Bankastjóri tjáir sig ekki um uppsagnir 25. ágúst 2010 06:15 Breytingar í bankanum Steinþór Pálsson (lengst til hægri) innsiglar söluna á eignarhaldsfélaginu Vestia til Framtakssjóðs Íslands. Með honum á myndinni eru Finnbogi Jónsson framkvæmdastjóri og Ágúst Einarsson, stjórnarformaður Framtakssjóðsins. Fréttablaðið/GVA Stjórnendur Landsbankans eru að ljúka við stefnumótun og verða niðurstöður hennar kynntar í lok mánaðar. Endanleg útfærsla verður kynnt í október. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, vill ekki fara ítarlega út í vinnuna, sem staðið hefur yfir frá því hann tók við starfinu í byrjun júní. „Ég hef átt fund með öllu starfsfólki bankans. Það hefur verið beðið um að leggja lið og segja sína meiningu. Þetta hafa verið mjög góðir fundir. Út úr stefnumótuninni koma ákveðnar áherslur. Þær eru orðnar það ljósar að við teljum rétt að koma fram með breytingar á skipulaginu,“ segir hann. Útfærslan nær niður á einstaka deildir bankans. Heimildir Fréttablaðsins herma að fækkað verði í starfsliði bankans. Það vill Steinþór ekki staðfesta. „Ég get ekki farið nánar út í það. En það verða einhverjar breytingar. Ef það væru engar breytingar væri eitthvað skrýtið að gerast,“ segir hann og bætir við að ekki eigi að lesa of mikið í þróun mála. Í umsögn bankaráðs Landsbankans um ráðningu Steinþórs frá í maí kemur fram að hann hafi mikla reynslu af breytingastjórnun og stefnumótun og hafi kraft og þor til að leiða bankann þangað sem hann eigi heima.- jab Fréttir Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Sjá meira
Stjórnendur Landsbankans eru að ljúka við stefnumótun og verða niðurstöður hennar kynntar í lok mánaðar. Endanleg útfærsla verður kynnt í október. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, vill ekki fara ítarlega út í vinnuna, sem staðið hefur yfir frá því hann tók við starfinu í byrjun júní. „Ég hef átt fund með öllu starfsfólki bankans. Það hefur verið beðið um að leggja lið og segja sína meiningu. Þetta hafa verið mjög góðir fundir. Út úr stefnumótuninni koma ákveðnar áherslur. Þær eru orðnar það ljósar að við teljum rétt að koma fram með breytingar á skipulaginu,“ segir hann. Útfærslan nær niður á einstaka deildir bankans. Heimildir Fréttablaðsins herma að fækkað verði í starfsliði bankans. Það vill Steinþór ekki staðfesta. „Ég get ekki farið nánar út í það. En það verða einhverjar breytingar. Ef það væru engar breytingar væri eitthvað skrýtið að gerast,“ segir hann og bætir við að ekki eigi að lesa of mikið í þróun mála. Í umsögn bankaráðs Landsbankans um ráðningu Steinþórs frá í maí kemur fram að hann hafi mikla reynslu af breytingastjórnun og stefnumótun og hafi kraft og þor til að leiða bankann þangað sem hann eigi heima.- jab
Fréttir Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Sjá meira