á heimili sínu í Hafnarfirði í hádeginu í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu var hann með stungusár sem talið er að hann hafi hlotið í nótt. Fjölmennt lið lögreglu kom á vettvang og vinnur tæknideild nú að rannsókn málsins. 15. ágúst 2010 14:57 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira
Morðinginn gengur enn laus Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við morðið á 37 ára gömlum karlmanni sem fannst látinn á heimili sínu í Hafnarfirði í dag. Þetta sagði Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjón, í samtali við fréttastofu á níunda tímanum í kvöld. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Friðrik gat heldur ekki sagt til um hvort fjölmiðlum yrði send fréttatilkynning um framvindu rannsóknarinnar í kvöld. 15. ágúst 2010 20:48
Morð í Hafnarfirði: Margir yfirheyrðir en óljóst um málsatvik Rannsókn á manndrápi í Hafnarfirði hefur verið í fullum gangi frá því tilkynnt var um atburðinn laust fyrir hádegi í gær en maður á fertugsaldri fannst látinn á heimili sínu og hafði honum verið ráðinn bani með eggvopni. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér tilkynningu vegna málsins um miðnætti í gær. Þá höfðu fjölmargir verið yfirheyrðir auk þess sem unnið hefur verið úr gögnum sem aflað var með tæknirannsókn á vettvangi. Þegar tilkynningin var send höfðu yfirheyrslurnar ekki enn leitt til þess að ljóst sé orðið um málsatvik. Rannsókn málsins heldur því áfram. 16. ágúst 2010 06:05
Nafn mannsins sem var myrtur Maðurinn sem fannst látinn á heimili sínu í Hafnarfirði í gærdag hét Hannes Helgason. Honum var ráðinn bani með eggvopni og er morðingjans nú leitað. Hannes var framkvæmdastjóri sælgætisgerðarinnar Góu, hann var fæddur árið 1973 og bjó hann einn. 16. ágúst 2010 10:08
Morðinginn ófundinn Maðurinn sem fannst látinn laust fyrir hádegi á heimahúsi í Hafnarfirði var að öllum líkindum myrtur með eggvopni. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlöregluþjónn, segir í tilkynningu að enginn hafi verið handtekinn vegna málsins og að rannsókn þess sé á frumstigi. 15. ágúst 2010 16:37
Fannst látinn með stungusár Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn á heimili sínu í Hafnarfirði í hádeginu í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu var hann með stungusár sem talið er að hann hafi hlotið í nótt. Fjölmennt lið lögreglu kom á vettvang og vinnur tæknideild nú að rannsókn málsins. 15. ágúst 2010 14:57