Víkingar eru deildarmeistarar í borðtennis eftir 4-2 sigur á KR í spennandi leik í TBR-Íþróttahúsinu um helgina. Víkingar fengu 18 stig eða tveimur stigum meira en b-lið félagsins sem endaði í öðru sæti. KR-ingar urðu síðan í þriðja sætinu.
Víkingur-A mætir HK í úrslitakeppninni en b-lið Víkíngs er með heimaleikjarétt í úrslitakeppninni á móti KR.
Deildarmeistarar Víkinga eru Sigurður Jónsson, Daði Freyr Guðmundsson og Magnús K. Magnússon en þá má sjá á myndinni hér með fréttinni. Sigurður skartar þessu myndarlega alskeggi og Daði heldur á bikarnum.
Víkingar tryggðu sér titilinn með 4-2 sigri á KR
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Diogo Jota lést í bílslysi
Fótbolti

Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota
Enski boltinn



Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“
Enski boltinn

Glódís mætti ekki á æfingu
Fótbolti



