Jóhanna Sigurðardóttir: Endurbætur á traustum grunni Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 10. apríl 2010 06:00 Öll ráðuneyti og stofnanir þeirra hafa tekist á við margvíslegar breytingar í umhverfi sínu í kjölfar hruns bankakerfisins. Í fyrri grein minni fjallaði ég um helstu úrbætur sem nú þegar hefur verið unnið að á vettvangi forsætisráðuneytisins og miða að því að gera umhverfi stjórnmála og stjórnsýslu lýðræðislegra, skilvirkara og traustara. Í þessari síðari grein minni mun ég beina sjónum mínum að sambærilegum umbótaverkefnum sem unnin hafa verið á vettvangi annarra ráðuneyta frá hruni bankakerfisins. • Nýtt efnahags- og viðskiptaráðuneyti, sem sett var á stofn 1. október sl. í því augnamiði að styrkja stjórnun efnahagsmála, færa undir eitt ráðuneyti mikilvægar stofnanir og starfsemi og fækka þannig þeim ráðuneytum sem koma að stjórnun efnahagsmála. • Róttækt frumvarp til laga um breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki hefur verið lagt fram þar sem m.a. er kveðið á um auknar eftirlitsheimildir FME, bann við lánum með veði í hlutabréfum eða stofnfjárbréfum lánveitanda og miklar takmarkanir á lánveitingum til lykilstarfsmanna. Auknar kröfur eru gerðar til stjórnarmanna og framkvæmdastjóra fjármálafyrirtækja, heimildir til hvatakerfis og starfslokasaminga verða takmarkaðar. • Hlutafélagalögum og einkahlutafélagalögum hefur verið breytt m.a. með það að markmiði að auka gagnsæi um eignarhald og atkvæðisrétt í hlutafélögum og að jafna kynjahlutföll í stjórnum og meðal starfsfólks. • Frumvarp til laga um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði hefur verið lagt fram. Þar er m.a. lagt til að auknar kröfur verði gerðar til rekstrarfélaga og að strangari reglur gildi um fjárfestingar tengdra aðila til að koma í veg fyrir krosseignatengsl. • Ný stjórn og yfirstjórn Fjármálaeftirlitsins var skipuð og gagnsæi í störfum þess hefur verið aukið. FME rannsakar nú ýmis mál vegna gruns um brot á lögum sem gilda á fjármálamarkaði og hefur þegar vísað tugum mála til sérstaks saksóknara, efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra og embættis ríkissaksóknara. • Miklar breytingar urðu á starfsemi Seðlabankans á sl. ári með nýjum lögum. Auk nýrrar stjórnar bankans var skipuð peningastefnunefnd sem fer með vaxtaákvarðanir bankans. Nú er unnið að langtímastefnumótun á sviði peningamála í Seðlabankanum og boðuð hefur verið heildarendurskoðun á lögum um bankann. • Samningur var gerður við Evu Joly um aðkomu hennar að rannsókn sérstaks saksóknara á atburðum tengdum falli íslensku bankanna. Framlag til rannsóknarinnar var stóraukið, saksóknurum embættisins var fjölgað um þrjá, tugir einstaklinga ráðnir til starfa og ráðherra skipaði einnig sérstakan ríkissaksóknara yfir embættið. • Vegna aukins álags á dómskerfið hafa verið samþykkt lög sem heimila fjölgun héraðsdómara um fimm auk þess sem starfsmönnum embættanna hefur verið fjölgað. • Lagt hefur verið fram frumvarp um breytingu á lögum um dómstóla þar sem lagðar eru til nýjar reglur um fyrirkomulag við skipun dómara, aukið vægi matsnefndar og aðkomu Alþingis þegar ráðherra vill víkja frá tillögum matsnefndar. • Endurreisn viðskiptabankanna tókst mun betur en vonir stóðu til og samkomulag náðist við kröfuhafa gömlu bankanna. Nýju viðskiptabankarnir eru því fullfjármagnaðir og traustir. • Vegna endurreisnar bankakerfisins hefur ríkið sett sér eigandastefnu. Stefnan tekur mið af þeim sérstöku aðstæðum sem skapast hafa við endurreisn bankakerfisins og með henni er leitast við að skapa trúverðugleika og traust á ríkinu sem eiganda fjármálafyrirtækja. • Bankasýsla ríkisins hefur tekið til starfa og sér stofnunin alfarið um samskipti við fjármálafyrirtæki sem tengjast eigandahlutverki ríkisins. Markmiðið er að umsýsla eignarhluta verði fagleg og traust og hafin yfir vafa. • Gerð var könnun á þörf á skatteftirliti í kjölfar bankahrunsins og í framhaldi af henni ákveðið að stórefla skatteftirlit og skattrannsóknir og veitt til þess fé. M.a. var lögleidd skylda fjármálastofnana til að veita skattyfirvöldum allar upplýsingar um eignir, skuldir, tekjur af hvers konar fjármálagjörningum og tekin upp lagaákvæði um skattskyldu aflandsfélaga. Þá hafa verið samþykkt lög sem heimila skattyfirvöldum kyrrsetningu eigna til tryggingar á vangoldnum sköttum vegna mála sem sæta rannsókn. • Lagt hefur verið fram frumvarp um fyrstu heildarlöggjöf um fjölmiðla og starfsemi þeirra. Þar er m.a. að finna reglur um gagnsæi eignarhalds á fjölmiðlum, um ritstjórnarlegt sjálfstæði þeirra og ítarlegri vernd heimildarmanna blaða- og fréttamanna. Margt fleira gæti ég nefnt en í þessum tveimur greinum hef ég farið yfir helstu þætti þeirrar róttæku uppstokkunar sem ríkisstjórnir mínar hafa beitt sér fyrir frá hruni. Því fer fjarri að enn sjái fyrir endann á þessum miklu breytingum og skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis mun án efa benda á brotalamir sem enn hefur ekki verið tekið á. Frá fyrsta degi hafa ríkisstjórnir mínar verið einbeittar í því að breyta lagaumhverfi og vinnubrögðum til að tryggja að mistök fortíðarinnar endurtaki sig ekki og að endurreisnin verði byggð á traustum grunni til framtíðar. Þessu mikilvæga verkefni miðar vel og það er trú mín og vissa að niðurstöður þeirrar yfirgripsmiklu og fordæmalausa rannsóknar á aðdraganda hrunsins sem birtast mun þjóðinni á mánudaginn muni nýtast til enn frekari umbóta í þessum efnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Öll ráðuneyti og stofnanir þeirra hafa tekist á við margvíslegar breytingar í umhverfi sínu í kjölfar hruns bankakerfisins. Í fyrri grein minni fjallaði ég um helstu úrbætur sem nú þegar hefur verið unnið að á vettvangi forsætisráðuneytisins og miða að því að gera umhverfi stjórnmála og stjórnsýslu lýðræðislegra, skilvirkara og traustara. Í þessari síðari grein minni mun ég beina sjónum mínum að sambærilegum umbótaverkefnum sem unnin hafa verið á vettvangi annarra ráðuneyta frá hruni bankakerfisins. • Nýtt efnahags- og viðskiptaráðuneyti, sem sett var á stofn 1. október sl. í því augnamiði að styrkja stjórnun efnahagsmála, færa undir eitt ráðuneyti mikilvægar stofnanir og starfsemi og fækka þannig þeim ráðuneytum sem koma að stjórnun efnahagsmála. • Róttækt frumvarp til laga um breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki hefur verið lagt fram þar sem m.a. er kveðið á um auknar eftirlitsheimildir FME, bann við lánum með veði í hlutabréfum eða stofnfjárbréfum lánveitanda og miklar takmarkanir á lánveitingum til lykilstarfsmanna. Auknar kröfur eru gerðar til stjórnarmanna og framkvæmdastjóra fjármálafyrirtækja, heimildir til hvatakerfis og starfslokasaminga verða takmarkaðar. • Hlutafélagalögum og einkahlutafélagalögum hefur verið breytt m.a. með það að markmiði að auka gagnsæi um eignarhald og atkvæðisrétt í hlutafélögum og að jafna kynjahlutföll í stjórnum og meðal starfsfólks. • Frumvarp til laga um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði hefur verið lagt fram. Þar er m.a. lagt til að auknar kröfur verði gerðar til rekstrarfélaga og að strangari reglur gildi um fjárfestingar tengdra aðila til að koma í veg fyrir krosseignatengsl. • Ný stjórn og yfirstjórn Fjármálaeftirlitsins var skipuð og gagnsæi í störfum þess hefur verið aukið. FME rannsakar nú ýmis mál vegna gruns um brot á lögum sem gilda á fjármálamarkaði og hefur þegar vísað tugum mála til sérstaks saksóknara, efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra og embættis ríkissaksóknara. • Miklar breytingar urðu á starfsemi Seðlabankans á sl. ári með nýjum lögum. Auk nýrrar stjórnar bankans var skipuð peningastefnunefnd sem fer með vaxtaákvarðanir bankans. Nú er unnið að langtímastefnumótun á sviði peningamála í Seðlabankanum og boðuð hefur verið heildarendurskoðun á lögum um bankann. • Samningur var gerður við Evu Joly um aðkomu hennar að rannsókn sérstaks saksóknara á atburðum tengdum falli íslensku bankanna. Framlag til rannsóknarinnar var stóraukið, saksóknurum embættisins var fjölgað um þrjá, tugir einstaklinga ráðnir til starfa og ráðherra skipaði einnig sérstakan ríkissaksóknara yfir embættið. • Vegna aukins álags á dómskerfið hafa verið samþykkt lög sem heimila fjölgun héraðsdómara um fimm auk þess sem starfsmönnum embættanna hefur verið fjölgað. • Lagt hefur verið fram frumvarp um breytingu á lögum um dómstóla þar sem lagðar eru til nýjar reglur um fyrirkomulag við skipun dómara, aukið vægi matsnefndar og aðkomu Alþingis þegar ráðherra vill víkja frá tillögum matsnefndar. • Endurreisn viðskiptabankanna tókst mun betur en vonir stóðu til og samkomulag náðist við kröfuhafa gömlu bankanna. Nýju viðskiptabankarnir eru því fullfjármagnaðir og traustir. • Vegna endurreisnar bankakerfisins hefur ríkið sett sér eigandastefnu. Stefnan tekur mið af þeim sérstöku aðstæðum sem skapast hafa við endurreisn bankakerfisins og með henni er leitast við að skapa trúverðugleika og traust á ríkinu sem eiganda fjármálafyrirtækja. • Bankasýsla ríkisins hefur tekið til starfa og sér stofnunin alfarið um samskipti við fjármálafyrirtæki sem tengjast eigandahlutverki ríkisins. Markmiðið er að umsýsla eignarhluta verði fagleg og traust og hafin yfir vafa. • Gerð var könnun á þörf á skatteftirliti í kjölfar bankahrunsins og í framhaldi af henni ákveðið að stórefla skatteftirlit og skattrannsóknir og veitt til þess fé. M.a. var lögleidd skylda fjármálastofnana til að veita skattyfirvöldum allar upplýsingar um eignir, skuldir, tekjur af hvers konar fjármálagjörningum og tekin upp lagaákvæði um skattskyldu aflandsfélaga. Þá hafa verið samþykkt lög sem heimila skattyfirvöldum kyrrsetningu eigna til tryggingar á vangoldnum sköttum vegna mála sem sæta rannsókn. • Lagt hefur verið fram frumvarp um fyrstu heildarlöggjöf um fjölmiðla og starfsemi þeirra. Þar er m.a. að finna reglur um gagnsæi eignarhalds á fjölmiðlum, um ritstjórnarlegt sjálfstæði þeirra og ítarlegri vernd heimildarmanna blaða- og fréttamanna. Margt fleira gæti ég nefnt en í þessum tveimur greinum hef ég farið yfir helstu þætti þeirrar róttæku uppstokkunar sem ríkisstjórnir mínar hafa beitt sér fyrir frá hruni. Því fer fjarri að enn sjái fyrir endann á þessum miklu breytingum og skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis mun án efa benda á brotalamir sem enn hefur ekki verið tekið á. Frá fyrsta degi hafa ríkisstjórnir mínar verið einbeittar í því að breyta lagaumhverfi og vinnubrögðum til að tryggja að mistök fortíðarinnar endurtaki sig ekki og að endurreisnin verði byggð á traustum grunni til framtíðar. Þessu mikilvæga verkefni miðar vel og það er trú mín og vissa að niðurstöður þeirrar yfirgripsmiklu og fordæmalausa rannsóknar á aðdraganda hrunsins sem birtast mun þjóðinni á mánudaginn muni nýtast til enn frekari umbóta í þessum efnum.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar