Liverpool er komið áfram í 32 liða úrslit Evrópudeildarinn þrátt fyrir klaufalega mistök spænska markvarðarins Pepe Reina. Liverpool gerði 1-1 jafntefli við Steaua Búkarest í Rúmeníu og það nægði liðinu til þess að komast upp úr riðlinumk.
„Við erum ánægðir með að hafa komist áfram í kvöld og það er mjög gott að hafa unnið riðilinn," sagði Pepe Reina, sem bar fyrirliðaband Liverpool í leiknum í Búkarest. Hann fékk á sig klaufalegt jöfnunarmark í seinni hálfeik.
„Ég gerði mistök í markinu en ég verð bara að taka því og halda áfram. Ég átti að gera miklu betur," viðurkenndi Reina.
„Ég vil hrósa ungu leikmönnum fyrir frammistöðuna í kvöld. Það voru leikmenn í liðinu sem eru ekki með mikla reynslu en þeir sýndi mikinn karakter," sagði Reina.

