Grunaður um að hafa stolið gögnum frá vinnuveitanda 2. febrúar 2010 06:00 Fréttablaðið/Arnþór Piltur á átjánda aldursári hefur verið yfirheyrður hjá lögreglu grunaður um að hafa stolið trúnaðargögnum frá Gunnari Gunnarssyni lögfræðingi. Gögnin varða fyrirtæki og einstaklinga sem lögfræðingurinn hefur starfað fyrir, þar á meðal Milestone og eigendur þess fyrirtækis, Karl og Steingrím Wernerssyni, auk tengdra félaga. Þá var meðal gagnanna að finna upplýsingar um fótboltamanninn Eið Smára Guðjohnsen. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að mál sem varðar þjófnað á tölvugögnum sé til rannsóknar hjá embættinu, en sú rannsókn sé á frumstigi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins réði Gunnar piltinn til þess að aðstoða við uppsetningu tölvukerfa og sinna tölvuöryggi, en pilturinn titlar sig kerfisstjóra í símaskrá. Í gegnum þau störf mun hann hafa komist yfir öryggiskóða gamalla starfsmanna og notaði þá til þess að fara að næturlagi inn í höfuðstöðvar Milestone við Suðurlandsbraut og viða þar að sér gögnum. Ekki liggur fyrir hversu víða um húsið pilturinn komst inn, en þar eru fleiri fyrirtæki tengd Milestone, svo sem Askar Capital. Benedikt Árnason, forstjóri Aska Capital, segir engin merki um að farið hafi verið í tölvur eða tölvukerfi þar. Pilturinn sendi undir lok desember fyrirspurnir á einhverja fjölmiðla um hvort þeir hefðu áhuga á að kaupa gögnin. Þar á meðal er fréttastofa Stöðvar 2, sem neitaði að greiða fyrir þau. Þeir sem til þekkja segja hins vegar nær öruggt að fréttir sem birst hafi í DV síðustu vikur af málefnum eigenda Milestone og um fjármál Eiðs Smára Guðjohnsen byggist á stolnu gögnunum. Eiður hefur kært ritstjóra DV og blaðamann blaðsins fyrir umfjöllunina. Lesa má úr skjámyndinni sem pilturinn sendi Stöð 2 heiti á tölvumöppum. Þar á meðal eru möppur sem heita Flugskýlið, Milestone ehf., Moderna Finance AB, Máttur ehf., Sjóvá, Skeggi ehf., Vafningur, L&H eignarhaldsfélag, auk mappna sem varða önnur félög, samninga og trúnaðargögn. Þá er sérmappa sem ber heitið Steingrímur og vísar væntanlega til Steingríms Wernerssonar. Reynir Traustason, ritstjóri DV, segir blaðið hafa og halda áfram að fjalla ítarlega um málefni útrásarvíkinga. Hann muni hins vegar ekki tjá sig um hvaðan upplýsingar sem blaðið byggi fréttir sínar á séu komnar. Ekki hefur náðst í Gunnar Gunnarsson lögfræðing. Þá vildu foreldrar piltsins ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í gær. olikr@frettabladid.is Vafningsmálið Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Piltur á átjánda aldursári hefur verið yfirheyrður hjá lögreglu grunaður um að hafa stolið trúnaðargögnum frá Gunnari Gunnarssyni lögfræðingi. Gögnin varða fyrirtæki og einstaklinga sem lögfræðingurinn hefur starfað fyrir, þar á meðal Milestone og eigendur þess fyrirtækis, Karl og Steingrím Wernerssyni, auk tengdra félaga. Þá var meðal gagnanna að finna upplýsingar um fótboltamanninn Eið Smára Guðjohnsen. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að mál sem varðar þjófnað á tölvugögnum sé til rannsóknar hjá embættinu, en sú rannsókn sé á frumstigi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins réði Gunnar piltinn til þess að aðstoða við uppsetningu tölvukerfa og sinna tölvuöryggi, en pilturinn titlar sig kerfisstjóra í símaskrá. Í gegnum þau störf mun hann hafa komist yfir öryggiskóða gamalla starfsmanna og notaði þá til þess að fara að næturlagi inn í höfuðstöðvar Milestone við Suðurlandsbraut og viða þar að sér gögnum. Ekki liggur fyrir hversu víða um húsið pilturinn komst inn, en þar eru fleiri fyrirtæki tengd Milestone, svo sem Askar Capital. Benedikt Árnason, forstjóri Aska Capital, segir engin merki um að farið hafi verið í tölvur eða tölvukerfi þar. Pilturinn sendi undir lok desember fyrirspurnir á einhverja fjölmiðla um hvort þeir hefðu áhuga á að kaupa gögnin. Þar á meðal er fréttastofa Stöðvar 2, sem neitaði að greiða fyrir þau. Þeir sem til þekkja segja hins vegar nær öruggt að fréttir sem birst hafi í DV síðustu vikur af málefnum eigenda Milestone og um fjármál Eiðs Smára Guðjohnsen byggist á stolnu gögnunum. Eiður hefur kært ritstjóra DV og blaðamann blaðsins fyrir umfjöllunina. Lesa má úr skjámyndinni sem pilturinn sendi Stöð 2 heiti á tölvumöppum. Þar á meðal eru möppur sem heita Flugskýlið, Milestone ehf., Moderna Finance AB, Máttur ehf., Sjóvá, Skeggi ehf., Vafningur, L&H eignarhaldsfélag, auk mappna sem varða önnur félög, samninga og trúnaðargögn. Þá er sérmappa sem ber heitið Steingrímur og vísar væntanlega til Steingríms Wernerssonar. Reynir Traustason, ritstjóri DV, segir blaðið hafa og halda áfram að fjalla ítarlega um málefni útrásarvíkinga. Hann muni hins vegar ekki tjá sig um hvaðan upplýsingar sem blaðið byggi fréttir sínar á séu komnar. Ekki hefur náðst í Gunnar Gunnarsson lögfræðing. Þá vildu foreldrar piltsins ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í gær. olikr@frettabladid.is
Vafningsmálið Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira