Fótbolti

Lyon er að reyna fá lengra frí fyrir Real Madrid leikinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Olympique Lyonnais fagna sigurmarki sínu á móti Real Madrid.
Leikmenn Olympique Lyonnais fagna sigurmarki sínu á móti Real Madrid. Mynd/AFP
Forráðamenn Lyon hafa biðlað til yfirmanna frönsku úrvalsdeildarinnar að deildarleik liðsins á móti US Boulogne verði frestað en leikurinn á að fara fram laugardaginn 6. mars eða aðeins fjórum dögum fyrir seinni leikinn á móti Real Madrid í Meistaradeildinni.

Lyon myndi þá sleppa við ferðalag upp til Boulogne-Sur-Mer sem er nyrst í Frakklandi og leikmenn liðsins gætu þá einbeitt sér að því að koma liðinu inn í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Lyon vann fyrri leikinn 1-0 en sá seinni fer fram á Bernabeu 10. mars.

Forráðamenn Lyon er bjartsýnir að það verði tekið vel í beiðnina þar sem að fordæmi eru fyrir svona tilfærslum á leikjum á þessu tímabili. Bæði Olympique de Marseille og Girondins de Bordeaux fengu leiki færða fyrr í vetur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×