Sex landsdómsmenn hyggjast taka sæti 1. október 2010 04:45 Sex af þeim átta aðalmönnum sem Alþingi kaus árið 2005 til setu í landsdómi hafa staðfest við Fréttablaðið að þeir sjái ekkert því til fyrirstöðu að taka sæti í dóminum, verði hann kallaður saman. Einn dómenda má ekki taka sæti sökum aldurs. Til stendur að dómurinn rétti í máli Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. „Ég vonast til þess í lengstu lög að dómurinn verði ekki kallaður saman, en verði hann kallaður saman verður maður að taka ábyrgð," segir Sigrún Magnúsdóttir, ein áttmenninganna sem kosin var til setu í dóminum. Bæði verjendur og saksóknari í málum sem fara fyrir landsdóm geta krafist þess að dómendur víki sökum vanhæfis. Sigrún er eiginkona Páls Péturssonar, sem sat í ríkisstjórn með Geir. Hún segist ekki sjá að það geri sig vanhæfa. Dögg Pálsdóttir, fyrrverandi varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, var einnig kjörin í dóminn. Hún á ekki von á öðru en að hún muni taka sæti í dóminum. Spurð um vanhæfi bendir hún á að kjörið hafi verið í landsdóm eftir flokkspólitískum línum, og fleiri en hún hafi pólitísk tengsl. „Ég er mjög fegin að þurfa ekki að takast á við þetta," segir Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, ein þeirra sem kosin var til setu í dóminum. Í lögum um dóminn kemur fram að dómendur megi ekki sitja séu þeir yngri en 30 ára eða eldri en 70 ára. Jóna varð 70 ára nokkrum mánuðum eftir að Alþingi kaus hana til setu í dóminum. Samkvæmt lista yfir varamenn í dóminum á Lára V. Júlíusdóttir lögmaður að taka sæti Jónu. Lára er settur ríkissaksóknari í máli nímenninganna sem sakaðir eru um árás á Alþingi í Búsáhaldabyltingunni. Ekki náðist í Láru við vinnslu fréttarinnar í gærkvöldi. Ekki náðist í Hlöðver Kjartansson, einn þeirra sem kjörinn var í landsdóm.- bj Fréttir Landsdómur Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Sjá meira
Sex af þeim átta aðalmönnum sem Alþingi kaus árið 2005 til setu í landsdómi hafa staðfest við Fréttablaðið að þeir sjái ekkert því til fyrirstöðu að taka sæti í dóminum, verði hann kallaður saman. Einn dómenda má ekki taka sæti sökum aldurs. Til stendur að dómurinn rétti í máli Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. „Ég vonast til þess í lengstu lög að dómurinn verði ekki kallaður saman, en verði hann kallaður saman verður maður að taka ábyrgð," segir Sigrún Magnúsdóttir, ein áttmenninganna sem kosin var til setu í dóminum. Bæði verjendur og saksóknari í málum sem fara fyrir landsdóm geta krafist þess að dómendur víki sökum vanhæfis. Sigrún er eiginkona Páls Péturssonar, sem sat í ríkisstjórn með Geir. Hún segist ekki sjá að það geri sig vanhæfa. Dögg Pálsdóttir, fyrrverandi varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, var einnig kjörin í dóminn. Hún á ekki von á öðru en að hún muni taka sæti í dóminum. Spurð um vanhæfi bendir hún á að kjörið hafi verið í landsdóm eftir flokkspólitískum línum, og fleiri en hún hafi pólitísk tengsl. „Ég er mjög fegin að þurfa ekki að takast á við þetta," segir Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, ein þeirra sem kosin var til setu í dóminum. Í lögum um dóminn kemur fram að dómendur megi ekki sitja séu þeir yngri en 30 ára eða eldri en 70 ára. Jóna varð 70 ára nokkrum mánuðum eftir að Alþingi kaus hana til setu í dóminum. Samkvæmt lista yfir varamenn í dóminum á Lára V. Júlíusdóttir lögmaður að taka sæti Jónu. Lára er settur ríkissaksóknari í máli nímenninganna sem sakaðir eru um árás á Alþingi í Búsáhaldabyltingunni. Ekki náðist í Láru við vinnslu fréttarinnar í gærkvöldi. Ekki náðist í Hlöðver Kjartansson, einn þeirra sem kjörinn var í landsdóm.- bj
Fréttir Landsdómur Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Sjá meira