Fernando Alonso ók hraðast allra um Formúlu 1 brautina í Hockenheim í Þýskalandi á seinni æfingu keppnisliða í dag. Hann varð þó aðeins 0.029 sekúndum á undan Sebastian Vettel á Red Bull, en Felipe Massa varð þriðji. Se þýskir ökumenn keppa í mótinu á Hockenheim um helgina.
Brautin var blaut til að byrja með og rétt eins og á fyrri æfingunni komust ökumenn oft í hann krappann á viðsjárveðri brautinni. Lewis Hamilton komst ekki á æfinguna fyrr en undir lokin þar sem lagfæra þurfti bíl hans eftir fyrri æfingu dagsins, samkvæmt frétt á autosport.com.
Mercedes ökumennirnir Nico Rosberg og Michael Schumacher´voru í fimmta og sjötta sæti, þrátt fyrir að missa bíla sína útaf og skemma þá lítillega.
Sýnt verður frá æfingum keppnisliða á Stöð 2 Sport kl. 19.30 í kvöld, en frá lokaæfingunni kl. 8.55 í fyrramálið. Tímatakan er sýnd 11.30 í opinni dagskrá og kappakstturinn einnig, en hann er á sunnudag kl. 11.30. Þátturinn Endmarkið er strax að honum loknum, en í læstri dagksrá.
Tímarnir í dag
1. Alonso Ferrari 1:16.265 35
2. Vettel Red Bull-Renault 1:16.294 + 0.029 26
3. Massa Ferrari 1:16.438 + 0.173 37
4. Webber Red Bull-Renault 1:16.585 + 0.320 40
5. Rosberg Mercedes 1:16.827 + 0.562 32
6. Schumacher Mercedes 1:16.971 + 0.706 20
7. Hamilton McLaren-Mercedes 1:17.004 + 0.739 10
8. Kubica Renault 1:17.009 + 0.744 37
9. Barrichello Williams-Cosworth 1:17.056 + 0.791 37
10. Hulkenberg Williams-Cosworth 1:17.204 + 0.939 44
11. Kobayashi Sauber-Ferrari 1:17.336 + 1.071 44
12. Petrov Renault 1:17.547 + 1.282 35
13. de la Rosa Sauber-Ferrari 1:17.573 + 1.308 39
14. Sutil Force India-Mercedes 1:17.701 + 1.436 38
15. Button McLaren-Mercedes 1:17.739 + 1.474 36
16. Liuzzi Force India-Mercedes 1:17.871 + 1.606 33
17. Buemi Toro Rosso-Ferrari 1:18.147 + 1.882 45
18. Alguersuari Toro Rosso-Ferrari 1:19.327 + 3.062 48
19. Glock Virgin-Cosworth 1:19.553 + 3.288 30
20. Trulli Lotus-Cosworth 1:20.008 + 3.743 34
21. di Grassi Virgin-Cosworth 1:20.106 + 3.841 31
22. Kovalainen Lotus-Cosworth 1:20.377 + 4.112 37
23. Senna HRT-Cosworth 1:21.988 + 5.723 37
24. Yamamoto HRT-Cosworth 1:23.066 + 6.801 37