Íslendingar færa Bretum ekkert annað en tóm leiðindi 17. apríl 2010 15:29 Blaðamaðurinn Georgia Graham veltir upp spurningunni: Hvað hefur Ísland gert fyrir Bretland að undanförnu - í pistli í breska dagblaðinu The Telegraph. Íslendingar hafa eiginlega fært Bretum ekkert annað en tóm leiðindi að mati bresks blaðamanns. Við fórum í stríð við þá vegna þorsks, stálum sparifé þeirra og núna eru allar samgöngur lamaðar vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Það er óhætt að fullyrða að íslenska þjóðin sé ekki efst á vinsældalista margra Breta, en það er sennilega gagnkvæmt eftir atburði bankahrunsins. Blaðamaðurinn Georgia Graham veltir upp spurningunni: Hvað hefur Ísland gert fyrir Bretland að undanförnu - í pistli í breska dagblaðinu The Telegraph. Íslendingar fóru í stríð við Breta vegna þorsks, þeir stálu peningum breskra sparifjáreigenda með Icesave-reikningunum og eyðilögðu næstum því knattspyrnufélagið West Ham. Þá stýra Íslendingar, eða réttara sagt þrotabú Landsbankans, leikfangaversluninni Hamley's sem er eitt helsta aðdráttarafl ferðamanna sem koma til Lundúna í þeim erindagjörðum að versla. Þá virðist það fara í taugarnar á Graham að nær ómögulegt sé að innleiða breska kurteisi í íslenska málið, því Íslendingar eigi ekkert orð fyrir enska orðið please. Flestir myndi sennilega telja Íslendingum það til tekna að hafa fært bresku þjóðinni Björk, Latabæ og fyrir það að hafa komið lopapeysunum í tísku, en Graham er ekki sammála því. Því hún virðist þeirrar skoðunar að lopapeysurnar séu ólögulegar og aðeins ellilífeyrisþegum sæmandi. Velta má fyrir sér hvort pistlahöfundurinn hjá Telegraph hafi farið öfugu megin fram úr rúminu áður en hún settist niður við lyklaborðið til að rita framangreint, en að sjálfsögðu verður ekki lagður dómur á það í þessum pistli. Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Shamsudin-bræður, mamma þeirra og fleiri grunuð í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Sjá meira
Íslendingar hafa eiginlega fært Bretum ekkert annað en tóm leiðindi að mati bresks blaðamanns. Við fórum í stríð við þá vegna þorsks, stálum sparifé þeirra og núna eru allar samgöngur lamaðar vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Það er óhætt að fullyrða að íslenska þjóðin sé ekki efst á vinsældalista margra Breta, en það er sennilega gagnkvæmt eftir atburði bankahrunsins. Blaðamaðurinn Georgia Graham veltir upp spurningunni: Hvað hefur Ísland gert fyrir Bretland að undanförnu - í pistli í breska dagblaðinu The Telegraph. Íslendingar fóru í stríð við Breta vegna þorsks, þeir stálu peningum breskra sparifjáreigenda með Icesave-reikningunum og eyðilögðu næstum því knattspyrnufélagið West Ham. Þá stýra Íslendingar, eða réttara sagt þrotabú Landsbankans, leikfangaversluninni Hamley's sem er eitt helsta aðdráttarafl ferðamanna sem koma til Lundúna í þeim erindagjörðum að versla. Þá virðist það fara í taugarnar á Graham að nær ómögulegt sé að innleiða breska kurteisi í íslenska málið, því Íslendingar eigi ekkert orð fyrir enska orðið please. Flestir myndi sennilega telja Íslendingum það til tekna að hafa fært bresku þjóðinni Björk, Latabæ og fyrir það að hafa komið lopapeysunum í tísku, en Graham er ekki sammála því. Því hún virðist þeirrar skoðunar að lopapeysurnar séu ólögulegar og aðeins ellilífeyrisþegum sæmandi. Velta má fyrir sér hvort pistlahöfundurinn hjá Telegraph hafi farið öfugu megin fram úr rúminu áður en hún settist niður við lyklaborðið til að rita framangreint, en að sjálfsögðu verður ekki lagður dómur á það í þessum pistli.
Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Shamsudin-bræður, mamma þeirra og fleiri grunuð í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Sjá meira