Árangur meistarastjórans undir væntingum 21. maí 2010 11:11 Michael Schumacher og Ross Brawn unnu sjö meistaratitila með Benetton og Ferrari, en hafa ekki náð að landa sigri enn sem komið er með Mercedes. Mynd: Getty Images Ross Brawn, framkvæmdarstjóri Mercedes segir að árangur liðs síns hafi verið undir væntingum í Mónakó um síðustu helgi, en liðið undirbýr sig núna fyrir kappaksturinn í Tyrklandi um aðra helgi. Brawn varð meistari með eigið lið í fyrr og seldi það svo Mercedes, en titilvörn hefur ekki gengið sem skyldi. Michael Schumacher varð í sjötta sæti á Mercedes í Mónakó og Nico Rosberg varð áttundi á samskonar bíl. "Árangurinn í Mónakó olli liðinu vonbrigðum og við náðum ekki að sýna hva í okkur býr. Við vorum með áreiðanlegan og samkeppnisfæran bíl, sem var fljótastur á köflum í mótinu, en við náðum ekki tilsettum árangri", sagði Ross Brawn hjá Mercedes um gengið í síðasta móti í fréttaskeyti liðsins. "Það er samt hvetjandi að við höfum tekið framförum í tveimur síðustu mótum og fundið út veikleika, sem við erum að bæta. Við erum með meiriháttar viðbætur við bílinn í komandi mótum, sem eru tilkomnar vegna mikillar vinnu starfsmanna okkar að undanförnu." Mercedes mætir á ný með bíl með lengra hjólhaf, sem var notaður i Barcelona á dögunum, en ekki í Mónakó. Þá mætir liðið með breytta yfirbyggingu og svokallaði "F-Duct", sem er búnaður sem gaf McLaren forskot hvað varðar loftflæði á hámarkshraða, en nú mætir Mercedes með samskonar búnað til að jafna stöðuna. "Það er löng leið framundan til að ná þeirri samkeppnisstöðu sem við viljum vera í, en mót frá móti vonast ég til að ná settu markmiði", sagði Brawn. Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Ross Brawn, framkvæmdarstjóri Mercedes segir að árangur liðs síns hafi verið undir væntingum í Mónakó um síðustu helgi, en liðið undirbýr sig núna fyrir kappaksturinn í Tyrklandi um aðra helgi. Brawn varð meistari með eigið lið í fyrr og seldi það svo Mercedes, en titilvörn hefur ekki gengið sem skyldi. Michael Schumacher varð í sjötta sæti á Mercedes í Mónakó og Nico Rosberg varð áttundi á samskonar bíl. "Árangurinn í Mónakó olli liðinu vonbrigðum og við náðum ekki að sýna hva í okkur býr. Við vorum með áreiðanlegan og samkeppnisfæran bíl, sem var fljótastur á köflum í mótinu, en við náðum ekki tilsettum árangri", sagði Ross Brawn hjá Mercedes um gengið í síðasta móti í fréttaskeyti liðsins. "Það er samt hvetjandi að við höfum tekið framförum í tveimur síðustu mótum og fundið út veikleika, sem við erum að bæta. Við erum með meiriháttar viðbætur við bílinn í komandi mótum, sem eru tilkomnar vegna mikillar vinnu starfsmanna okkar að undanförnu." Mercedes mætir á ný með bíl með lengra hjólhaf, sem var notaður i Barcelona á dögunum, en ekki í Mónakó. Þá mætir liðið með breytta yfirbyggingu og svokallaði "F-Duct", sem er búnaður sem gaf McLaren forskot hvað varðar loftflæði á hámarkshraða, en nú mætir Mercedes með samskonar búnað til að jafna stöðuna. "Það er löng leið framundan til að ná þeirri samkeppnisstöðu sem við viljum vera í, en mót frá móti vonast ég til að ná settu markmiði", sagði Brawn.
Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira