Fröken Fix elskar að skipuleggja geymslur 16. nóvember 2010 08:00 Sesselja Thorberg. Fréttablaðið/GVA „Pabbi byrjaði að kalla mig fröken fix þegar ég var ung, vegna þess að ég var alltaf að breyta til í herberginu mínu. Henda öllu út og raða upp á nýtt. Þegar ég ákvað að stofna mitt eigið fyrirtæki lá þetta nafn því beinast við," segir Sesselja Thorberg vöruhönnuður en hún hefur stofnað ráðgjafafyrirtækið Fröken Fix og sérhæfir sig í innanhúss- og skipulagsráðgjöf fyrir heimilið. Sesselja er menntaður vöruhönnuður en hefur alltaf haft brennandi áhuga á öllu sem tengist innanhússarkitektúr. „Ég hef verið að gefa fólki ráð í langan tíma en er fyrst núna að búa til fyrirtæki í kringum þetta," segir Sesselja en hún ætlaði ekki beint að leiðast út í fyrirtækjarekstur en eftir að hún varð fyrir barðinu á hópuppsögn hjá arkitektastofu nýtti hún tækifærið til að kýla á gamlan draum. „Kreppan skapar marga möguleika og ég er alsæl með að hafa tekið stóra skrefið," segir hún og bætir við að þrátt fyrir að vera ný af nálinni séu margir farnir að nýta sér þjónustuna. Flestir viðskiptavinir hennar eiga það sameiginlegt að vera orðnir leiðir og vilja breyta til heima hjá sér en vita ekkert hvernig þeir eiga að snúa sér. „Ég sérhæfi mig í að nýta það sem fólk á fyrir inni á heimilinu. Í þessu árferði er það nauðsynlegt og flestir verða samdauna heimilum sínum eftir langan tíma og sjá ekki alveg möguleikana sem húsin og húsgögnin búa yfir. Þar kem ég með nýja sýn en ég sé alltaf einhverja möguleika," segir Sesselja glöð í bragði en hægt er að nálgast allar upplýsingar varðandi þjónustuna á vefsíðunni frokenfix.is. En hvaða rými er það sem henni finnst skemmtilegast að taka að sér? „Ég er algjört skipulagsfrík svo mig klæjar alveg í puttana þegar ég fæ að hanna og skipuleggja þvottahús og geymslur upp á nýtt. Finnst það æði," segir Sesselja hlæjandi. - áp Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ Bíó og sjónvarp Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Fleiri fréttir Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
„Pabbi byrjaði að kalla mig fröken fix þegar ég var ung, vegna þess að ég var alltaf að breyta til í herberginu mínu. Henda öllu út og raða upp á nýtt. Þegar ég ákvað að stofna mitt eigið fyrirtæki lá þetta nafn því beinast við," segir Sesselja Thorberg vöruhönnuður en hún hefur stofnað ráðgjafafyrirtækið Fröken Fix og sérhæfir sig í innanhúss- og skipulagsráðgjöf fyrir heimilið. Sesselja er menntaður vöruhönnuður en hefur alltaf haft brennandi áhuga á öllu sem tengist innanhússarkitektúr. „Ég hef verið að gefa fólki ráð í langan tíma en er fyrst núna að búa til fyrirtæki í kringum þetta," segir Sesselja en hún ætlaði ekki beint að leiðast út í fyrirtækjarekstur en eftir að hún varð fyrir barðinu á hópuppsögn hjá arkitektastofu nýtti hún tækifærið til að kýla á gamlan draum. „Kreppan skapar marga möguleika og ég er alsæl með að hafa tekið stóra skrefið," segir hún og bætir við að þrátt fyrir að vera ný af nálinni séu margir farnir að nýta sér þjónustuna. Flestir viðskiptavinir hennar eiga það sameiginlegt að vera orðnir leiðir og vilja breyta til heima hjá sér en vita ekkert hvernig þeir eiga að snúa sér. „Ég sérhæfi mig í að nýta það sem fólk á fyrir inni á heimilinu. Í þessu árferði er það nauðsynlegt og flestir verða samdauna heimilum sínum eftir langan tíma og sjá ekki alveg möguleikana sem húsin og húsgögnin búa yfir. Þar kem ég með nýja sýn en ég sé alltaf einhverja möguleika," segir Sesselja glöð í bragði en hægt er að nálgast allar upplýsingar varðandi þjónustuna á vefsíðunni frokenfix.is. En hvaða rými er það sem henni finnst skemmtilegast að taka að sér? „Ég er algjört skipulagsfrík svo mig klæjar alveg í puttana þegar ég fæ að hanna og skipuleggja þvottahús og geymslur upp á nýtt. Finnst það æði," segir Sesselja hlæjandi. - áp
Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ Bíó og sjónvarp Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Fleiri fréttir Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira