Kaup á skuldabréfi aldrei færð til bókar 18. nóvember 2010 06:00 Glitnir bjargaði Saga Capital frá tapi vegna skuldarinnar með því að láta sjóð á sínum vegum kaupa skuldabréfið. Ekki er vitað hvers vegna sú ákvörðun var tekin, eða að hvers frumkvæði.Fréttablaðið/heiða Samnings um kaup gjaldeyrissjóðs Glitnis, GLB FX, á skuldabréfi af Saga Capital í ágúst 2008 er í engu getið í bókum eða fundargerðum sjóðsins frá þeim tíma. Reglum samkvæmt átti að færa alla gerninga sjóðsins í bækur hans í enda hvers dags, enda höfðu þeir alla jafna áhrif á afkomu sjóðsins, sem er uppreiknuð daglega. Í þessu tilviki var það ekki gert. Þetta kveikti grunsemdir hjá rannsakendum viðskiptanna um að samningurinn væri falsaður – hann hefði ekki verið gerður fyrr en eftir bankahrun – og var þeim grunsemdum komið áleiðis til embættis sérstaks saksóknara. Tölvupóstsamskipti á milli Saga Capital og Fjármálaeftirlitsins frá 10. september 2008, þar sem vikið er að samningnum, sýna hins vegar að hann var gerður fyrir bankahrun. Sérstakur saksóknari hefur því ekki tekið meint skjalafals til rannsóknar, ólíkt því sem sagði í frétt Fréttablaðsins í gær. Hann rannsakar hins vegar aðra þætti málsins. Saga Capital lánaði Stím hf. milljarð árið 2007 til kaupa á hlutabréfum í Glitni. Ári síðar, hinn 18. ágúst 2008, gerði Saga Capital samning við GLB FX um kaup á skuldabréfinu á fullu verði með vöxtum, samtals 1.167 milljónir. Samningurinn var framvirkur til 19. nóvember 2008, sem þýðir að kaupverðið var greitt þá. Engar skýringar hafa fengist á því hvers vegna ákveðið var að hafa samninginn framvirkan, en ganga ekki einfaldlega frá kaupunum strax. Þegar samningurinn var gerður var virði bréfanna í Glitni orðið lítið sem ekkert, samkvæmt bókum Stíms, og því hefði Stím aldrei getað greitt skuldina. Það veldur rannsakendum því heilabrotum hvers vegna Glitnir kaus í raun að borga skuld Stíms við Saga Capital án þess að fá nokkuð í staðinn. Þar fyrir utan mátti sjóðurinn ekki reglum samkvæmt fjárfesta í skuldabréfum. Forsvarsmenn Saga Capital hafa fullyrt að ábyrgðin á kaupunum hafi alfarið verið Glitnis. Meira að segja er tekið fram í samningnum um kaupin að Saga Capital viti ekki hvers virði skuldabréfið sé. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga, hefur verið yfirheyrður vegna málsins hjá sérstökum saksóknara og kynnt þar réttarstaða sakbornings. Hann hefur þó sagt að rannsóknin beinist í engu að honum né Saga. Samkvæmt gögnum sem Fréttablaðið hefur séð reyndi Saga Capital ítrekað að nálgast upplýsingar um starfsemi Stíms frá Glitni án árangurs. Þá hafi Saga reynt að skipta út stjórnarmanni bankans í Stími og fá félagið fært af heimilisfangi bankans, en án árangurs vegna þess að aldrei var boðað til aðalfundar í félaginu. stigur@frettabladid.is Stím málið Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Samnings um kaup gjaldeyrissjóðs Glitnis, GLB FX, á skuldabréfi af Saga Capital í ágúst 2008 er í engu getið í bókum eða fundargerðum sjóðsins frá þeim tíma. Reglum samkvæmt átti að færa alla gerninga sjóðsins í bækur hans í enda hvers dags, enda höfðu þeir alla jafna áhrif á afkomu sjóðsins, sem er uppreiknuð daglega. Í þessu tilviki var það ekki gert. Þetta kveikti grunsemdir hjá rannsakendum viðskiptanna um að samningurinn væri falsaður – hann hefði ekki verið gerður fyrr en eftir bankahrun – og var þeim grunsemdum komið áleiðis til embættis sérstaks saksóknara. Tölvupóstsamskipti á milli Saga Capital og Fjármálaeftirlitsins frá 10. september 2008, þar sem vikið er að samningnum, sýna hins vegar að hann var gerður fyrir bankahrun. Sérstakur saksóknari hefur því ekki tekið meint skjalafals til rannsóknar, ólíkt því sem sagði í frétt Fréttablaðsins í gær. Hann rannsakar hins vegar aðra þætti málsins. Saga Capital lánaði Stím hf. milljarð árið 2007 til kaupa á hlutabréfum í Glitni. Ári síðar, hinn 18. ágúst 2008, gerði Saga Capital samning við GLB FX um kaup á skuldabréfinu á fullu verði með vöxtum, samtals 1.167 milljónir. Samningurinn var framvirkur til 19. nóvember 2008, sem þýðir að kaupverðið var greitt þá. Engar skýringar hafa fengist á því hvers vegna ákveðið var að hafa samninginn framvirkan, en ganga ekki einfaldlega frá kaupunum strax. Þegar samningurinn var gerður var virði bréfanna í Glitni orðið lítið sem ekkert, samkvæmt bókum Stíms, og því hefði Stím aldrei getað greitt skuldina. Það veldur rannsakendum því heilabrotum hvers vegna Glitnir kaus í raun að borga skuld Stíms við Saga Capital án þess að fá nokkuð í staðinn. Þar fyrir utan mátti sjóðurinn ekki reglum samkvæmt fjárfesta í skuldabréfum. Forsvarsmenn Saga Capital hafa fullyrt að ábyrgðin á kaupunum hafi alfarið verið Glitnis. Meira að segja er tekið fram í samningnum um kaupin að Saga Capital viti ekki hvers virði skuldabréfið sé. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga, hefur verið yfirheyrður vegna málsins hjá sérstökum saksóknara og kynnt þar réttarstaða sakbornings. Hann hefur þó sagt að rannsóknin beinist í engu að honum né Saga. Samkvæmt gögnum sem Fréttablaðið hefur séð reyndi Saga Capital ítrekað að nálgast upplýsingar um starfsemi Stíms frá Glitni án árangurs. Þá hafi Saga reynt að skipta út stjórnarmanni bankans í Stími og fá félagið fært af heimilisfangi bankans, en án árangurs vegna þess að aldrei var boðað til aðalfundar í félaginu. stigur@frettabladid.is
Stím málið Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira