Fótbolti

Puel: Töpuðum fyrir betra liði

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Claude Puel, þjálfari Lyon.
Claude Puel, þjálfari Lyon.

Claude Puel, þjálfari Lyon, var að vonum vonsvikinn eftir að hans lið steinlá á heimavelli gegn FC Bayern í Meistaradeildinni í kvöld. Bayern þar með komið í úrslit en Lyon situr eftir með sárt ennið.

„Ég verð að viðurkenna að þeir voru betri. Það er samt synd að við skildum ekki hafa jafnað leikinn því við fengum tækifæri til þess. Þegar við missum síðan Cris af velli varð þetta erfitt. Þeir stýrðu leiknum og létu okkur hlaupa," sagði Puel eftir leikinn.

„Lokatölur eru okkur þungbærar miðað við hvað við lögðum í leikinn. Ég get samt ekki gagnrýnt leikmenn mína mikið. Við kláruðum samt ekki það sem við ætluðum að gera."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×