Hasar í lestinni Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 27. nóvember 2010 06:00 Denzel Washington og Chris Pine fá það ömurlega hlutskipti að reyna að ná lestinni og bjarga deginum. Bíó Unstoppable Leikstjóri: Tony Scott. Aðalhlutverk: Denzel Washington, Chris Pine, Rosario Dawson. Klaufskur lestarstjóri hoppar úr járnbrautarlest á hægri ferð til þess að laga eitthvað. Hann treystir á að geta farið aftur um borð en skyndilega eykur lestin hraðann. Hann hafði bæði skilið hana óvart eftir í einhverjum ofurgír og einnig gleymt að tengja bremsurnar. Hann missir því bókstaflega af lestinni sem brunar mannlaus burt á ógnarhraða. Það eru síðan Denzel Washington og Chris Pine sem fá það ömurlega hlutskipti að reyna að ná lestinni og bjarga deginum. Eins og lesendur eru eflaust búnir að átta sig á þá er ég enginn sérfræðingur um járnbrautir. Það má því vera að lýsing mín á orsökum lestarhvarfsins séu ófullnægjandi. Það kemur þó ekki að sök því Unstoppable er ein af þessum myndum sem óþarfi er að segja frá í fleiri en einni setningu. Mannlaus lest þýtur á móti umferð og allt fer í klessu. Það er nákvæmlega það sem myndin fjallar um. Tony Scott getur gert svona mynd með lokuð augu og hendur fyrir aftan bak. Unstoppable er gífurlega spennandi og hasarnum linnir ekki fyrr en titlarnir rúlla í lokin. Árið 1985 var kvikmyndin Runaway Train með þeim Jon Voight og Eric Roberts frumsýnd. Ef þú hefur ekki séð hana máttu mín vegna bæta einni stjörnu við þessa rýni. Efnistök myndanna eru afskaplega svipuð og heilu atriðin eru nákvæmlega eins. En það er svo sem ekki bannað. Niðurstaða: Hressandi og stressandi hasar. Ekki hugsa of mikið samt. Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira
Bíó Unstoppable Leikstjóri: Tony Scott. Aðalhlutverk: Denzel Washington, Chris Pine, Rosario Dawson. Klaufskur lestarstjóri hoppar úr járnbrautarlest á hægri ferð til þess að laga eitthvað. Hann treystir á að geta farið aftur um borð en skyndilega eykur lestin hraðann. Hann hafði bæði skilið hana óvart eftir í einhverjum ofurgír og einnig gleymt að tengja bremsurnar. Hann missir því bókstaflega af lestinni sem brunar mannlaus burt á ógnarhraða. Það eru síðan Denzel Washington og Chris Pine sem fá það ömurlega hlutskipti að reyna að ná lestinni og bjarga deginum. Eins og lesendur eru eflaust búnir að átta sig á þá er ég enginn sérfræðingur um járnbrautir. Það má því vera að lýsing mín á orsökum lestarhvarfsins séu ófullnægjandi. Það kemur þó ekki að sök því Unstoppable er ein af þessum myndum sem óþarfi er að segja frá í fleiri en einni setningu. Mannlaus lest þýtur á móti umferð og allt fer í klessu. Það er nákvæmlega það sem myndin fjallar um. Tony Scott getur gert svona mynd með lokuð augu og hendur fyrir aftan bak. Unstoppable er gífurlega spennandi og hasarnum linnir ekki fyrr en titlarnir rúlla í lokin. Árið 1985 var kvikmyndin Runaway Train með þeim Jon Voight og Eric Roberts frumsýnd. Ef þú hefur ekki séð hana máttu mín vegna bæta einni stjörnu við þessa rýni. Efnistök myndanna eru afskaplega svipuð og heilu atriðin eru nákvæmlega eins. En það er svo sem ekki bannað. Niðurstaða: Hressandi og stressandi hasar. Ekki hugsa of mikið samt.
Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira