Þetta mál fellir ekki margbarða stjórnina 22. september 2010 04:00 Setið undir umræðunum. fréttablaðið/gva Hefur landsdómsmálið, og þá sér í lagi skoðun forsætisráðherra á því, áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið? „Þetta mál mun ekki fella stjórnina, jafn margbarin og hún er,“ sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, í samtali við Fréttablaðið seinni partinn í gær. Rykið sem ræða forsætisráðherra á mánudag þyrlaði upp var þá að mestu sest. „Þetta er ekki nálægt því að vera stjórnarslitsmál. Hér hefur gengið á ýmsu, til dæmis gekk ráðherra út vegna Icesave. Það hafði gríðarlegar afleiðingar fyrir land og þjóð og við erum minnt á það á hverjum degi,“ segir Björn Valur Gíslason, þingmaður VG. Nokkur titringur varð í pólitíkinni í kjölfar þess að Jóhanna Sigurðardóttir opinberaði það mat sitt að ekki séu efni til að saksækja fjóra fyrrum ráðherra fyrir landsdómi. Sumir þingmenn VG pirruðust. „Að sjálfsögðu pirruðumst við,“ segir Björn Valur Gíslason. „Það var góð samstaða um þingmannanefndina og menn áttu von á að leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna myndu fylkja sér að baki henni í stað þess að annar þeirra reyni nú að gera lítið úr starfi hennar.“ Annar úr VG segir orð Jóhönnu engu breyta um stjórnarsamstarfið og um viðbrögðin úr þingflokknum sagði hann: „Menn þurfa stundum að fá að hvessa sig.“ Hvað sem þeirri þörf líður virðist sem sumir hafi gefið sér hver afstaða Jóhönnu til málsins væri. Úr herbúðum Sjálfstæðisflokksins hefur raunar heyrst að Jóhanna hafi fjarstýrt fulltrúum Samfylkingarinnar í nefndinni. Sú kenning rímar illa við það sem nú liggur fyrir. Afstaða Jóhönnu er á skjön við afstöðu nefndarmannanna Magnúsar Orra Schram og Oddnýjar Harðardóttur. Veruleikinn er sá, að sögn Þórunnar, að Samfylkingin hefur ekki pólitíska línu í málinu. „Forysta flokksins gefur ekki línu um afgreiðsluna. Þess vegna erum við að tala við sérfræðinga, bjóða ráðherrunum fyrrverandi á fundi og halda mikla þingflokksfundi um efnið þar sem það er rætt fram og til baka,“ segir Þórunn. Þingflokkur VG gerði í gær samþykkt um málið. Trausti er lýst á nefndina og vinnubrögðin sögð vönduð. Þingið verði að axla ábyrgð á málinu og leiða það til lykta á málefnalegan og lýðræðislegan hátt, án óþarfa tafa og undanbragða. Þetta síðastnefnda er raunverulegt áhyggjuefni Vinstri grænna. „Mér sýnist þetta vera pex um lögfræðileg og tæknileg atriði miklu heldur en efnislegt,“ segir Björn Valur um umræður síðustu daga. „Alla vega af hálfu sjálfstæðismanna og það má líka greina á ræðum Samfylkingarinnar. Það bendir til þess að menn séu að reyna að koma sér frá málinu en það er ekki hægt. Við komumst ekki undan þessu.“ Af orðum Björns og Þórunnar, og samtölum við aðra þingmenn, verða ekki dregnar aðrar niðurstöður en að staða ríkisstjórnarinnar sé óbreytt eftir að landsdómsmálið kom á dagskrá þingsins. Ræða forsætisráðherra hafi ekki haft sérstök áhrif á samstarf stjórnarflokkanna. Á hinn bóginn er enn óvissa um lyktir. Mál kunna vissulega að þróast þannig að ríkisstjórnin beri skaða af.bjorn@frettabladid.is Landsdómur Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Sjá meira
Hefur landsdómsmálið, og þá sér í lagi skoðun forsætisráðherra á því, áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið? „Þetta mál mun ekki fella stjórnina, jafn margbarin og hún er,“ sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, í samtali við Fréttablaðið seinni partinn í gær. Rykið sem ræða forsætisráðherra á mánudag þyrlaði upp var þá að mestu sest. „Þetta er ekki nálægt því að vera stjórnarslitsmál. Hér hefur gengið á ýmsu, til dæmis gekk ráðherra út vegna Icesave. Það hafði gríðarlegar afleiðingar fyrir land og þjóð og við erum minnt á það á hverjum degi,“ segir Björn Valur Gíslason, þingmaður VG. Nokkur titringur varð í pólitíkinni í kjölfar þess að Jóhanna Sigurðardóttir opinberaði það mat sitt að ekki séu efni til að saksækja fjóra fyrrum ráðherra fyrir landsdómi. Sumir þingmenn VG pirruðust. „Að sjálfsögðu pirruðumst við,“ segir Björn Valur Gíslason. „Það var góð samstaða um þingmannanefndina og menn áttu von á að leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna myndu fylkja sér að baki henni í stað þess að annar þeirra reyni nú að gera lítið úr starfi hennar.“ Annar úr VG segir orð Jóhönnu engu breyta um stjórnarsamstarfið og um viðbrögðin úr þingflokknum sagði hann: „Menn þurfa stundum að fá að hvessa sig.“ Hvað sem þeirri þörf líður virðist sem sumir hafi gefið sér hver afstaða Jóhönnu til málsins væri. Úr herbúðum Sjálfstæðisflokksins hefur raunar heyrst að Jóhanna hafi fjarstýrt fulltrúum Samfylkingarinnar í nefndinni. Sú kenning rímar illa við það sem nú liggur fyrir. Afstaða Jóhönnu er á skjön við afstöðu nefndarmannanna Magnúsar Orra Schram og Oddnýjar Harðardóttur. Veruleikinn er sá, að sögn Þórunnar, að Samfylkingin hefur ekki pólitíska línu í málinu. „Forysta flokksins gefur ekki línu um afgreiðsluna. Þess vegna erum við að tala við sérfræðinga, bjóða ráðherrunum fyrrverandi á fundi og halda mikla þingflokksfundi um efnið þar sem það er rætt fram og til baka,“ segir Þórunn. Þingflokkur VG gerði í gær samþykkt um málið. Trausti er lýst á nefndina og vinnubrögðin sögð vönduð. Þingið verði að axla ábyrgð á málinu og leiða það til lykta á málefnalegan og lýðræðislegan hátt, án óþarfa tafa og undanbragða. Þetta síðastnefnda er raunverulegt áhyggjuefni Vinstri grænna. „Mér sýnist þetta vera pex um lögfræðileg og tæknileg atriði miklu heldur en efnislegt,“ segir Björn Valur um umræður síðustu daga. „Alla vega af hálfu sjálfstæðismanna og það má líka greina á ræðum Samfylkingarinnar. Það bendir til þess að menn séu að reyna að koma sér frá málinu en það er ekki hægt. Við komumst ekki undan þessu.“ Af orðum Björns og Þórunnar, og samtölum við aðra þingmenn, verða ekki dregnar aðrar niðurstöður en að staða ríkisstjórnarinnar sé óbreytt eftir að landsdómsmálið kom á dagskrá þingsins. Ræða forsætisráðherra hafi ekki haft sérstök áhrif á samstarf stjórnarflokkanna. Á hinn bóginn er enn óvissa um lyktir. Mál kunna vissulega að þróast þannig að ríkisstjórnin beri skaða af.bjorn@frettabladid.is
Landsdómur Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Sjá meira