Flugvél frá Iceland Express fer til Glasgow klukkan sex í dag, en flugheimild hefur fengist þangað. Flugið nýtist einkum þeim, sem áttu bókað til London Gatwick eða London Stansted, samkvæmt fréttatilkynningu frá Iceland Express.
Þá er vélin, sem fór til Alicante síðdegis í gær, væntanleg um klukkan hálfsjö til Keflavíkur. Fyrr í dag hefur félagið aflýst fjórum ferðum, tveimur til London, einni til Kaupmannahafnar og þeirri fjórðu til Berlínar.
