Það má með sanni segja að það sé Svíanum Zlatan Ibrahimovic að þakka að AC Milan situr nú í toppsæti ítölsku deildarinnar því aðra helgina í röð skoraði hann sigurmark liðsins í 1-0 sigri.
Zlatan Ibrahimovic skoraði sigurmarkið í 1-0 sigri á Internazionale um síðustu helgi og í gær skoraði hann eina markiið í 1-0 sigri AC Milan á Fiorentina.
Zlatan sýndi snilli sína þegar hann skoraði sigurmarkið í gær eins og sjá má með því að smella hér.
Zlatan tók við fyrirgjöf frá Gennaro Gattuso í teignum, lyfti boltanum upp og klippti hann síðan markið með hjólhestaspyrnu. Markið kom undir lok fyrri hálfleiksins.
Þetta var sjötta deildarmark Zlatans á tímabilinu í 11 leikjum en hann er þremur mörkum á eftir Samuel Eto'o í baráttunni um markakóngstitilinn.
AC Milan er hinsvegar með fjögurra stiga forskot á Lazio í baráttunni um ítalska meistaratitilinn en Lazio á leik inni í dag.
Snilli Zlatans tryggði AC Milan þrjú stig - myndband
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti


„Ég kom til Íslands með eitt markmið“
Körfubolti



„Við gátum ekki farið mikið neðar“
Íslenski boltinn


Hamar jafnaði einvígið með stórsigri
Körfubolti


Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við
Enski boltinn