Jóhanna Sigurðardóttir: Endurbætur á traustum grunni Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 10. apríl 2010 06:00 Öll ráðuneyti og stofnanir þeirra hafa tekist á við margvíslegar breytingar í umhverfi sínu í kjölfar hruns bankakerfisins. Í fyrri grein minni fjallaði ég um helstu úrbætur sem nú þegar hefur verið unnið að á vettvangi forsætisráðuneytisins og miða að því að gera umhverfi stjórnmála og stjórnsýslu lýðræðislegra, skilvirkara og traustara. Í þessari síðari grein minni mun ég beina sjónum mínum að sambærilegum umbótaverkefnum sem unnin hafa verið á vettvangi annarra ráðuneyta frá hruni bankakerfisins. • Nýtt efnahags- og viðskiptaráðuneyti, sem sett var á stofn 1. október sl. í því augnamiði að styrkja stjórnun efnahagsmála, færa undir eitt ráðuneyti mikilvægar stofnanir og starfsemi og fækka þannig þeim ráðuneytum sem koma að stjórnun efnahagsmála. • Róttækt frumvarp til laga um breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki hefur verið lagt fram þar sem m.a. er kveðið á um auknar eftirlitsheimildir FME, bann við lánum með veði í hlutabréfum eða stofnfjárbréfum lánveitanda og miklar takmarkanir á lánveitingum til lykilstarfsmanna. Auknar kröfur eru gerðar til stjórnarmanna og framkvæmdastjóra fjármálafyrirtækja, heimildir til hvatakerfis og starfslokasaminga verða takmarkaðar. • Hlutafélagalögum og einkahlutafélagalögum hefur verið breytt m.a. með það að markmiði að auka gagnsæi um eignarhald og atkvæðisrétt í hlutafélögum og að jafna kynjahlutföll í stjórnum og meðal starfsfólks. • Frumvarp til laga um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði hefur verið lagt fram. Þar er m.a. lagt til að auknar kröfur verði gerðar til rekstrarfélaga og að strangari reglur gildi um fjárfestingar tengdra aðila til að koma í veg fyrir krosseignatengsl. • Ný stjórn og yfirstjórn Fjármálaeftirlitsins var skipuð og gagnsæi í störfum þess hefur verið aukið. FME rannsakar nú ýmis mál vegna gruns um brot á lögum sem gilda á fjármálamarkaði og hefur þegar vísað tugum mála til sérstaks saksóknara, efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra og embættis ríkissaksóknara. • Miklar breytingar urðu á starfsemi Seðlabankans á sl. ári með nýjum lögum. Auk nýrrar stjórnar bankans var skipuð peningastefnunefnd sem fer með vaxtaákvarðanir bankans. Nú er unnið að langtímastefnumótun á sviði peningamála í Seðlabankanum og boðuð hefur verið heildarendurskoðun á lögum um bankann. • Samningur var gerður við Evu Joly um aðkomu hennar að rannsókn sérstaks saksóknara á atburðum tengdum falli íslensku bankanna. Framlag til rannsóknarinnar var stóraukið, saksóknurum embættisins var fjölgað um þrjá, tugir einstaklinga ráðnir til starfa og ráðherra skipaði einnig sérstakan ríkissaksóknara yfir embættið. • Vegna aukins álags á dómskerfið hafa verið samþykkt lög sem heimila fjölgun héraðsdómara um fimm auk þess sem starfsmönnum embættanna hefur verið fjölgað. • Lagt hefur verið fram frumvarp um breytingu á lögum um dómstóla þar sem lagðar eru til nýjar reglur um fyrirkomulag við skipun dómara, aukið vægi matsnefndar og aðkomu Alþingis þegar ráðherra vill víkja frá tillögum matsnefndar. • Endurreisn viðskiptabankanna tókst mun betur en vonir stóðu til og samkomulag náðist við kröfuhafa gömlu bankanna. Nýju viðskiptabankarnir eru því fullfjármagnaðir og traustir. • Vegna endurreisnar bankakerfisins hefur ríkið sett sér eigandastefnu. Stefnan tekur mið af þeim sérstöku aðstæðum sem skapast hafa við endurreisn bankakerfisins og með henni er leitast við að skapa trúverðugleika og traust á ríkinu sem eiganda fjármálafyrirtækja. • Bankasýsla ríkisins hefur tekið til starfa og sér stofnunin alfarið um samskipti við fjármálafyrirtæki sem tengjast eigandahlutverki ríkisins. Markmiðið er að umsýsla eignarhluta verði fagleg og traust og hafin yfir vafa. • Gerð var könnun á þörf á skatteftirliti í kjölfar bankahrunsins og í framhaldi af henni ákveðið að stórefla skatteftirlit og skattrannsóknir og veitt til þess fé. M.a. var lögleidd skylda fjármálastofnana til að veita skattyfirvöldum allar upplýsingar um eignir, skuldir, tekjur af hvers konar fjármálagjörningum og tekin upp lagaákvæði um skattskyldu aflandsfélaga. Þá hafa verið samþykkt lög sem heimila skattyfirvöldum kyrrsetningu eigna til tryggingar á vangoldnum sköttum vegna mála sem sæta rannsókn. • Lagt hefur verið fram frumvarp um fyrstu heildarlöggjöf um fjölmiðla og starfsemi þeirra. Þar er m.a. að finna reglur um gagnsæi eignarhalds á fjölmiðlum, um ritstjórnarlegt sjálfstæði þeirra og ítarlegri vernd heimildarmanna blaða- og fréttamanna. Margt fleira gæti ég nefnt en í þessum tveimur greinum hef ég farið yfir helstu þætti þeirrar róttæku uppstokkunar sem ríkisstjórnir mínar hafa beitt sér fyrir frá hruni. Því fer fjarri að enn sjái fyrir endann á þessum miklu breytingum og skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis mun án efa benda á brotalamir sem enn hefur ekki verið tekið á. Frá fyrsta degi hafa ríkisstjórnir mínar verið einbeittar í því að breyta lagaumhverfi og vinnubrögðum til að tryggja að mistök fortíðarinnar endurtaki sig ekki og að endurreisnin verði byggð á traustum grunni til framtíðar. Þessu mikilvæga verkefni miðar vel og það er trú mín og vissa að niðurstöður þeirrar yfirgripsmiklu og fordæmalausa rannsóknar á aðdraganda hrunsins sem birtast mun þjóðinni á mánudaginn muni nýtast til enn frekari umbóta í þessum efnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Sjá meira
Öll ráðuneyti og stofnanir þeirra hafa tekist á við margvíslegar breytingar í umhverfi sínu í kjölfar hruns bankakerfisins. Í fyrri grein minni fjallaði ég um helstu úrbætur sem nú þegar hefur verið unnið að á vettvangi forsætisráðuneytisins og miða að því að gera umhverfi stjórnmála og stjórnsýslu lýðræðislegra, skilvirkara og traustara. Í þessari síðari grein minni mun ég beina sjónum mínum að sambærilegum umbótaverkefnum sem unnin hafa verið á vettvangi annarra ráðuneyta frá hruni bankakerfisins. • Nýtt efnahags- og viðskiptaráðuneyti, sem sett var á stofn 1. október sl. í því augnamiði að styrkja stjórnun efnahagsmála, færa undir eitt ráðuneyti mikilvægar stofnanir og starfsemi og fækka þannig þeim ráðuneytum sem koma að stjórnun efnahagsmála. • Róttækt frumvarp til laga um breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki hefur verið lagt fram þar sem m.a. er kveðið á um auknar eftirlitsheimildir FME, bann við lánum með veði í hlutabréfum eða stofnfjárbréfum lánveitanda og miklar takmarkanir á lánveitingum til lykilstarfsmanna. Auknar kröfur eru gerðar til stjórnarmanna og framkvæmdastjóra fjármálafyrirtækja, heimildir til hvatakerfis og starfslokasaminga verða takmarkaðar. • Hlutafélagalögum og einkahlutafélagalögum hefur verið breytt m.a. með það að markmiði að auka gagnsæi um eignarhald og atkvæðisrétt í hlutafélögum og að jafna kynjahlutföll í stjórnum og meðal starfsfólks. • Frumvarp til laga um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði hefur verið lagt fram. Þar er m.a. lagt til að auknar kröfur verði gerðar til rekstrarfélaga og að strangari reglur gildi um fjárfestingar tengdra aðila til að koma í veg fyrir krosseignatengsl. • Ný stjórn og yfirstjórn Fjármálaeftirlitsins var skipuð og gagnsæi í störfum þess hefur verið aukið. FME rannsakar nú ýmis mál vegna gruns um brot á lögum sem gilda á fjármálamarkaði og hefur þegar vísað tugum mála til sérstaks saksóknara, efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra og embættis ríkissaksóknara. • Miklar breytingar urðu á starfsemi Seðlabankans á sl. ári með nýjum lögum. Auk nýrrar stjórnar bankans var skipuð peningastefnunefnd sem fer með vaxtaákvarðanir bankans. Nú er unnið að langtímastefnumótun á sviði peningamála í Seðlabankanum og boðuð hefur verið heildarendurskoðun á lögum um bankann. • Samningur var gerður við Evu Joly um aðkomu hennar að rannsókn sérstaks saksóknara á atburðum tengdum falli íslensku bankanna. Framlag til rannsóknarinnar var stóraukið, saksóknurum embættisins var fjölgað um þrjá, tugir einstaklinga ráðnir til starfa og ráðherra skipaði einnig sérstakan ríkissaksóknara yfir embættið. • Vegna aukins álags á dómskerfið hafa verið samþykkt lög sem heimila fjölgun héraðsdómara um fimm auk þess sem starfsmönnum embættanna hefur verið fjölgað. • Lagt hefur verið fram frumvarp um breytingu á lögum um dómstóla þar sem lagðar eru til nýjar reglur um fyrirkomulag við skipun dómara, aukið vægi matsnefndar og aðkomu Alþingis þegar ráðherra vill víkja frá tillögum matsnefndar. • Endurreisn viðskiptabankanna tókst mun betur en vonir stóðu til og samkomulag náðist við kröfuhafa gömlu bankanna. Nýju viðskiptabankarnir eru því fullfjármagnaðir og traustir. • Vegna endurreisnar bankakerfisins hefur ríkið sett sér eigandastefnu. Stefnan tekur mið af þeim sérstöku aðstæðum sem skapast hafa við endurreisn bankakerfisins og með henni er leitast við að skapa trúverðugleika og traust á ríkinu sem eiganda fjármálafyrirtækja. • Bankasýsla ríkisins hefur tekið til starfa og sér stofnunin alfarið um samskipti við fjármálafyrirtæki sem tengjast eigandahlutverki ríkisins. Markmiðið er að umsýsla eignarhluta verði fagleg og traust og hafin yfir vafa. • Gerð var könnun á þörf á skatteftirliti í kjölfar bankahrunsins og í framhaldi af henni ákveðið að stórefla skatteftirlit og skattrannsóknir og veitt til þess fé. M.a. var lögleidd skylda fjármálastofnana til að veita skattyfirvöldum allar upplýsingar um eignir, skuldir, tekjur af hvers konar fjármálagjörningum og tekin upp lagaákvæði um skattskyldu aflandsfélaga. Þá hafa verið samþykkt lög sem heimila skattyfirvöldum kyrrsetningu eigna til tryggingar á vangoldnum sköttum vegna mála sem sæta rannsókn. • Lagt hefur verið fram frumvarp um fyrstu heildarlöggjöf um fjölmiðla og starfsemi þeirra. Þar er m.a. að finna reglur um gagnsæi eignarhalds á fjölmiðlum, um ritstjórnarlegt sjálfstæði þeirra og ítarlegri vernd heimildarmanna blaða- og fréttamanna. Margt fleira gæti ég nefnt en í þessum tveimur greinum hef ég farið yfir helstu þætti þeirrar róttæku uppstokkunar sem ríkisstjórnir mínar hafa beitt sér fyrir frá hruni. Því fer fjarri að enn sjái fyrir endann á þessum miklu breytingum og skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis mun án efa benda á brotalamir sem enn hefur ekki verið tekið á. Frá fyrsta degi hafa ríkisstjórnir mínar verið einbeittar í því að breyta lagaumhverfi og vinnubrögðum til að tryggja að mistök fortíðarinnar endurtaki sig ekki og að endurreisnin verði byggð á traustum grunni til framtíðar. Þessu mikilvæga verkefni miðar vel og það er trú mín og vissa að niðurstöður þeirrar yfirgripsmiklu og fordæmalausa rannsóknar á aðdraganda hrunsins sem birtast mun þjóðinni á mánudaginn muni nýtast til enn frekari umbóta í þessum efnum.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun