Saga Sig þeysist á milli landa 1. október 2010 14:20 Saga Sig er einn eftirsóttasti ljósmyndari landsins þrátt fyrir ungan aldur. Mynd/Arnþór Birkisson „Ég er bara í stuttri heimsókn hér heima og er að vinna tvö verkefni, eitt fyrir 66 gráður norður og annað fyrir Kron Kron," segir ljósmyndarinn Saga Sig sem búsett er í London þar sem hún stundar nám í tískuljósmyndun. Saga hefur áður myndað fyrir íslenska tískumerkið Kron Kron og segir alltaf jafn gaman að taka að sér verkefni fyrir það. „Eigendurnir eru svo yndislegir og ég er líka mjög hrifin af hönnun þeirra þannig að það er alveg ótrúlega gaman að vinna fyrir þau," segir Saga og bætir við: „Ég hef aftur á móti aldrei unnið fyrir 66 gráður norður áður og var þess vegna mjög spennt fyrir því verkefni." Tónlistarmaðurinn Unnsteinn Stefánsson, kenndur við Retró Stefson, og uppistandarinn Saga Garðarsdóttir sátu fyrir á myndunum og verður forvitnilegt að sjá útkomuna þegar þar að kemur. Saga hefur verið á stöðugum þönum við að sinna hinum ýmsu verkefnum og nýlega dvaldi hún í þrjár vikur í Peking í Kína þar sem hún myndaði tískuþátt fyrir þarlent blað. „Það var ótrúlega gaman að ferðast til annarrar heimsálfu og sjá hvað er að gerast í tískunni þar. Þetta var mjög ólíkt öllu því sem ég er vön og mér fannst skrítið hvað fólkið var afturhaldssamt," segir Saga. Saga segist nú ætla að taka sér frí frá verkefnum og einbeita sér að skólanum, en hún mun útskrifast sem tískuljósmyndari næsta vor. Innt eftir því hvað taki við eftir útskrift segist Saga gjarnan vilja halda áfram námi. „Mér finnst mjög gaman í skóla og mig langar að sækja um í meira nám. Mig langar líka svolítið að klára listfræðina, en ég byrjaði í henni árinu áður en ég flutti út til London. En ætli ég verði ekki eitthvað áfram úti, óháð því hvað ég fer að gera að námi loknu, markaðurinn er nefnilega svo lítill hér heima," segir þessi hæfileikaríki ljósmyndari. - sm Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ Bíó og sjónvarp Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Fleiri fréttir Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
„Ég er bara í stuttri heimsókn hér heima og er að vinna tvö verkefni, eitt fyrir 66 gráður norður og annað fyrir Kron Kron," segir ljósmyndarinn Saga Sig sem búsett er í London þar sem hún stundar nám í tískuljósmyndun. Saga hefur áður myndað fyrir íslenska tískumerkið Kron Kron og segir alltaf jafn gaman að taka að sér verkefni fyrir það. „Eigendurnir eru svo yndislegir og ég er líka mjög hrifin af hönnun þeirra þannig að það er alveg ótrúlega gaman að vinna fyrir þau," segir Saga og bætir við: „Ég hef aftur á móti aldrei unnið fyrir 66 gráður norður áður og var þess vegna mjög spennt fyrir því verkefni." Tónlistarmaðurinn Unnsteinn Stefánsson, kenndur við Retró Stefson, og uppistandarinn Saga Garðarsdóttir sátu fyrir á myndunum og verður forvitnilegt að sjá útkomuna þegar þar að kemur. Saga hefur verið á stöðugum þönum við að sinna hinum ýmsu verkefnum og nýlega dvaldi hún í þrjár vikur í Peking í Kína þar sem hún myndaði tískuþátt fyrir þarlent blað. „Það var ótrúlega gaman að ferðast til annarrar heimsálfu og sjá hvað er að gerast í tískunni þar. Þetta var mjög ólíkt öllu því sem ég er vön og mér fannst skrítið hvað fólkið var afturhaldssamt," segir Saga. Saga segist nú ætla að taka sér frí frá verkefnum og einbeita sér að skólanum, en hún mun útskrifast sem tískuljósmyndari næsta vor. Innt eftir því hvað taki við eftir útskrift segist Saga gjarnan vilja halda áfram námi. „Mér finnst mjög gaman í skóla og mig langar að sækja um í meira nám. Mig langar líka svolítið að klára listfræðina, en ég byrjaði í henni árinu áður en ég flutti út til London. En ætli ég verði ekki eitthvað áfram úti, óháð því hvað ég fer að gera að námi loknu, markaðurinn er nefnilega svo lítill hér heima," segir þessi hæfileikaríki ljósmyndari. - sm
Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ Bíó og sjónvarp Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Fleiri fréttir Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira