Sveinar í djúpum dali Gerður Kristný skrifar 15. febrúar 2010 06:00 Félag fjölmiðlakvenna er uggandi vegna uppsagna kvenna á íslenskum fjölmiðlum. Laugardaginn 6. febrúar birti Morgunblaðið ályktun þar sem félagið skorar á stjórnvöld að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að rétta þar hlut kvenna. Sama dag gat að líta viðtal Önnu Margrétar Björnsson við Þóru Tómasdóttur í Fréttablaðinu en Þóru var nýlega sagt upp hjá Ríkissjónvarpinu. Þar segir Þóra: „Viðmælendur í umræðuþáttum sjónvarpsins eru um að bil 75 prósent karlmenn. Það er fullkomlega óásættanlegt." Eftir að hafa rennt í gegnum laugardagsmoggann og -fréttablaðið var komið að því að lesa sunnudagsmoggann, barnið hans Péturs Blöndal. Og þar blöstu við undur og stórmerki. Öll aðalviðtölin þennan dag voru við karla: Baltasar Kormák, Hjálmar Sveinsson, Ragnar Bragason, Atla Örvarsson, Pál Reynisson og Jón Pál Bjarnason. Ummælin úr fésbók vikunnar eru öll tekin frá körlum - sex talsins - og síðan er meðal annars fjallað um knattspyrnuleikmann, strák á Vesturbakkanum, málið hans Dreyfusar, þrjá Hollywood-leikara, páfann sjálfan og svo lýsir lögfræðingurinn Sveinn Andri Sveinsson degi í lífi sínu. Sami Sveinninn er jafnframt viðmælandi í grein í blaðinu, ásamt öðrum karli og tveimur konum. Konurnar sem þó eru í sunnudagsmogganum þennan dag eru til dæmis handritshöfundur og prjónatextílhönnuður og svo bregður einni fyrir á mynd við frétt um búrkunotkun. Þó er tæpast hægt að segja að mikið sjáist í þá konu - ákaflega táknrænt auðvitað. Í umfjöllun um Kammerkór Norðurlands eru birtar myndir þar sem konur sjást en aðeins er rætt við þrjá karla úr kórnum. Í matarumfjölluninni er talað við karl og svo er annar valinn til að segja frá götunni sinni. Í ummælum vikunnar er bara vitnað í eina konu en fjóra karla. Þrír pistlar í blaðinu eru eftir konur auk greinar Agnesar Bragadóttur. Varla þarf að taka fram hvort kynið skrifar Reykjavíkurbréf eða ritstjórnarpistilinn. Allt er efni blaðsins ákaflega vel unnið og viðtölin vel skrifuð af fremstu blaðamönnum þjóðarinnar - af báðum kynjum. Ójafnvægi milli kynjanna í efnistökum er hins vegar ekki bara smekksatriði. Það stríðir gegn þeirri grundvallarstaðreynd að konur eru helmingur íbúa landsins. Félag fjölmiðlakvenna ætti að geyma þennan sunnudagsmogga og næst þegar einhver spyr „og hvað með það?" við því að konum sé sagt upp er gott að grípa þetta eintak og blaka því upp við andlit spyrjanda. Mun þá vonandi gusta svo vel um huga hans að smám saman renni upp fyrir honum ljós. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson Skoðun
Félag fjölmiðlakvenna er uggandi vegna uppsagna kvenna á íslenskum fjölmiðlum. Laugardaginn 6. febrúar birti Morgunblaðið ályktun þar sem félagið skorar á stjórnvöld að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að rétta þar hlut kvenna. Sama dag gat að líta viðtal Önnu Margrétar Björnsson við Þóru Tómasdóttur í Fréttablaðinu en Þóru var nýlega sagt upp hjá Ríkissjónvarpinu. Þar segir Þóra: „Viðmælendur í umræðuþáttum sjónvarpsins eru um að bil 75 prósent karlmenn. Það er fullkomlega óásættanlegt." Eftir að hafa rennt í gegnum laugardagsmoggann og -fréttablaðið var komið að því að lesa sunnudagsmoggann, barnið hans Péturs Blöndal. Og þar blöstu við undur og stórmerki. Öll aðalviðtölin þennan dag voru við karla: Baltasar Kormák, Hjálmar Sveinsson, Ragnar Bragason, Atla Örvarsson, Pál Reynisson og Jón Pál Bjarnason. Ummælin úr fésbók vikunnar eru öll tekin frá körlum - sex talsins - og síðan er meðal annars fjallað um knattspyrnuleikmann, strák á Vesturbakkanum, málið hans Dreyfusar, þrjá Hollywood-leikara, páfann sjálfan og svo lýsir lögfræðingurinn Sveinn Andri Sveinsson degi í lífi sínu. Sami Sveinninn er jafnframt viðmælandi í grein í blaðinu, ásamt öðrum karli og tveimur konum. Konurnar sem þó eru í sunnudagsmogganum þennan dag eru til dæmis handritshöfundur og prjónatextílhönnuður og svo bregður einni fyrir á mynd við frétt um búrkunotkun. Þó er tæpast hægt að segja að mikið sjáist í þá konu - ákaflega táknrænt auðvitað. Í umfjöllun um Kammerkór Norðurlands eru birtar myndir þar sem konur sjást en aðeins er rætt við þrjá karla úr kórnum. Í matarumfjölluninni er talað við karl og svo er annar valinn til að segja frá götunni sinni. Í ummælum vikunnar er bara vitnað í eina konu en fjóra karla. Þrír pistlar í blaðinu eru eftir konur auk greinar Agnesar Bragadóttur. Varla þarf að taka fram hvort kynið skrifar Reykjavíkurbréf eða ritstjórnarpistilinn. Allt er efni blaðsins ákaflega vel unnið og viðtölin vel skrifuð af fremstu blaðamönnum þjóðarinnar - af báðum kynjum. Ójafnvægi milli kynjanna í efnistökum er hins vegar ekki bara smekksatriði. Það stríðir gegn þeirri grundvallarstaðreynd að konur eru helmingur íbúa landsins. Félag fjölmiðlakvenna ætti að geyma þennan sunnudagsmogga og næst þegar einhver spyr „og hvað með það?" við því að konum sé sagt upp er gott að grípa þetta eintak og blaka því upp við andlit spyrjanda. Mun þá vonandi gusta svo vel um huga hans að smám saman renni upp fyrir honum ljós.
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun