Mark van Bommel, fyrirliði Bayern Munchen, hefur sagt frá því að deilur ítalska framherjans Luca Toni og þjálfarans Louis van Gaal hafi hafist þegar Toni sofnaði á liðsfundi með Van Gaal síðasta sumar. Þetta gerist á öðrum degi Hollendingsins í starfi sem þjálfari Bayern.
Van Bommel segir að Van Gaal hafi orðið mjög reiður og þegar kallað Toni á fund upp á skrifstofu sína. Toni hætti síðan hjá Bayern á miðju tímabili og sagðist þá ekki getað unnið með Van Gaal. Toni var lánaður til ítalska liðsins Roma en hann á enn eftir eitt ár af samningi sínum við Bayern.
Van Bommel sagði frá þessu í viðtali við Bild og hann sagði að þótt að venjan væri að liðsfélagarnir styddu félaga sinn þá hafi engin stutt við bakið á Toni í þessu tilfelli.
Lusa Toni skoraði 38 mörk í 56 leikjum með Bayern 2007-08 og 2008-09 en lék aðeins 3 leiki á þessu tímabili áður en hann fór heim til Ítalíu.
Van Bommel: Luca Toni sofnaði á liðsfundi með Louis van Gaal
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Tottenham vann Evrópudeildina
Fótbolti



Guardiola hótar að hætta
Enski boltinn



Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika
Íslenski boltinn


Shaq segist hundrað prósent
Körfubolti