Lengstu tennisviðureign sögunnar loksins lokið á Wimbledon Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. júní 2010 16:41 John Isner, til vinstri, og Nicolas Mahut eftir lengstu tennisviðureign sögunnar. Nordic Photos / Getty Images 70-68 í fimmta settinu. Þannig tryggði Bandaríkjamaðurinn John Isner sér sigur á Nicolas Mahut frá Frakklandi og þar með sæti í 2. umferð einliðaleiks karla á Wimbledon-mótinu í tennis. Þetta var langlengsta viðureign í sögunni hjá atvinnumönnum í tennis.. Þær reglur eru á Wimbledon-mótinu að ekki er hægt að útkljá oddasettið í neinni viðureign með bráðabana. Það verður einfaldlega að vinna með tveggja lotu mun. Isner vann samanlagt 6-4, 3-6, 6-7, 7-6 og loks 70-68. Viðureignin hófst á þrijðudaginn en varð að fresta vegna myrkurs þegar fimmta settið var að hefjast. Fimmta setinu lauk ekki í gær og var leik aftur frestað í stöðunni 59-59. Keppni hófst aftur í dag og lauk nú síðdegis. Nýja metið er nú ellefu klukkustundir og fimm mínútur. Eðlilega voru báðir mennirnir dauðþreyttir í lok viðureignarinnar í dag. „Það er grautfúlt að einhver þurfti að tapa," sagði Isner. „Það var sannur heiður að fá að deila þessu með honum. Kannski mætumst við aftur síðar og þá verður það ekki aftur 70-68." Mahut var eðlilega eyðilagður eftir tapið. „Ég er þakklátur, fyrst og fremst. John átti skilið að vinna. Uppgjafirnar hans voru ótrúlegar. Það var mikill heiður að fá að spila merkilegustu viðureign sem spiluð hefur verið. Hún var mjög löng en ég held að við nutum hennar báðir." Isner átti að keppa í tvíliðaleik nú síðdegis en hann mun væntanlega draga sig úr þeirri viðureign, sér í lagi þar sem hann á að mæta Thiemo de Bakker í 2. umferð einliðaleiksins strax á morgun. Fjölmörg möt voru slegin í viðureigninni. Flestar lotur í einu setti, 138 talsins, flestir ásar hjá einum leikmanni (112 hjá Isner) og flestir ásar í einni viðureign (215 samtals). Erlendar Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Fleiri fréttir Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Sjá meira
70-68 í fimmta settinu. Þannig tryggði Bandaríkjamaðurinn John Isner sér sigur á Nicolas Mahut frá Frakklandi og þar með sæti í 2. umferð einliðaleiks karla á Wimbledon-mótinu í tennis. Þetta var langlengsta viðureign í sögunni hjá atvinnumönnum í tennis.. Þær reglur eru á Wimbledon-mótinu að ekki er hægt að útkljá oddasettið í neinni viðureign með bráðabana. Það verður einfaldlega að vinna með tveggja lotu mun. Isner vann samanlagt 6-4, 3-6, 6-7, 7-6 og loks 70-68. Viðureignin hófst á þrijðudaginn en varð að fresta vegna myrkurs þegar fimmta settið var að hefjast. Fimmta setinu lauk ekki í gær og var leik aftur frestað í stöðunni 59-59. Keppni hófst aftur í dag og lauk nú síðdegis. Nýja metið er nú ellefu klukkustundir og fimm mínútur. Eðlilega voru báðir mennirnir dauðþreyttir í lok viðureignarinnar í dag. „Það er grautfúlt að einhver þurfti að tapa," sagði Isner. „Það var sannur heiður að fá að deila þessu með honum. Kannski mætumst við aftur síðar og þá verður það ekki aftur 70-68." Mahut var eðlilega eyðilagður eftir tapið. „Ég er þakklátur, fyrst og fremst. John átti skilið að vinna. Uppgjafirnar hans voru ótrúlegar. Það var mikill heiður að fá að spila merkilegustu viðureign sem spiluð hefur verið. Hún var mjög löng en ég held að við nutum hennar báðir." Isner átti að keppa í tvíliðaleik nú síðdegis en hann mun væntanlega draga sig úr þeirri viðureign, sér í lagi þar sem hann á að mæta Thiemo de Bakker í 2. umferð einliðaleiksins strax á morgun. Fjölmörg möt voru slegin í viðureigninni. Flestar lotur í einu setti, 138 talsins, flestir ásar hjá einum leikmanni (112 hjá Isner) og flestir ásar í einni viðureign (215 samtals).
Erlendar Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Fleiri fréttir Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Sjá meira