Nítján ára gamall sonur þjálfara Hoffenheim benti á Gylfa Hjalti Þór Hreinsson skrifar 2. september 2010 07:00 Fréttablaðið/Anton Það var nítján ára sonur þjálfarans Ralf Rangnick hjá 1899 Hoffenheim, Kevin, sem benti föður sínum fyrst á Gylfa Þór Sigurðsson sem í fyrradag gekk í raðir þýska úrvalsdeildarliðsins. Þetta kom fram í þýskum fjölmiðlum í gær. Þar var fullyrt að Kevin Rangnick, sonur þjálfarans, hefði komið auga á Gylfa þegar hann var staddur í skóla í Bradfield sem er í nágrenni Reading þar sem Gylfi sló í gegn í fyrra. „Hann sá Gylfa spila nokkrum sinnum og sagði mér að það væri leikmaður í ensku B-deildinni sem væri virkilega góður," sagði Rangnick eldri við þýska fjölmiðla. Svo fór framkvæmdastjóri liðsins, Ernst Tanner, á U-21 landsleik Íslands og Þýskalands í síðasta mánuði. „Ég ætlaði eiginlega bara að fylgjast með þýska liðinu. Þá kom ég auga á Sigurðsson. Hann var besti leikmaður vallarins," sagði Tanner. Í kjölfarið fékk félagið leyfi fyrir útsendara á sínum vegum að fylgjast með Gylfa á æfingum hjá Reading í eina viku og eftir það fóru hjólin að snúast. „Gylfi getur spilað fyrir aftan framherjana og á miðjunni. Hann skoraði sextán mörk í deildinni í fyrra, fimm í bikarnum og fjögur með U-21 liðinu. Við keyptum hann á hárréttum tíma, áður en stóru liðin létu til sín taka. Ég ræddi við útsendara frá Arsenal og félagið hafði áhuga á honum. Það er hins vegar engin þörf fyrir leikmenn í hans stöðu einmitt nú," bætti Rangnick við. Þýski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Sjá meira
Það var nítján ára sonur þjálfarans Ralf Rangnick hjá 1899 Hoffenheim, Kevin, sem benti föður sínum fyrst á Gylfa Þór Sigurðsson sem í fyrradag gekk í raðir þýska úrvalsdeildarliðsins. Þetta kom fram í þýskum fjölmiðlum í gær. Þar var fullyrt að Kevin Rangnick, sonur þjálfarans, hefði komið auga á Gylfa þegar hann var staddur í skóla í Bradfield sem er í nágrenni Reading þar sem Gylfi sló í gegn í fyrra. „Hann sá Gylfa spila nokkrum sinnum og sagði mér að það væri leikmaður í ensku B-deildinni sem væri virkilega góður," sagði Rangnick eldri við þýska fjölmiðla. Svo fór framkvæmdastjóri liðsins, Ernst Tanner, á U-21 landsleik Íslands og Þýskalands í síðasta mánuði. „Ég ætlaði eiginlega bara að fylgjast með þýska liðinu. Þá kom ég auga á Sigurðsson. Hann var besti leikmaður vallarins," sagði Tanner. Í kjölfarið fékk félagið leyfi fyrir útsendara á sínum vegum að fylgjast með Gylfa á æfingum hjá Reading í eina viku og eftir það fóru hjólin að snúast. „Gylfi getur spilað fyrir aftan framherjana og á miðjunni. Hann skoraði sextán mörk í deildinni í fyrra, fimm í bikarnum og fjögur með U-21 liðinu. Við keyptum hann á hárréttum tíma, áður en stóru liðin létu til sín taka. Ég ræddi við útsendara frá Arsenal og félagið hafði áhuga á honum. Það er hins vegar engin þörf fyrir leikmenn í hans stöðu einmitt nú," bætti Rangnick við.
Þýski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Sjá meira