Íslensk bikiní fyrir alla 23. júlí 2010 12:00 Hera Guðmundsdóttir segir viðbrögð manna við sundfatnaðinum hafa komið sér og Steinunni Björgu Hrólfsdóttur skemmtilega á óvart. Fréttablaðið/Arnþór „Okkur langaði að gera eitthvað skemmtilegt í sumar og datt í hug að hanna saman sundboli. Okkur fannst alveg sérstakt að ekki væri þegar til íslenskt sundfatamerki þar sem sundið er svo stór partur af íþróttaiðkun landans," segir Hera Guðmundsdóttir sem er annar hluti hönnunartvíeykisins LAUG. Hera og Steinunn Björg Hrólfsdóttir, hinn helmingur tvíeykisins, luku nýverið fyrsta ári við fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands. Segir Hera að viðbrögð kvenna við línunni hafi komið þeim stöllum skemmtilega á óvart. „Viðtökurnar hafa verið mjög góðar og fólk hefur sýnt þessu mikinn áhuga. Við erum þessa stundina að leita að saumakonu til að aðstoða okkur við að koma sundbolunum í framleiðslu og vonandi gerist það á næstu vikum." Sundfötin hafa sterka skírskotun í tísku sjötta áratugarins. Sundfatnaðurinn hefur sterka skírskotun í tísku sjöunda áratugarins og eru buxurnar hærri upp í mittið en hefur viðgengist undanfarin ár. „Bolirnir eiga að klæða alla. Þeir eru hvorki of flegnir né of berir og í raun eru þetta bara falleg stykki sem gaman er að sýna sig í," segir Hera. Myndir/María Guðrún Rúnarsdóttir Hægt er að leggja inn pöntun til stúlknanna með því að senda fyrirspurn á netfangið laugswimwear@gmail.com. - sm Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Fleiri fréttir Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
„Okkur langaði að gera eitthvað skemmtilegt í sumar og datt í hug að hanna saman sundboli. Okkur fannst alveg sérstakt að ekki væri þegar til íslenskt sundfatamerki þar sem sundið er svo stór partur af íþróttaiðkun landans," segir Hera Guðmundsdóttir sem er annar hluti hönnunartvíeykisins LAUG. Hera og Steinunn Björg Hrólfsdóttir, hinn helmingur tvíeykisins, luku nýverið fyrsta ári við fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands. Segir Hera að viðbrögð kvenna við línunni hafi komið þeim stöllum skemmtilega á óvart. „Viðtökurnar hafa verið mjög góðar og fólk hefur sýnt þessu mikinn áhuga. Við erum þessa stundina að leita að saumakonu til að aðstoða okkur við að koma sundbolunum í framleiðslu og vonandi gerist það á næstu vikum." Sundfötin hafa sterka skírskotun í tísku sjötta áratugarins. Sundfatnaðurinn hefur sterka skírskotun í tísku sjöunda áratugarins og eru buxurnar hærri upp í mittið en hefur viðgengist undanfarin ár. „Bolirnir eiga að klæða alla. Þeir eru hvorki of flegnir né of berir og í raun eru þetta bara falleg stykki sem gaman er að sýna sig í," segir Hera. Myndir/María Guðrún Rúnarsdóttir Hægt er að leggja inn pöntun til stúlknanna með því að senda fyrirspurn á netfangið laugswimwear@gmail.com. - sm
Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Fleiri fréttir Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira