Borgarbúar refsa hrunflokkunum 22. maí 2010 06:00 Besti flokkurinn nýtur stuðnings tæplega 44 prósenta kjósenda og fær átta borgarfulltrúa af fimmtán, og þar með hreinan meirihluta í komandi kosningum. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var á fimmtudag. Bæði Sjálfstæðisflokkur og Samfylking mælast með um 21 prósents fylgi og þrjá borgarfulltrúa. Vinstri græn fá tæp tíu prósent og einn fulltrúa. Önnur framboð ná ekki fulltrúum í borgarstjórn. „Ef niðurstaða þessarar könnunar er vísir að því sem koma skal í kosningunum, að Besti flokkurinn fái allt að átta menn í borgarstjórn, eru kjósendur að veita stjórnmálaflokkunum þvílíka ráðningu, bæði fyrir hrunið og fyrir sviptingar í borgarstjórn á kjörtímabilinu," segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Besti flokkurinn virðist sækja fylgi sitt nokkuð jafnt til stuðningsmanna Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks. Um 38 prósent af þeim sem ætla að kjósa flokkinn, og kusu í Reykjavík í síðustu kosningum, kusu þá Samfylkinguna. Tæplega 35 prósent kusu Sjálfstæðisflokkinn. Grétar segir þetta sýna að óánægðir kjósendur tengi þessa tvo flokka beint við hrunið. „Óánægja kjósenda, þreyta á stjórnmálamönnum og refsigleði vegna hrunsins bitnar greinilega mest á þessum tveimur flokkum. Þetta staðfestir að í huga kjósenda eru það Sjálfstæðisflokkur og Samfylking sem eiga að fá ráðningu fyrir hrunið." Flestir þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni, 36,1 prósent, vilja að Jón Gnarr, oddviti Besta flokksins, verði næsti borgarstjóri. Um 32,4 prósent vilja Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, borgarstjóra og oddvita Sjálfstæðisflokksins, og 24,1 prósent Dag B. Eggertsson, oddvita Samfylkingarinnar. Aðrir nutu minni stuðnings í stól borgarstjóra. Erfitt er að átta sig á því hvaða áhrif svo há mæling á fylgi Besta flokksins hefur á kjósendur. Grétar segir að nú þegar spurningin sé orðin hvort flokkurinn nái hreinum meirihluta sé líklegt að einhver hluti þeirra sem segist ætla að styðja flokkinn hætti við og styðji frekar aðra flokka. Erfitt sé að segja fyrir um hvort, og þá í hve miklum mæli, það muni gerast á þeirri viku sem nú er til kosninga.- bj / Fréttir Innlent Kosningar 2010 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Besti flokkurinn nýtur stuðnings tæplega 44 prósenta kjósenda og fær átta borgarfulltrúa af fimmtán, og þar með hreinan meirihluta í komandi kosningum. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var á fimmtudag. Bæði Sjálfstæðisflokkur og Samfylking mælast með um 21 prósents fylgi og þrjá borgarfulltrúa. Vinstri græn fá tæp tíu prósent og einn fulltrúa. Önnur framboð ná ekki fulltrúum í borgarstjórn. „Ef niðurstaða þessarar könnunar er vísir að því sem koma skal í kosningunum, að Besti flokkurinn fái allt að átta menn í borgarstjórn, eru kjósendur að veita stjórnmálaflokkunum þvílíka ráðningu, bæði fyrir hrunið og fyrir sviptingar í borgarstjórn á kjörtímabilinu," segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Besti flokkurinn virðist sækja fylgi sitt nokkuð jafnt til stuðningsmanna Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks. Um 38 prósent af þeim sem ætla að kjósa flokkinn, og kusu í Reykjavík í síðustu kosningum, kusu þá Samfylkinguna. Tæplega 35 prósent kusu Sjálfstæðisflokkinn. Grétar segir þetta sýna að óánægðir kjósendur tengi þessa tvo flokka beint við hrunið. „Óánægja kjósenda, þreyta á stjórnmálamönnum og refsigleði vegna hrunsins bitnar greinilega mest á þessum tveimur flokkum. Þetta staðfestir að í huga kjósenda eru það Sjálfstæðisflokkur og Samfylking sem eiga að fá ráðningu fyrir hrunið." Flestir þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni, 36,1 prósent, vilja að Jón Gnarr, oddviti Besta flokksins, verði næsti borgarstjóri. Um 32,4 prósent vilja Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, borgarstjóra og oddvita Sjálfstæðisflokksins, og 24,1 prósent Dag B. Eggertsson, oddvita Samfylkingarinnar. Aðrir nutu minni stuðnings í stól borgarstjóra. Erfitt er að átta sig á því hvaða áhrif svo há mæling á fylgi Besta flokksins hefur á kjósendur. Grétar segir að nú þegar spurningin sé orðin hvort flokkurinn nái hreinum meirihluta sé líklegt að einhver hluti þeirra sem segist ætla að styðja flokkinn hætti við og styðji frekar aðra flokka. Erfitt sé að segja fyrir um hvort, og þá í hve miklum mæli, það muni gerast á þeirri viku sem nú er til kosninga.- bj /
Fréttir Innlent Kosningar 2010 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira