Hasar í lestinni Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 27. nóvember 2010 06:00 Denzel Washington og Chris Pine fá það ömurlega hlutskipti að reyna að ná lestinni og bjarga deginum. Bíó Unstoppable Leikstjóri: Tony Scott. Aðalhlutverk: Denzel Washington, Chris Pine, Rosario Dawson. Klaufskur lestarstjóri hoppar úr járnbrautarlest á hægri ferð til þess að laga eitthvað. Hann treystir á að geta farið aftur um borð en skyndilega eykur lestin hraðann. Hann hafði bæði skilið hana óvart eftir í einhverjum ofurgír og einnig gleymt að tengja bremsurnar. Hann missir því bókstaflega af lestinni sem brunar mannlaus burt á ógnarhraða. Það eru síðan Denzel Washington og Chris Pine sem fá það ömurlega hlutskipti að reyna að ná lestinni og bjarga deginum. Eins og lesendur eru eflaust búnir að átta sig á þá er ég enginn sérfræðingur um járnbrautir. Það má því vera að lýsing mín á orsökum lestarhvarfsins séu ófullnægjandi. Það kemur þó ekki að sök því Unstoppable er ein af þessum myndum sem óþarfi er að segja frá í fleiri en einni setningu. Mannlaus lest þýtur á móti umferð og allt fer í klessu. Það er nákvæmlega það sem myndin fjallar um. Tony Scott getur gert svona mynd með lokuð augu og hendur fyrir aftan bak. Unstoppable er gífurlega spennandi og hasarnum linnir ekki fyrr en titlarnir rúlla í lokin. Árið 1985 var kvikmyndin Runaway Train með þeim Jon Voight og Eric Roberts frumsýnd. Ef þú hefur ekki séð hana máttu mín vegna bæta einni stjörnu við þessa rýni. Efnistök myndanna eru afskaplega svipuð og heilu atriðin eru nákvæmlega eins. En það er svo sem ekki bannað. Niðurstaða: Hressandi og stressandi hasar. Ekki hugsa of mikið samt. Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bíó Unstoppable Leikstjóri: Tony Scott. Aðalhlutverk: Denzel Washington, Chris Pine, Rosario Dawson. Klaufskur lestarstjóri hoppar úr járnbrautarlest á hægri ferð til þess að laga eitthvað. Hann treystir á að geta farið aftur um borð en skyndilega eykur lestin hraðann. Hann hafði bæði skilið hana óvart eftir í einhverjum ofurgír og einnig gleymt að tengja bremsurnar. Hann missir því bókstaflega af lestinni sem brunar mannlaus burt á ógnarhraða. Það eru síðan Denzel Washington og Chris Pine sem fá það ömurlega hlutskipti að reyna að ná lestinni og bjarga deginum. Eins og lesendur eru eflaust búnir að átta sig á þá er ég enginn sérfræðingur um járnbrautir. Það má því vera að lýsing mín á orsökum lestarhvarfsins séu ófullnægjandi. Það kemur þó ekki að sök því Unstoppable er ein af þessum myndum sem óþarfi er að segja frá í fleiri en einni setningu. Mannlaus lest þýtur á móti umferð og allt fer í klessu. Það er nákvæmlega það sem myndin fjallar um. Tony Scott getur gert svona mynd með lokuð augu og hendur fyrir aftan bak. Unstoppable er gífurlega spennandi og hasarnum linnir ekki fyrr en titlarnir rúlla í lokin. Árið 1985 var kvikmyndin Runaway Train með þeim Jon Voight og Eric Roberts frumsýnd. Ef þú hefur ekki séð hana máttu mín vegna bæta einni stjörnu við þessa rýni. Efnistök myndanna eru afskaplega svipuð og heilu atriðin eru nákvæmlega eins. En það er svo sem ekki bannað. Niðurstaða: Hressandi og stressandi hasar. Ekki hugsa of mikið samt.
Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira