„Við förum í þessa undankeppni með þá trú að við getum tekið stig af öllum þessum liðum," segir Sölvi Geir Ottesen, leikmaður SønderjyskE í Danmörku og íslenska landsliðsins í viðtali við dönsku síðuna bold.dk.
Hann er þar að tjá sig um riðil Íslands í undankeppni EM en dregið var í morgun. „Ég hlakka mikið til að mæta Danmörku enda hef ég spilað í landinu í tvö ár. Það verður skemmtileg tilfinning að mæta þeim," sagði Sölvi.
„Enginn á að geta bókað sigur gegn Íslandi. Við berjumst til síðustu mínútu og gefum ekkert efftir. Allt er hægt í fótbolta."