Leikmenn í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta hafa tilkynnt að þeir ætli að fara í verkfall eftir tvær vikur til þess að mótmæla því hversu lítinn rétt þeir eiga að hafa í félagsskiptum sínum. Samkomulag á milli ítölsku A-deildarinnar og leikmannasamtakanna rann út í sumar.
Það hefur ekkert komið út úr viðræðum síðan þá og nú hafa leikmenn gefið það út að þeir munu fara í verkfall helgina 25. til 26. september næstkomandi.
Deilan snýst um það að félögin vilja minnka rétt leikmanna eins og það að hafa neitunarvald þegar á að selja þá á milli félaga. Nýlegt dæmi um það er þegar Fabio Grosso stoppaði söluna á sér frá Juventus til AC Milan.
Samtöku eigenda félaganna ætla að koma með nýtt tilboð á mánudaginn og vonast eftir að leikmannasamtökin munu í kjölfarið hætta við verkfallið.
Leikmenn í ítölsku deildinni á leiðinni í verkfall
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby
Íslenski boltinn

Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna
Enski boltinn


Íþróttamaður HK til liðs við ÍA
Íslenski boltinn


Frá Skagafirði á Akranes
Körfubolti

