Gerður Kristný Til hamingju, Ísland! Við höfum eignast Barnabókasetur– rannsóknasetur um barnabókmenntir og lestur barna. Vafalítið á margt gott eftir að koma út úr því sem þar spáð verður og spekúlerað. Það er líka vel hægt að gera barnabókum hærra undir höfði í samfélaginu en þegar er gert. Mikið væri til dæmis gaman ef gerður yrði um þær íslenskur Bakþankar 5.2.2012 22:35 Heitstrenging Jay-Z Í síðustu viku bárust þau tíðindi um heimsbyggðina að bandaríski rapparinn Jay-Z hefði svarið þess dýran eið að hætta að kalla konur "tíkur“. Ástæðan fyrir þessari róttæku viðhorfsbreytingu var sú að honum og eiginkonu hans, söngkonunni Beyoncé, varð dóttur auðið. Ábyrgðarkenndin sem hvolfdist yfir kappann þegar snótin, sem gefið var nafnið Blue Ivy Carter, kom í heiminn hafði víst þessar gleðilegu afleiðingar. Samkvæmt frétt Vísisvefsins af heitstrengingu Jay-Z settist hann niður og orti ljóð í tilefni fæðingarinnar þar sem hann heitir því að bregða ekki orðinu "tík“ fyrir sig aftur. Bakþankar 22.1.2012 22:15 Kaupmátturinn kemur í kvöld Í upphafi árs fálmum við innst inn í hugarfylgsnin og athugum hvað leynist í myrkum skotunum. Við gröfumst fyrir um líðan okkar og lofum sjálfum okkur að bæta bæði hag og heilsu, hvort sem það er gert með hugrækt, líkamsrækt eða vetraráformum um sumarferðalag. Sumir einsetja sér líka að taka fjárhaginn fastari tökum en áður og bregða sér á námskeið í heimilisbókhaldi. Nú er það nefnilega sjálfur Kaupmátturinn sem segir helst til um ástand íslensku þjóðarinnar. Rétt fyrir jól byrja fjölmiðlar að flytja fréttir af ferðum Kaupmáttarins mikla og auðvitað kom hann arkandi ofan úr fjöllunum með poka fullan af glingri. Og vei þeim sem ekki fengu nýja spjör. Þeir þurfa ekki að kemba hærur sínar. Bakþankar 8.1.2012 21:50 Bíóbörn Getið þið gert ykkur í hugarlund hvað það væri sérkennilegt að sjá börn grípa fyrir eyrun í hvert skipti sem þau stigu fæti inn í bókasafn vegna þess að þar væri leikin svo hávær tónlist? Foreldrarnir yrðu að hvísla róandi að barninu að herða nú upp hugann, barnabókadeildin væri rétt handan við hornið og þangað næðu lætin ekki. Allt yrði í lagi. Þessi sérkennilegi veruleiki blasir við þegar farið er með börn í bíó hér á landi og jafnvel þótt í boði séu kvikmyndir sérstaklega ætlaðar þeim. Bakþankar 18.12.2011 22:43 Ævintýri að austan Einu sinni gegndi ég stöðu ritstjóra tímarits og átti þá til að leggja leið mína á Litla-Hraun að taka viðtöl við fanga. Margir þeirra eru mjög eftirminnilegir og höfðu áhugaverða sögu að segja. Sumir höfðu reynt fleira en þeir kærðu sig um að muna en það felst líka saga í þögninni. Dag nokkurn hringdi í mig maður og falaðist eftir viðtali. Hann var grunaður um að hafa orðið mannsbani og nýkominn úr einangrun. Hann setti mig á gestalistann sinn og bauð mig velkomna austur. Bakþankar 4.12.2011 21:29 Komið til að vera, knúzið Alnetið þarf knúz miklu oftar. Annars breytist það í vígvöll,“ skrifaði Gunnar Hrafn Hrafnbjargarson eitt sinn á bloggsíðuna sína. Hann var málfræðingur og femínisti, búsettur í Svíþjóð. Hann hikaði ekki við að láta í sér heyra þegar hann hnaut um kynjamisrétti og sendi þá fyrirtækjum og einstaklingum sem urðu uppvís að slíku skorinorð bréf og krafðist svara. Eljan var einstök og vakti oft aðdáun netvina hans, þar á meðal mín. Gunnar Hrafn lést við köfun í sumar aðeins 35 ára gamall. Hann reyndist hafa of stórt hjarta. Bakþankar 20.11.2011 23:19 Ööögúlp!! Um daginn hitti ég skemmtilega konu sem sagði mér að hún hefði eitt sinn tekið sig til og eldað ýmsa rétti sem hún hafði séð bregða fyrir í bókum. Hún hafði svo oft velt fyrir sér bragðinu af öllum bökunum, kássunum og búðingunum sem sögupersónurnar röðuðu í sig. Svona geta bækur vakið oft forvitni lesenda um líf annarra. Ég hef líka oft leitt hugann að því hvernig labbkássan smakkast í einu teiknimyndasögunni sem ég eignaðist sem krakki, Ástríki og útlendingahersveitinni. Það þurfti reyndar bæði botnlangakast og garnaflækju til að ég fengi hana. Bakþankar 6.11.2011 22:35 Kennileiti hagsýna fólksins Reglulega berst sá kvittur um landið að sænska verslanakeðjan Hennes og Mauritz hyggist opna útibú á Íslandi. Þráin eftir þessari verslun er býsna sterk því enn hefur ekki reynst flugufótur fyrir sögunni. Íslendingar eiga sér þó þann draum að geta keypt sér ódýr og sæmilega smekkleg föt þótt ekki væri nema á börnin sín, en barnafatadeild Hennes og Mauritz hefur reynst þjóðinni sérstaklega vel. Þegar dró úr utanlandsferðum Íslendinga eftir hrun voru nokkrir landar okkar erlendis snöggir að sjá sér leik á borði og tóku að bjóða upp á innkaup í Hennes og Mauritz gegn greiðslu. Bakþankar 23.10.2011 22:49 Björk á bók Norskur rithöfundur, Mette Karlsvik, gefur brátt út skáldsögu um tónlistarkonuna Björk Guðmundsdóttur og fjölskyldu hennar. Þetta kom fram á mbl.is og Fréttablaðinu í síðustu viku og sagt að bókin eigi að heita „Bli Björk“. Blaðamaður norska Dagbladet flutti söngkonunni þessi tíðindi og hafði eftir henni að þau kæmu henni mjög á óvart. Nokkur tengsl hefur hin norska Mette við Ísland því fyrr á þessu ári kom út bók hennar „Post oske. Dagar og netter i Reykjavik“. Þar fjallar hún um það hvernig landið kemur henni fyrir sjónir eftir hrun og samkvæmt dómi sem ég fann um bókina á netinu spjallaði hún við nafntogaða íslenska karla um orsök þess og afleiðingar. Bakþankar 9.10.2011 22:12 Bókmenntasorgin Í síðustu viku fengu foreldrar og forráðamenn nemenda í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu tölvupóst frá kennurum þar sem þeir falast eftir bókum barnanna þeirra. Bakþankar 26.9.2011 09:03 Angrið sem fylgir farangri Í síðustu viku hélt ég til London og hafði með mér níðþunga ferðatösku. Hún hafði að geyma 30 eintök af örþunnri ljóðabók sem tóku furðumikið í. Ég ferðaðist með fargið í lest norður til Wales þar sem mér bauðst ákaflega spartanskt herbergi í ritlistarskóla. Á skólabókasafninu fékk ég lánaðar tvær bækur; A Room with a View eftir E.M. Forster og The Bloody Chamber eftir Angelu Carter. Þá síðarnefndu las ég en bók E.M. Forsters notaði ég til að drepa köngulærnar sem komið höfðu sér fyrir uppi í loftinu í herberginu mínu. Bakþankar 11.9.2011 22:20 Borg fyrirferðar Það er orðið algengt að fjölmiðlar geri stöðumælasektir að sérstöku umfjöllunarefni að loknum íþróttakappleikjum, útitónleikum og öðrum uppákomum hér á landi. Bakþankar 28.8.2011 20:06 Skip sem aldrei landi ná Einu sinni bjó ég í sama stigagangi og fíkniefnaneytandi. Þrátt fyrir ónæði af hans hálfu á öllum tímum sólarhrings var engin leið að koma honum í burtu því foreldrar hans áttu íbúðina. Virtust þeir hafa keypt hana til að hola manninum einhvers staðar niður en hann var kominn á fimmtugsaldur. Pattstaða fyrir þau en sömuleiðis hjá fjölskyldu minni því ekki gátum við búið við ónæðið og því síður selt íbúðina með svona nágranna. Eftir því sem maðurinn sökk dýpra í dópneysluna fór gestakomum til hans fækkandi. Bakþankar 14.8.2011 22:39 Ole og hinir grislingarnir Þegar ég spyr fólk hvað það lesi fyrir börnin sín dúkkar nafn sama höfundarins sífellt upp, Danans Ole Lund Kirkegaard. Svo virðist sem úti um allt land skemmti fólk sér yfir bókum eins og Fúsa froskagleypi og Fróða og öllum hinum grislingunum. Þótt við þekkjum þessa náunga orðið ágætlega vitum við minna um Kirkegaard sjálfan. Þess vegna fannst mér gaman að finna nýlega bók um hann á dögunum í Bókasafni Norræna hússins. Hún heitir Ole Lund Kirkegaard – Et forfatterskap og er eftir Torben Weinreich. Bakþankar 1.8.2011 22:47 Berndskir leikhústöfrar Ekki man ég eftir því að söfn hafi verið jafnskemmtileg þegar ég var krakki og þau eru nú. Það mátti ekkert snerta og síst af öllu leika sér með neitt. Þótt vissulega sé enn ætlast til þess að safngestir virði sýningarmuni má til dæmis bregða sér í búninga og handleika sverð á Minjasafninu á Akureyri og á Smámunasafninu í Eyjafirði er sérstakt dótahorn fyrir krakka sem sýna uppröðun blýantsstubba takmarkaðan áhuga. Eitt nýjasta safnið hér á landi eru Brúðuheimar í Borgarnesi sem þýski brúðugerðarmeistarinn Bernd Ogrodnik stendur á bak við og þar er eins gott að hafa tímann fyrir sér, enda nóg að sjá. Bakþankar 17.7.2011 22:31 Álfasumarið mikla Þegar ég var blaðamaður á Tímanum var ég eitt sinn send í Hafnarfjörðinn þar sem því var fagnað að komið væri út kort yfir álfana í bænum. Hver einasti fjölmiðill sunnan heiða virtist hafa sent fulltrúa sinn og því var þarna samankomin nokkur hersing. Við vorum leidd inn í rútu og svo var farið í ökuferð um Hafnarfjörð. Fremst stóð sjáandinn, sem fenginn hafði verið til að útbúa kortið, með hljóðnema í hönd og sagði setningar á borð við: „Hér til hægri er álfafjölskylda sem veifar okkur“ og „Lítið síðan til vinstri. Í þessu hrauni býr gamall álfur einn síns liðs“. Bakþankar 3.7.2011 22:38 Ísland í öfganna rás Það sem okkur tókst að barma okkur yfir þessu kalda vori. Þrátt fyrir velbyggðu húsin og upphituðu bílana leið okkur eins og við værum tötrumklæddir niðursetningar sem sendir hefðu verið upp á heiði í leitir frostaveturinn mikla og ættum von á kalsárum frá tám og upp undir handarkrika. Okkur tók sárar að sjá hitastigið falla en gengi íslensku krónunnar, enda ef til vill orðin því vön. "Það var búið að lofa / hnattrænni hlýnun,“ segir í Júníhreti, ljóði Gyrðis Elíassonar úr Nokkrum almennum orðum um kulnun sólar. Margir hafa eflaust hugsað svipað. Bakþankar 19.6.2011 22:47 Upp námu menn Íslendingar eru uppnámsfús þjóð. Okkur finnst við varla lifa til fulls nema hjartslátturinn dynji í líkingu við það þegar gripharður gæðingur skeiðar í ásamóði. Við fögnum hverju tækifæri til að geta fundið taugarnar titra og hér er fátt eitt af því sem í boði hefur verið undanfarin ár: Olíusamráð, Icesave, heiðurslaun Alþingis, tvöföldun Reykjanesbrautar, barnýgir kettir, glerhjúpurinn utan á Hörpu, greiðslukortasamráð, Finnur Ingólfsson, meintur dauði norðlensks hunds, fuglaflensa, kennaraskortur, gosframleiðandasamráð, staðgöngumæðrun… Bakþankar 5.6.2011 21:32 Réttlæti siðaðra þjóða Undanfarnar vikur hefur athygli heimsbyggðarinnar beinst að Úganda, litlu ríki í Austur-Afríku sem miðað við smæð hefur verið furðu oft í fréttum frá því ég komst til vits á ára. Bakþankar 22.5.2011 13:59 Ljóðadiskó Bakþankar 8.5.2011 22:47 Bókarsóttin Fyrir rúmu ári stofnaði ég leshring ásamt fjórum öðrum konum og mikið sem það er dýrleg skemmtun að sitja þá fundi. Í hverjum mánuði hittumst við og ræðum nokkrar bækur og þar sem þetta er ekki skoðanalaust fólk geta umræðurnar orðið býsna líflegar. Hafi einhver síðan lesið nýlega aðrar áhugaverðar bækur má alveg bresta í einræðu um þær. Það rann snemma upp fyrir okkur að best er að bækurnar séu sem skemmtilegastar því annars leiðist talið bara að einhverju allt öðru. Á síðasta fundi hóf tæknin innreið sína í leshringinn því þá fengum við að handfjatla kyndil, mikið sírat, sem gestgjafinn hafði eignast. Bakþankar 10.4.2011 21:52 Já-hanna! Á laugardaginn las ég í Fréttablaðinu að mun færri karlmenn hér á landi tækju sér nú feðraorlof eftir efnahagshrunið en áður. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem heitir Konur í kreppu? og er samantekt á opinberum tölulegum gögnum á áhrifum efnahagshrunsins á velferð kvenna. Kannski er þetta rangnefni á skýr Bakþankar 28.3.2011 09:01 ÖSKURDAGUR Bakþankar 13.3.2011 21:28 Öskurdagur Öskudagur var ekki mikill hátíðisdagur í Reykjavík þegar ég var krakki. Þó var gefið frí í skólum og þegar við vinkonurnar fórum að stálpast runnu möguleikar frjálsræðisins upp fyrir okkur. Við fórum í skrítin föt og skreyttum okkur aðeins í Bakþankar 11.3.2011 12:42 Hjarta skólans Í miðjum skólanum mínum, Álftamýrarskóla, var bókasafn. Einn vetur þegar ég var líklega 10 ára gömul kom ég mér upp þeim sið að drífa mig heim eftir að skóla lauk, borða hádegismat, læra og skunda síðan á skólabókasafnið. Næsta almenningsbókasafn var Bústaðasafnið og það var allt of langt í burtu til að ég kæmist þangað ein míns liðs. Á skólabókasafnið var aftur á móti örstutt að fara og þar kom ég mér þægilega fyrir með bók. Þarna Bakþankar 27.2.2011 22:24 Niðurskurður verðandi skuld Fyrir um áratug tók ég blaðaviðtal austur á Litla-Hrauni við mann sem sat inni fyrir morð. Þetta var vel menntaður fjölskyldufaðir sem hafði leiðst út í neyslu eiturlyfja og framið ódæðið undir áhrifum þeirra. Bakþankar 13.2.2011 22:21 Amman afþakkar ruglustólinn Síðastliðinn föstudag þegar við, hinir hundtryggu lesendur Morgunblaðsins, fengum blaðið í hendurnar og flettum upp á síðu 34 gat þar að líta Orð dagsins sem að þessu Bakþankar 30.1.2011 23:00 Söknuður Undanfarnar vikur hefur mér fundist svo áhugavert að reifa dulitla sögu fyrir hverjum þeim sem vilja leggja við hlustir að mig var farið að renna í grun að Bakþankar 16.1.2011 18:20 Bregðum blysum á loft Þær voru margar gæsahúðastundirnar á síðasta ári. Ferðast var um framandi slóðir, lítið barn bættist við fjölskylduna og góðir vinir samfögnuðu á stórafmæli. Þegar allt þetta leggst saman sannfæris Bakþankar 2.1.2011 21:52 Jólaminning Það var annar í jólum og úrhelli í höfuðborginni. Ég man það mjög vel því ég átti lítið barn og þurfti að vagga því í svefn úti undir vegg í dembunni. Bakþankar 17.12.2010 16:51 « ‹ 1 2 3 4 … 4 ›
Til hamingju, Ísland! Við höfum eignast Barnabókasetur– rannsóknasetur um barnabókmenntir og lestur barna. Vafalítið á margt gott eftir að koma út úr því sem þar spáð verður og spekúlerað. Það er líka vel hægt að gera barnabókum hærra undir höfði í samfélaginu en þegar er gert. Mikið væri til dæmis gaman ef gerður yrði um þær íslenskur Bakþankar 5.2.2012 22:35
Heitstrenging Jay-Z Í síðustu viku bárust þau tíðindi um heimsbyggðina að bandaríski rapparinn Jay-Z hefði svarið þess dýran eið að hætta að kalla konur "tíkur“. Ástæðan fyrir þessari róttæku viðhorfsbreytingu var sú að honum og eiginkonu hans, söngkonunni Beyoncé, varð dóttur auðið. Ábyrgðarkenndin sem hvolfdist yfir kappann þegar snótin, sem gefið var nafnið Blue Ivy Carter, kom í heiminn hafði víst þessar gleðilegu afleiðingar. Samkvæmt frétt Vísisvefsins af heitstrengingu Jay-Z settist hann niður og orti ljóð í tilefni fæðingarinnar þar sem hann heitir því að bregða ekki orðinu "tík“ fyrir sig aftur. Bakþankar 22.1.2012 22:15
Kaupmátturinn kemur í kvöld Í upphafi árs fálmum við innst inn í hugarfylgsnin og athugum hvað leynist í myrkum skotunum. Við gröfumst fyrir um líðan okkar og lofum sjálfum okkur að bæta bæði hag og heilsu, hvort sem það er gert með hugrækt, líkamsrækt eða vetraráformum um sumarferðalag. Sumir einsetja sér líka að taka fjárhaginn fastari tökum en áður og bregða sér á námskeið í heimilisbókhaldi. Nú er það nefnilega sjálfur Kaupmátturinn sem segir helst til um ástand íslensku þjóðarinnar. Rétt fyrir jól byrja fjölmiðlar að flytja fréttir af ferðum Kaupmáttarins mikla og auðvitað kom hann arkandi ofan úr fjöllunum með poka fullan af glingri. Og vei þeim sem ekki fengu nýja spjör. Þeir þurfa ekki að kemba hærur sínar. Bakþankar 8.1.2012 21:50
Bíóbörn Getið þið gert ykkur í hugarlund hvað það væri sérkennilegt að sjá börn grípa fyrir eyrun í hvert skipti sem þau stigu fæti inn í bókasafn vegna þess að þar væri leikin svo hávær tónlist? Foreldrarnir yrðu að hvísla róandi að barninu að herða nú upp hugann, barnabókadeildin væri rétt handan við hornið og þangað næðu lætin ekki. Allt yrði í lagi. Þessi sérkennilegi veruleiki blasir við þegar farið er með börn í bíó hér á landi og jafnvel þótt í boði séu kvikmyndir sérstaklega ætlaðar þeim. Bakþankar 18.12.2011 22:43
Ævintýri að austan Einu sinni gegndi ég stöðu ritstjóra tímarits og átti þá til að leggja leið mína á Litla-Hraun að taka viðtöl við fanga. Margir þeirra eru mjög eftirminnilegir og höfðu áhugaverða sögu að segja. Sumir höfðu reynt fleira en þeir kærðu sig um að muna en það felst líka saga í þögninni. Dag nokkurn hringdi í mig maður og falaðist eftir viðtali. Hann var grunaður um að hafa orðið mannsbani og nýkominn úr einangrun. Hann setti mig á gestalistann sinn og bauð mig velkomna austur. Bakþankar 4.12.2011 21:29
Komið til að vera, knúzið Alnetið þarf knúz miklu oftar. Annars breytist það í vígvöll,“ skrifaði Gunnar Hrafn Hrafnbjargarson eitt sinn á bloggsíðuna sína. Hann var málfræðingur og femínisti, búsettur í Svíþjóð. Hann hikaði ekki við að láta í sér heyra þegar hann hnaut um kynjamisrétti og sendi þá fyrirtækjum og einstaklingum sem urðu uppvís að slíku skorinorð bréf og krafðist svara. Eljan var einstök og vakti oft aðdáun netvina hans, þar á meðal mín. Gunnar Hrafn lést við köfun í sumar aðeins 35 ára gamall. Hann reyndist hafa of stórt hjarta. Bakþankar 20.11.2011 23:19
Ööögúlp!! Um daginn hitti ég skemmtilega konu sem sagði mér að hún hefði eitt sinn tekið sig til og eldað ýmsa rétti sem hún hafði séð bregða fyrir í bókum. Hún hafði svo oft velt fyrir sér bragðinu af öllum bökunum, kássunum og búðingunum sem sögupersónurnar röðuðu í sig. Svona geta bækur vakið oft forvitni lesenda um líf annarra. Ég hef líka oft leitt hugann að því hvernig labbkássan smakkast í einu teiknimyndasögunni sem ég eignaðist sem krakki, Ástríki og útlendingahersveitinni. Það þurfti reyndar bæði botnlangakast og garnaflækju til að ég fengi hana. Bakþankar 6.11.2011 22:35
Kennileiti hagsýna fólksins Reglulega berst sá kvittur um landið að sænska verslanakeðjan Hennes og Mauritz hyggist opna útibú á Íslandi. Þráin eftir þessari verslun er býsna sterk því enn hefur ekki reynst flugufótur fyrir sögunni. Íslendingar eiga sér þó þann draum að geta keypt sér ódýr og sæmilega smekkleg föt þótt ekki væri nema á börnin sín, en barnafatadeild Hennes og Mauritz hefur reynst þjóðinni sérstaklega vel. Þegar dró úr utanlandsferðum Íslendinga eftir hrun voru nokkrir landar okkar erlendis snöggir að sjá sér leik á borði og tóku að bjóða upp á innkaup í Hennes og Mauritz gegn greiðslu. Bakþankar 23.10.2011 22:49
Björk á bók Norskur rithöfundur, Mette Karlsvik, gefur brátt út skáldsögu um tónlistarkonuna Björk Guðmundsdóttur og fjölskyldu hennar. Þetta kom fram á mbl.is og Fréttablaðinu í síðustu viku og sagt að bókin eigi að heita „Bli Björk“. Blaðamaður norska Dagbladet flutti söngkonunni þessi tíðindi og hafði eftir henni að þau kæmu henni mjög á óvart. Nokkur tengsl hefur hin norska Mette við Ísland því fyrr á þessu ári kom út bók hennar „Post oske. Dagar og netter i Reykjavik“. Þar fjallar hún um það hvernig landið kemur henni fyrir sjónir eftir hrun og samkvæmt dómi sem ég fann um bókina á netinu spjallaði hún við nafntogaða íslenska karla um orsök þess og afleiðingar. Bakþankar 9.10.2011 22:12
Bókmenntasorgin Í síðustu viku fengu foreldrar og forráðamenn nemenda í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu tölvupóst frá kennurum þar sem þeir falast eftir bókum barnanna þeirra. Bakþankar 26.9.2011 09:03
Angrið sem fylgir farangri Í síðustu viku hélt ég til London og hafði með mér níðþunga ferðatösku. Hún hafði að geyma 30 eintök af örþunnri ljóðabók sem tóku furðumikið í. Ég ferðaðist með fargið í lest norður til Wales þar sem mér bauðst ákaflega spartanskt herbergi í ritlistarskóla. Á skólabókasafninu fékk ég lánaðar tvær bækur; A Room with a View eftir E.M. Forster og The Bloody Chamber eftir Angelu Carter. Þá síðarnefndu las ég en bók E.M. Forsters notaði ég til að drepa köngulærnar sem komið höfðu sér fyrir uppi í loftinu í herberginu mínu. Bakþankar 11.9.2011 22:20
Borg fyrirferðar Það er orðið algengt að fjölmiðlar geri stöðumælasektir að sérstöku umfjöllunarefni að loknum íþróttakappleikjum, útitónleikum og öðrum uppákomum hér á landi. Bakþankar 28.8.2011 20:06
Skip sem aldrei landi ná Einu sinni bjó ég í sama stigagangi og fíkniefnaneytandi. Þrátt fyrir ónæði af hans hálfu á öllum tímum sólarhrings var engin leið að koma honum í burtu því foreldrar hans áttu íbúðina. Virtust þeir hafa keypt hana til að hola manninum einhvers staðar niður en hann var kominn á fimmtugsaldur. Pattstaða fyrir þau en sömuleiðis hjá fjölskyldu minni því ekki gátum við búið við ónæðið og því síður selt íbúðina með svona nágranna. Eftir því sem maðurinn sökk dýpra í dópneysluna fór gestakomum til hans fækkandi. Bakþankar 14.8.2011 22:39
Ole og hinir grislingarnir Þegar ég spyr fólk hvað það lesi fyrir börnin sín dúkkar nafn sama höfundarins sífellt upp, Danans Ole Lund Kirkegaard. Svo virðist sem úti um allt land skemmti fólk sér yfir bókum eins og Fúsa froskagleypi og Fróða og öllum hinum grislingunum. Þótt við þekkjum þessa náunga orðið ágætlega vitum við minna um Kirkegaard sjálfan. Þess vegna fannst mér gaman að finna nýlega bók um hann á dögunum í Bókasafni Norræna hússins. Hún heitir Ole Lund Kirkegaard – Et forfatterskap og er eftir Torben Weinreich. Bakþankar 1.8.2011 22:47
Berndskir leikhústöfrar Ekki man ég eftir því að söfn hafi verið jafnskemmtileg þegar ég var krakki og þau eru nú. Það mátti ekkert snerta og síst af öllu leika sér með neitt. Þótt vissulega sé enn ætlast til þess að safngestir virði sýningarmuni má til dæmis bregða sér í búninga og handleika sverð á Minjasafninu á Akureyri og á Smámunasafninu í Eyjafirði er sérstakt dótahorn fyrir krakka sem sýna uppröðun blýantsstubba takmarkaðan áhuga. Eitt nýjasta safnið hér á landi eru Brúðuheimar í Borgarnesi sem þýski brúðugerðarmeistarinn Bernd Ogrodnik stendur á bak við og þar er eins gott að hafa tímann fyrir sér, enda nóg að sjá. Bakþankar 17.7.2011 22:31
Álfasumarið mikla Þegar ég var blaðamaður á Tímanum var ég eitt sinn send í Hafnarfjörðinn þar sem því var fagnað að komið væri út kort yfir álfana í bænum. Hver einasti fjölmiðill sunnan heiða virtist hafa sent fulltrúa sinn og því var þarna samankomin nokkur hersing. Við vorum leidd inn í rútu og svo var farið í ökuferð um Hafnarfjörð. Fremst stóð sjáandinn, sem fenginn hafði verið til að útbúa kortið, með hljóðnema í hönd og sagði setningar á borð við: „Hér til hægri er álfafjölskylda sem veifar okkur“ og „Lítið síðan til vinstri. Í þessu hrauni býr gamall álfur einn síns liðs“. Bakþankar 3.7.2011 22:38
Ísland í öfganna rás Það sem okkur tókst að barma okkur yfir þessu kalda vori. Þrátt fyrir velbyggðu húsin og upphituðu bílana leið okkur eins og við værum tötrumklæddir niðursetningar sem sendir hefðu verið upp á heiði í leitir frostaveturinn mikla og ættum von á kalsárum frá tám og upp undir handarkrika. Okkur tók sárar að sjá hitastigið falla en gengi íslensku krónunnar, enda ef til vill orðin því vön. "Það var búið að lofa / hnattrænni hlýnun,“ segir í Júníhreti, ljóði Gyrðis Elíassonar úr Nokkrum almennum orðum um kulnun sólar. Margir hafa eflaust hugsað svipað. Bakþankar 19.6.2011 22:47
Upp námu menn Íslendingar eru uppnámsfús þjóð. Okkur finnst við varla lifa til fulls nema hjartslátturinn dynji í líkingu við það þegar gripharður gæðingur skeiðar í ásamóði. Við fögnum hverju tækifæri til að geta fundið taugarnar titra og hér er fátt eitt af því sem í boði hefur verið undanfarin ár: Olíusamráð, Icesave, heiðurslaun Alþingis, tvöföldun Reykjanesbrautar, barnýgir kettir, glerhjúpurinn utan á Hörpu, greiðslukortasamráð, Finnur Ingólfsson, meintur dauði norðlensks hunds, fuglaflensa, kennaraskortur, gosframleiðandasamráð, staðgöngumæðrun… Bakþankar 5.6.2011 21:32
Réttlæti siðaðra þjóða Undanfarnar vikur hefur athygli heimsbyggðarinnar beinst að Úganda, litlu ríki í Austur-Afríku sem miðað við smæð hefur verið furðu oft í fréttum frá því ég komst til vits á ára. Bakþankar 22.5.2011 13:59
Bókarsóttin Fyrir rúmu ári stofnaði ég leshring ásamt fjórum öðrum konum og mikið sem það er dýrleg skemmtun að sitja þá fundi. Í hverjum mánuði hittumst við og ræðum nokkrar bækur og þar sem þetta er ekki skoðanalaust fólk geta umræðurnar orðið býsna líflegar. Hafi einhver síðan lesið nýlega aðrar áhugaverðar bækur má alveg bresta í einræðu um þær. Það rann snemma upp fyrir okkur að best er að bækurnar séu sem skemmtilegastar því annars leiðist talið bara að einhverju allt öðru. Á síðasta fundi hóf tæknin innreið sína í leshringinn því þá fengum við að handfjatla kyndil, mikið sírat, sem gestgjafinn hafði eignast. Bakþankar 10.4.2011 21:52
Já-hanna! Á laugardaginn las ég í Fréttablaðinu að mun færri karlmenn hér á landi tækju sér nú feðraorlof eftir efnahagshrunið en áður. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem heitir Konur í kreppu? og er samantekt á opinberum tölulegum gögnum á áhrifum efnahagshrunsins á velferð kvenna. Kannski er þetta rangnefni á skýr Bakþankar 28.3.2011 09:01
Öskurdagur Öskudagur var ekki mikill hátíðisdagur í Reykjavík þegar ég var krakki. Þó var gefið frí í skólum og þegar við vinkonurnar fórum að stálpast runnu möguleikar frjálsræðisins upp fyrir okkur. Við fórum í skrítin föt og skreyttum okkur aðeins í Bakþankar 11.3.2011 12:42
Hjarta skólans Í miðjum skólanum mínum, Álftamýrarskóla, var bókasafn. Einn vetur þegar ég var líklega 10 ára gömul kom ég mér upp þeim sið að drífa mig heim eftir að skóla lauk, borða hádegismat, læra og skunda síðan á skólabókasafnið. Næsta almenningsbókasafn var Bústaðasafnið og það var allt of langt í burtu til að ég kæmist þangað ein míns liðs. Á skólabókasafnið var aftur á móti örstutt að fara og þar kom ég mér þægilega fyrir með bók. Þarna Bakþankar 27.2.2011 22:24
Niðurskurður verðandi skuld Fyrir um áratug tók ég blaðaviðtal austur á Litla-Hrauni við mann sem sat inni fyrir morð. Þetta var vel menntaður fjölskyldufaðir sem hafði leiðst út í neyslu eiturlyfja og framið ódæðið undir áhrifum þeirra. Bakþankar 13.2.2011 22:21
Amman afþakkar ruglustólinn Síðastliðinn föstudag þegar við, hinir hundtryggu lesendur Morgunblaðsins, fengum blaðið í hendurnar og flettum upp á síðu 34 gat þar að líta Orð dagsins sem að þessu Bakþankar 30.1.2011 23:00
Söknuður Undanfarnar vikur hefur mér fundist svo áhugavert að reifa dulitla sögu fyrir hverjum þeim sem vilja leggja við hlustir að mig var farið að renna í grun að Bakþankar 16.1.2011 18:20
Bregðum blysum á loft Þær voru margar gæsahúðastundirnar á síðasta ári. Ferðast var um framandi slóðir, lítið barn bættist við fjölskylduna og góðir vinir samfögnuðu á stórafmæli. Þegar allt þetta leggst saman sannfæris Bakþankar 2.1.2011 21:52
Jólaminning Það var annar í jólum og úrhelli í höfuðborginni. Ég man það mjög vel því ég átti lítið barn og þurfti að vagga því í svefn úti undir vegg í dembunni. Bakþankar 17.12.2010 16:51
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent