Morðrannsókn í Hafnarfirði: Fréttaskýring 22. ágúst 2010 18:50 Hannes Þór Helgason keyrði einn heim til sín eftir að hafa skutlað kærustu sinni niður í miðbæ Reykjavíkur nóttina sem hann var myrtur á heimili sínu. Það var í hádeginu á sunnudag sem kærasta Hannesar Þórs Helgasonar kom að honum látnum á heimili sínu við Háaberg í Hafnarfirði. Skömmu síðar kom yngsta systir hans og unnustu á vettvang, en þau höfðu búið þar tímabundið. Tilviljun ein virðist hafa ráðið því að þau voru ekki í húsinu nóttina sem ódæðið var framið, en þau gistu á heimili elstu systurinnar og gættu barns hennar. Áverkar á líki Hannesar fengu lögreglu til þess að álykta strax, að um morð væri að ræða. Fjölmörg stungusár voru á líkama en hann var einnig með áverka á höndum, sem benda til þess að hann hafi reynt að verjast árásarmanninum. Morðvopnið fannst ekki á staðnum, en lögregla telur að um eggvopn sé að ræða, líklega hníf með blaðlengd upp á 15-20 cm. Ljóst er að Hannes kom með flugi úr viðskiptaferð frá Litháen á föstudag, en fyrirtæki í eigu fjölskyldu hans rekur meðal annars þrjá Kentucky kjúklingastaði í Vilníus. Kvöldið eftir komuna til landsins sótti hann kærustu sína sem var í gleðskap á suðurnesjum og keyrði hana í miðbæ Reykjavíkur. Hannes fór því næst heim til sín í Háabergið og gisti einn í húsinu um nóttina. Árásarmaðurinn er talinn hafa farið inn um dyr sem allra jafna eru ólæstar og er atlagan talin hafa átt sér stað þar sem hann lá sofandi í rúmi sínu. Gríðarlega umfangsmikil rannsókn fór strax í gang og fjöldi manna var yfirheyrður. Nokkrir voru handteknir og fengu þá réttarstöðu grunaðs manns. Tveir af þeim, karlmenn á þrítugsaldri, voru í haldi lögreglu í tæpan sólarhring, áður en þeim var sleppt. Annar mannanna var nafngreindur í fjölmiðlum, og var verjandi hans ósáttur með þá ákvörðun Lögregla veitti litlar upplýsingar um rannsókn málsins en í kvöldfréttum okkar á fimmtudag stigu systur Hannesar fram og báðu um aðstoð. Í kjölfarið tjáði sóknarpresturinn í Hafnarfirði sig um málið, og sagði bæjarfélagið skiljanlega slegið. Á blaðamannafundi með lögreglunni sagði yfirlögregluþjónninn, Friðrik Smári Björgvinsson að ekki væri talið að morðið á Hannesi hafa verið tilviljun. Lögregla bíður nú eftir niðurstöðum úr sýnatöku af vettvangi, en fjölmörg sýni hafa verið send til Svíþjóðar. Niðurstöðu er að vænta á næstu þremur til fjórum vikum. Enginn er í haldi lögreglu vegna málsins, en hátt í 40 manns vinna enn að rannsókninni. Þeir sem einhverjar upplýsingar geta veitt sem varpað geta ljósi á málið, eru hvattir til þess að hafa samband við lögreglu í síma 444-1104. Hafnarfjörður Lögreglumál Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Sjá meira
Hannes Þór Helgason keyrði einn heim til sín eftir að hafa skutlað kærustu sinni niður í miðbæ Reykjavíkur nóttina sem hann var myrtur á heimili sínu. Það var í hádeginu á sunnudag sem kærasta Hannesar Þórs Helgasonar kom að honum látnum á heimili sínu við Háaberg í Hafnarfirði. Skömmu síðar kom yngsta systir hans og unnustu á vettvang, en þau höfðu búið þar tímabundið. Tilviljun ein virðist hafa ráðið því að þau voru ekki í húsinu nóttina sem ódæðið var framið, en þau gistu á heimili elstu systurinnar og gættu barns hennar. Áverkar á líki Hannesar fengu lögreglu til þess að álykta strax, að um morð væri að ræða. Fjölmörg stungusár voru á líkama en hann var einnig með áverka á höndum, sem benda til þess að hann hafi reynt að verjast árásarmanninum. Morðvopnið fannst ekki á staðnum, en lögregla telur að um eggvopn sé að ræða, líklega hníf með blaðlengd upp á 15-20 cm. Ljóst er að Hannes kom með flugi úr viðskiptaferð frá Litháen á föstudag, en fyrirtæki í eigu fjölskyldu hans rekur meðal annars þrjá Kentucky kjúklingastaði í Vilníus. Kvöldið eftir komuna til landsins sótti hann kærustu sína sem var í gleðskap á suðurnesjum og keyrði hana í miðbæ Reykjavíkur. Hannes fór því næst heim til sín í Háabergið og gisti einn í húsinu um nóttina. Árásarmaðurinn er talinn hafa farið inn um dyr sem allra jafna eru ólæstar og er atlagan talin hafa átt sér stað þar sem hann lá sofandi í rúmi sínu. Gríðarlega umfangsmikil rannsókn fór strax í gang og fjöldi manna var yfirheyrður. Nokkrir voru handteknir og fengu þá réttarstöðu grunaðs manns. Tveir af þeim, karlmenn á þrítugsaldri, voru í haldi lögreglu í tæpan sólarhring, áður en þeim var sleppt. Annar mannanna var nafngreindur í fjölmiðlum, og var verjandi hans ósáttur með þá ákvörðun Lögregla veitti litlar upplýsingar um rannsókn málsins en í kvöldfréttum okkar á fimmtudag stigu systur Hannesar fram og báðu um aðstoð. Í kjölfarið tjáði sóknarpresturinn í Hafnarfirði sig um málið, og sagði bæjarfélagið skiljanlega slegið. Á blaðamannafundi með lögreglunni sagði yfirlögregluþjónninn, Friðrik Smári Björgvinsson að ekki væri talið að morðið á Hannesi hafa verið tilviljun. Lögregla bíður nú eftir niðurstöðum úr sýnatöku af vettvangi, en fjölmörg sýni hafa verið send til Svíþjóðar. Niðurstöðu er að vænta á næstu þremur til fjórum vikum. Enginn er í haldi lögreglu vegna málsins, en hátt í 40 manns vinna enn að rannsókninni. Þeir sem einhverjar upplýsingar geta veitt sem varpað geta ljósi á málið, eru hvattir til þess að hafa samband við lögreglu í síma 444-1104.
Hafnarfjörður Lögreglumál Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Sjá meira