Hjálmar Sveinsson: Fákeppnin er skipulagsmál 30. apríl 2010 09:28 Kostir verslunarmiðstöðva eru miklir, það sést best af vinsældum þeirra. Í þeim er hægt að kaupa næstum allt í einni ferð og ef þær eru reistar í útjaðri byggðanna er hægt bjóða verslunareigendum mun ódýrara húsnæði en tíðkast við hefðbundnar verslunargötur. Þegar þar við bætist að verslunarmiðstöðvar bjóða upp á nær ótakmörkuð, "ókeypis bílastæði" verða þær ómótstæðilegar. Þrátt fyrir það hafa undanfarin 10 til 20 ár verið skýr merki um að blómatími þeirra sé liðinn í sjálfu upprunalandinu, Bandaríkjunum. Þar er þeim lokað í nokkuð stórum stíl. Það er merkileg þróun og afar myndræn eins og sjá má á mögnuðum vef tileinkuðum dauðum mollum: deadmalls.com. Ókostirnir eru ekki jafn augljósir fyrir einstaklingana, þá sem fara allra sinna ferða á bílum, en þeir eru afdrifaríkir fyrir samfélagið. Þeir felast fyrst og fremst í miklum samfélagslegum kostnaði. Sérstaklega þegar verslunarmiðstöðvarnar standa fyrir utan meginbyggðina. Þegar staðsetning verslunarmiðstöðva, sem risið hafa hér síðustu árin, er skoðuð kemur í ljós að þær rísa nær alltaf við stofnbrautir og þar með fyrir utan íbúðarhverfin. Korputorg, Smáratorg, Smáralind, Kauptún. Þær nærast á mikilli bílaumferð og búa hana til ef hún er ekki þegar til staðar. Þær eiga allt sitt undir því að fólk fari á bílum en ekki fótgangandi til að versla, þær heimta umfangsmikil umferðarmannvirki, þær eru mjög landfrekar, þær stuðla að dýrkeyptri offjárfestingu í bílum, þær auka eldsneytisnotkun og koldíoxíðlosun. Þær soga til sín alla verslun og þjónustu úr nálægum hverfum og jafnvel sveitarfélögum, þær ýta undir einsleitni og fákeppni á markaði. Verslunarmiðstöðvar hafa mikil áhrif á landnotkun, umferð, verslun, skipulag og yfirbragð bæja og hverfa. Þær móta lífshætti og lífsgæði íbúanna. Samanlagðir fermetrar verslunarmiðstöðva sem byggðar hafa verið hér á landi undanfarin ár eru líklega yfir 200.000. Þegar eignarhaldsfélög verslunarmiðstöðvanna eru skoðuð, og samsetning verslana og þjónustu, kemur skýrt mynstur í ljós sem kalla mætti tangarsókn fákeppninnar. Eignarhalds- og þróunarfélagið SMI byggði Korputorg, Glerártorg, Smáratorg 1 og Smáratorg 3 (turninn). Félagið ætlaði einnig að opna rúmlega 20.000 fermetra verslunarmiðstöð við útjaðar Selfoss og kalla hana, það kemur varla á óvart, Fossatorg. Ef af verður mun það soga til sín nær alla verslun frá Selfossi og hirða straum fólks sem er á leið í sumarbústaði á sumrin í Grímsnesi. Einnig stóð til að reisa rúmlega 20.000 fermetra "torg" í Innri-Njarðvík, við Reykjanesbraut. Þegar nánar er að gáð, kemur í ljós að það eru yfirleitt sömu búðirnar í miðstöðvunum og þær hafa nær undantekningarlaust tilheyrt risastórum eignarhaldskeðjum örfárra manna. Við erum að tala um Rúmfatalagerinn, matvörukeðjurnar Bónus og Krónuna, raftækjaverslunina Elko, bensínsölufyrirtækið N1 og skrifstofuvörukeðjuna Office One. Þess má geta að fasteignafyrirtækið SMI hefur verið dótturfyrirtæki eignarhaldsfélagsins Lagersins. Það fyrirtæki var nær óskipt í eigu eins manns, Jakúps Jacobsen, stofnanda Rúmfatalagersins. Hér hefur verið byggt upp velferðarkerfi eignarhaldsfélaga og fákeppni. Við þurfum að afnema það kerfi og byggja upp velferðarkerfi borgarbúanna sjálfra. Fákeppnin í borginni er meðal annars skipulagsmál. Það er fáránlegt að örfáir menn eignist alla matvöru- og smávöruverslun á Íslandi. Það er enn fáránlegra að þessir menn ráði því alfarið hvar verslun er stunduð á höfuðborgarsvæðinu. Matvöru og smávöruverslun á heima inni í hverfinu, rétt eins og önnur nærþjónusta. Í nágrannalöndum okkar, Noregi og Danmörku, hafa verið settar skýrar reglur um stærð verslunarmiðstöðva, staðsetningu þeirra og samsetningu búðanna sem þar eru. Slíkum reglum er ætlað að koma í veg fyrir fákeppni og efla verslun og þjónustu inni í hverfunum. Í þessum löndum er fákeppni og dauði hverfaverslana talin stríða gegn hagsmunum og takmarka lífsgæði almennings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Skoðun Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Sjá meira
Kostir verslunarmiðstöðva eru miklir, það sést best af vinsældum þeirra. Í þeim er hægt að kaupa næstum allt í einni ferð og ef þær eru reistar í útjaðri byggðanna er hægt bjóða verslunareigendum mun ódýrara húsnæði en tíðkast við hefðbundnar verslunargötur. Þegar þar við bætist að verslunarmiðstöðvar bjóða upp á nær ótakmörkuð, "ókeypis bílastæði" verða þær ómótstæðilegar. Þrátt fyrir það hafa undanfarin 10 til 20 ár verið skýr merki um að blómatími þeirra sé liðinn í sjálfu upprunalandinu, Bandaríkjunum. Þar er þeim lokað í nokkuð stórum stíl. Það er merkileg þróun og afar myndræn eins og sjá má á mögnuðum vef tileinkuðum dauðum mollum: deadmalls.com. Ókostirnir eru ekki jafn augljósir fyrir einstaklingana, þá sem fara allra sinna ferða á bílum, en þeir eru afdrifaríkir fyrir samfélagið. Þeir felast fyrst og fremst í miklum samfélagslegum kostnaði. Sérstaklega þegar verslunarmiðstöðvarnar standa fyrir utan meginbyggðina. Þegar staðsetning verslunarmiðstöðva, sem risið hafa hér síðustu árin, er skoðuð kemur í ljós að þær rísa nær alltaf við stofnbrautir og þar með fyrir utan íbúðarhverfin. Korputorg, Smáratorg, Smáralind, Kauptún. Þær nærast á mikilli bílaumferð og búa hana til ef hún er ekki þegar til staðar. Þær eiga allt sitt undir því að fólk fari á bílum en ekki fótgangandi til að versla, þær heimta umfangsmikil umferðarmannvirki, þær eru mjög landfrekar, þær stuðla að dýrkeyptri offjárfestingu í bílum, þær auka eldsneytisnotkun og koldíoxíðlosun. Þær soga til sín alla verslun og þjónustu úr nálægum hverfum og jafnvel sveitarfélögum, þær ýta undir einsleitni og fákeppni á markaði. Verslunarmiðstöðvar hafa mikil áhrif á landnotkun, umferð, verslun, skipulag og yfirbragð bæja og hverfa. Þær móta lífshætti og lífsgæði íbúanna. Samanlagðir fermetrar verslunarmiðstöðva sem byggðar hafa verið hér á landi undanfarin ár eru líklega yfir 200.000. Þegar eignarhaldsfélög verslunarmiðstöðvanna eru skoðuð, og samsetning verslana og þjónustu, kemur skýrt mynstur í ljós sem kalla mætti tangarsókn fákeppninnar. Eignarhalds- og þróunarfélagið SMI byggði Korputorg, Glerártorg, Smáratorg 1 og Smáratorg 3 (turninn). Félagið ætlaði einnig að opna rúmlega 20.000 fermetra verslunarmiðstöð við útjaðar Selfoss og kalla hana, það kemur varla á óvart, Fossatorg. Ef af verður mun það soga til sín nær alla verslun frá Selfossi og hirða straum fólks sem er á leið í sumarbústaði á sumrin í Grímsnesi. Einnig stóð til að reisa rúmlega 20.000 fermetra "torg" í Innri-Njarðvík, við Reykjanesbraut. Þegar nánar er að gáð, kemur í ljós að það eru yfirleitt sömu búðirnar í miðstöðvunum og þær hafa nær undantekningarlaust tilheyrt risastórum eignarhaldskeðjum örfárra manna. Við erum að tala um Rúmfatalagerinn, matvörukeðjurnar Bónus og Krónuna, raftækjaverslunina Elko, bensínsölufyrirtækið N1 og skrifstofuvörukeðjuna Office One. Þess má geta að fasteignafyrirtækið SMI hefur verið dótturfyrirtæki eignarhaldsfélagsins Lagersins. Það fyrirtæki var nær óskipt í eigu eins manns, Jakúps Jacobsen, stofnanda Rúmfatalagersins. Hér hefur verið byggt upp velferðarkerfi eignarhaldsfélaga og fákeppni. Við þurfum að afnema það kerfi og byggja upp velferðarkerfi borgarbúanna sjálfra. Fákeppnin í borginni er meðal annars skipulagsmál. Það er fáránlegt að örfáir menn eignist alla matvöru- og smávöruverslun á Íslandi. Það er enn fáránlegra að þessir menn ráði því alfarið hvar verslun er stunduð á höfuðborgarsvæðinu. Matvöru og smávöruverslun á heima inni í hverfinu, rétt eins og önnur nærþjónusta. Í nágrannalöndum okkar, Noregi og Danmörku, hafa verið settar skýrar reglur um stærð verslunarmiðstöðva, staðsetningu þeirra og samsetningu búðanna sem þar eru. Slíkum reglum er ætlað að koma í veg fyrir fákeppni og efla verslun og þjónustu inni í hverfunum. Í þessum löndum er fákeppni og dauði hverfaverslana talin stríða gegn hagsmunum og takmarka lífsgæði almennings.
Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun