Árangur meistarastjórans undir væntingum 21. maí 2010 11:11 Michael Schumacher og Ross Brawn unnu sjö meistaratitila með Benetton og Ferrari, en hafa ekki náð að landa sigri enn sem komið er með Mercedes. Mynd: Getty Images Ross Brawn, framkvæmdarstjóri Mercedes segir að árangur liðs síns hafi verið undir væntingum í Mónakó um síðustu helgi, en liðið undirbýr sig núna fyrir kappaksturinn í Tyrklandi um aðra helgi. Brawn varð meistari með eigið lið í fyrr og seldi það svo Mercedes, en titilvörn hefur ekki gengið sem skyldi. Michael Schumacher varð í sjötta sæti á Mercedes í Mónakó og Nico Rosberg varð áttundi á samskonar bíl. "Árangurinn í Mónakó olli liðinu vonbrigðum og við náðum ekki að sýna hva í okkur býr. Við vorum með áreiðanlegan og samkeppnisfæran bíl, sem var fljótastur á köflum í mótinu, en við náðum ekki tilsettum árangri", sagði Ross Brawn hjá Mercedes um gengið í síðasta móti í fréttaskeyti liðsins. "Það er samt hvetjandi að við höfum tekið framförum í tveimur síðustu mótum og fundið út veikleika, sem við erum að bæta. Við erum með meiriháttar viðbætur við bílinn í komandi mótum, sem eru tilkomnar vegna mikillar vinnu starfsmanna okkar að undanförnu." Mercedes mætir á ný með bíl með lengra hjólhaf, sem var notaður i Barcelona á dögunum, en ekki í Mónakó. Þá mætir liðið með breytta yfirbyggingu og svokallaði "F-Duct", sem er búnaður sem gaf McLaren forskot hvað varðar loftflæði á hámarkshraða, en nú mætir Mercedes með samskonar búnað til að jafna stöðuna. "Það er löng leið framundan til að ná þeirri samkeppnisstöðu sem við viljum vera í, en mót frá móti vonast ég til að ná settu markmiði", sagði Brawn. Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Ross Brawn, framkvæmdarstjóri Mercedes segir að árangur liðs síns hafi verið undir væntingum í Mónakó um síðustu helgi, en liðið undirbýr sig núna fyrir kappaksturinn í Tyrklandi um aðra helgi. Brawn varð meistari með eigið lið í fyrr og seldi það svo Mercedes, en titilvörn hefur ekki gengið sem skyldi. Michael Schumacher varð í sjötta sæti á Mercedes í Mónakó og Nico Rosberg varð áttundi á samskonar bíl. "Árangurinn í Mónakó olli liðinu vonbrigðum og við náðum ekki að sýna hva í okkur býr. Við vorum með áreiðanlegan og samkeppnisfæran bíl, sem var fljótastur á köflum í mótinu, en við náðum ekki tilsettum árangri", sagði Ross Brawn hjá Mercedes um gengið í síðasta móti í fréttaskeyti liðsins. "Það er samt hvetjandi að við höfum tekið framförum í tveimur síðustu mótum og fundið út veikleika, sem við erum að bæta. Við erum með meiriháttar viðbætur við bílinn í komandi mótum, sem eru tilkomnar vegna mikillar vinnu starfsmanna okkar að undanförnu." Mercedes mætir á ný með bíl með lengra hjólhaf, sem var notaður i Barcelona á dögunum, en ekki í Mónakó. Þá mætir liðið með breytta yfirbyggingu og svokallaði "F-Duct", sem er búnaður sem gaf McLaren forskot hvað varðar loftflæði á hámarkshraða, en nú mætir Mercedes með samskonar búnað til að jafna stöðuna. "Það er löng leið framundan til að ná þeirri samkeppnisstöðu sem við viljum vera í, en mót frá móti vonast ég til að ná settu markmiði", sagði Brawn.
Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira