Guðmundur E. Stephensen, Íslandsmeistari í borðtennis, hjálpaði liði sínu BTK Warte frá Gautaborg að vinna 4-1 sigur á botnliði Frej Vaxjö í sænsku úrvalsdeildinni í borðtennis. Guðmundur vann báða sína leiki.
Eftir frábæra byrjun þar sem BTK Warte vann sína fyrstu þrjá leiki með Guðmund innanborðs þá hafði BTK Warte tapað þremur leikjum í röð. Guðmundur vann aðeins einn af sex leikjum sínum í þeim.
Í leiknum á móti Frej Vaxjö í gær þá vann Guðmundur einliðaleikinn á móti Magnus Wahlgren 2-1. Guðmundur og Robert Nilsson unnu síðan öruggan 2-0 sigur í tvíliðaleiknum.
BTK Warte er nú í sjötta sætið deildarinnar og er því inn í úrslitakeppninni eins og er. Guðmundur hefur unnið 4 af 7 einliðaleikjum og hann og Nilsson hafa unnið saman 5 af 7 tvíliðaleikjum sínum.

