Þetta mál fellir ekki margbarða stjórnina 22. september 2010 04:00 Setið undir umræðunum. fréttablaðið/gva Hefur landsdómsmálið, og þá sér í lagi skoðun forsætisráðherra á því, áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið? „Þetta mál mun ekki fella stjórnina, jafn margbarin og hún er,“ sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, í samtali við Fréttablaðið seinni partinn í gær. Rykið sem ræða forsætisráðherra á mánudag þyrlaði upp var þá að mestu sest. „Þetta er ekki nálægt því að vera stjórnarslitsmál. Hér hefur gengið á ýmsu, til dæmis gekk ráðherra út vegna Icesave. Það hafði gríðarlegar afleiðingar fyrir land og þjóð og við erum minnt á það á hverjum degi,“ segir Björn Valur Gíslason, þingmaður VG. Nokkur titringur varð í pólitíkinni í kjölfar þess að Jóhanna Sigurðardóttir opinberaði það mat sitt að ekki séu efni til að saksækja fjóra fyrrum ráðherra fyrir landsdómi. Sumir þingmenn VG pirruðust. „Að sjálfsögðu pirruðumst við,“ segir Björn Valur Gíslason. „Það var góð samstaða um þingmannanefndina og menn áttu von á að leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna myndu fylkja sér að baki henni í stað þess að annar þeirra reyni nú að gera lítið úr starfi hennar.“ Annar úr VG segir orð Jóhönnu engu breyta um stjórnarsamstarfið og um viðbrögðin úr þingflokknum sagði hann: „Menn þurfa stundum að fá að hvessa sig.“ Hvað sem þeirri þörf líður virðist sem sumir hafi gefið sér hver afstaða Jóhönnu til málsins væri. Úr herbúðum Sjálfstæðisflokksins hefur raunar heyrst að Jóhanna hafi fjarstýrt fulltrúum Samfylkingarinnar í nefndinni. Sú kenning rímar illa við það sem nú liggur fyrir. Afstaða Jóhönnu er á skjön við afstöðu nefndarmannanna Magnúsar Orra Schram og Oddnýjar Harðardóttur. Veruleikinn er sá, að sögn Þórunnar, að Samfylkingin hefur ekki pólitíska línu í málinu. „Forysta flokksins gefur ekki línu um afgreiðsluna. Þess vegna erum við að tala við sérfræðinga, bjóða ráðherrunum fyrrverandi á fundi og halda mikla þingflokksfundi um efnið þar sem það er rætt fram og til baka,“ segir Þórunn. Þingflokkur VG gerði í gær samþykkt um málið. Trausti er lýst á nefndina og vinnubrögðin sögð vönduð. Þingið verði að axla ábyrgð á málinu og leiða það til lykta á málefnalegan og lýðræðislegan hátt, án óþarfa tafa og undanbragða. Þetta síðastnefnda er raunverulegt áhyggjuefni Vinstri grænna. „Mér sýnist þetta vera pex um lögfræðileg og tæknileg atriði miklu heldur en efnislegt,“ segir Björn Valur um umræður síðustu daga. „Alla vega af hálfu sjálfstæðismanna og það má líka greina á ræðum Samfylkingarinnar. Það bendir til þess að menn séu að reyna að koma sér frá málinu en það er ekki hægt. Við komumst ekki undan þessu.“ Af orðum Björns og Þórunnar, og samtölum við aðra þingmenn, verða ekki dregnar aðrar niðurstöður en að staða ríkisstjórnarinnar sé óbreytt eftir að landsdómsmálið kom á dagskrá þingsins. Ræða forsætisráðherra hafi ekki haft sérstök áhrif á samstarf stjórnarflokkanna. Á hinn bóginn er enn óvissa um lyktir. Mál kunna vissulega að þróast þannig að ríkisstjórnin beri skaða af.bjorn@frettabladid.is Landsdómur Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Hefur landsdómsmálið, og þá sér í lagi skoðun forsætisráðherra á því, áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið? „Þetta mál mun ekki fella stjórnina, jafn margbarin og hún er,“ sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, í samtali við Fréttablaðið seinni partinn í gær. Rykið sem ræða forsætisráðherra á mánudag þyrlaði upp var þá að mestu sest. „Þetta er ekki nálægt því að vera stjórnarslitsmál. Hér hefur gengið á ýmsu, til dæmis gekk ráðherra út vegna Icesave. Það hafði gríðarlegar afleiðingar fyrir land og þjóð og við erum minnt á það á hverjum degi,“ segir Björn Valur Gíslason, þingmaður VG. Nokkur titringur varð í pólitíkinni í kjölfar þess að Jóhanna Sigurðardóttir opinberaði það mat sitt að ekki séu efni til að saksækja fjóra fyrrum ráðherra fyrir landsdómi. Sumir þingmenn VG pirruðust. „Að sjálfsögðu pirruðumst við,“ segir Björn Valur Gíslason. „Það var góð samstaða um þingmannanefndina og menn áttu von á að leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna myndu fylkja sér að baki henni í stað þess að annar þeirra reyni nú að gera lítið úr starfi hennar.“ Annar úr VG segir orð Jóhönnu engu breyta um stjórnarsamstarfið og um viðbrögðin úr þingflokknum sagði hann: „Menn þurfa stundum að fá að hvessa sig.“ Hvað sem þeirri þörf líður virðist sem sumir hafi gefið sér hver afstaða Jóhönnu til málsins væri. Úr herbúðum Sjálfstæðisflokksins hefur raunar heyrst að Jóhanna hafi fjarstýrt fulltrúum Samfylkingarinnar í nefndinni. Sú kenning rímar illa við það sem nú liggur fyrir. Afstaða Jóhönnu er á skjön við afstöðu nefndarmannanna Magnúsar Orra Schram og Oddnýjar Harðardóttur. Veruleikinn er sá, að sögn Þórunnar, að Samfylkingin hefur ekki pólitíska línu í málinu. „Forysta flokksins gefur ekki línu um afgreiðsluna. Þess vegna erum við að tala við sérfræðinga, bjóða ráðherrunum fyrrverandi á fundi og halda mikla þingflokksfundi um efnið þar sem það er rætt fram og til baka,“ segir Þórunn. Þingflokkur VG gerði í gær samþykkt um málið. Trausti er lýst á nefndina og vinnubrögðin sögð vönduð. Þingið verði að axla ábyrgð á málinu og leiða það til lykta á málefnalegan og lýðræðislegan hátt, án óþarfa tafa og undanbragða. Þetta síðastnefnda er raunverulegt áhyggjuefni Vinstri grænna. „Mér sýnist þetta vera pex um lögfræðileg og tæknileg atriði miklu heldur en efnislegt,“ segir Björn Valur um umræður síðustu daga. „Alla vega af hálfu sjálfstæðismanna og það má líka greina á ræðum Samfylkingarinnar. Það bendir til þess að menn séu að reyna að koma sér frá málinu en það er ekki hægt. Við komumst ekki undan þessu.“ Af orðum Björns og Þórunnar, og samtölum við aðra þingmenn, verða ekki dregnar aðrar niðurstöður en að staða ríkisstjórnarinnar sé óbreytt eftir að landsdómsmálið kom á dagskrá þingsins. Ræða forsætisráðherra hafi ekki haft sérstök áhrif á samstarf stjórnarflokkanna. Á hinn bóginn er enn óvissa um lyktir. Mál kunna vissulega að þróast þannig að ríkisstjórnin beri skaða af.bjorn@frettabladid.is
Landsdómur Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira