Fyrrum æðsti prestur hjá Juventus, Luciano Moggi, er ekki hrifinn af því hvernig þjálfari AC Milan, Massimiliano Allegri, fer með Brasilíumanninn Ronaldinho.
Moggi segir skort á virðingu í samskiptum þjálfarans við leikmanninn og hann segir Allegri koma fram við Ronaldinho eins og barn.
Brassinn hefur misst sæti sitt í liðinu og hefur fengið þau skilaboð að hann þurfi að djamma minna og æfa meira.
"Ég skil ekki af hverju Ronaldinho spilaði aðeins þrjár mínútur í síðasta leik. Allegri getur ekki komið svona fram við hann. Ronaldinho er sigurvegari en ekki barn," sagði Moggi.