Ráðherrann og aðstoðarmaðurinn Brynjar Níelsson skrifar 22. desember 2010 06:00 Dómsmálaráðuneytið er fagráðuneyti sem alltaf hefur haft talsverða sérstöðu vegna þess að málefni lögreglu, ákæruvalds og dómstóla heyra undir það. Því hefur verið talið æskilegt að starfi dómsmálaráðherra gegni maður sem skilning og þekkingu hefur á helstu málaflokkum sem undir hann heyra. Ef því verður ekki við komið er mjög mikilvægt að hinn pólitíski aðstoðarmaður ráðherra hafi þekkingu á þessum málaflokkum. Nú um stundir er hvorugu að heilsa. Fljótlega þegar þessir nýju pólitísku herrar tóku við dómsmálaráðuneytinu var boðað til samráðsfundar á vegum ráðuneytisins um nauðgunarmál. Fulltrúum lögreglu, ákæruvalds, dómstóla, Hæstaréttar, Lögmannafélagsins og ýmissa baráttu- og þrýstihópa fyrir fleiri sakfellingum og þyngri refsingum í þessum málaflokki var boðið til samráðsfundarins. Þegar formaður Lögmannafélagsins sá dagskrá fundarins treysti hann sér ekki til að mæta enda var hún uppfull af röngum og villandi staðhæfingum að hætti framangreindra baráttu- og þrýstihópa. Í kjölfar samráðsfundarins ritaði dómsmálaráðherra og aðstoðarmaður hans makalausa grein sem birtist í Fréttablaðinu 19. nóvember sl. Þar segir að árið 2009 hafi 233 nauðgunarmál komið á borð Neyðarmóttöku og Stígamóta. Lögreglu hafi hins vegar aðeins borist 65 kærur, 42 þeirra farið áfram til ríkissaksóknara, sem hafi ákært í 14 og af þeim hafi verið sakfellt í 8 málum. Í niðurlagi greinarinnar segir síðan: „Ætlum við að sætta okkur við 230 nauðganir á ári á Íslandi? Svar okkar í dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu er nei." Hvað eiga ráðherrann og aðstoðarmaðurinn við? Er verið að krefjast þess að ákært og sakfellt verði í fleiri málum þótt sönnun um brot sé ekki fyrir hendi og þar með stuðlað að því að saklausir menn sæti refsivist? Er það framlag dóms- og mannréttindaráðherrans og aðstoðarmannsins til að treysta undirstöður réttarríkisins? Greinin ber með sér að slíkar hugmyndir séu uppi enda hafa báðir bréfritarar í sinni pólitísku baráttu talið að of miklar sönnunarkröfur séu gerðar í þessum málaflokki. Hafa meðal annars komið fram fullyrðingar hjá aðstoðarmanninum um að konum sé ekki trúað í dómskerfinu, ábyrgðinni sé varpað af geranda yfir á þolanda og að réttarvörslukerfið byggi ekki á andlegum afleiðingum nauðgana og þurfi því endurmenntunar við. Allt eru þetta rangar fullyrðingar eins og allir vita sem starfa við meðferð þessara mála hjá lögreglu, ákæruvaldi og dómstólum. Grein ráðherrans og aðstoðarmannsins gefur mjög villandi mynd af stöðu nauðgunarmála hér á landi. Af henni má ætla að lögregla og ákæruvald hafi aðeins tekið hluta af þeim til rannsóknar og meðferðar vegna sinnuleysis eða að meðferð þessara mála í dómskerfinu sé ábótavant. Það eru ýmsar skýringar á því að þessar 230 nauðgunartilkynningar berast ekki allar til lögreglu. Í fyrsta lagi eru sumar tilkynningar þar sem brotaþoli veit ekki í raun hvað gerðist eða lýsingar með þeim hætti að ekki er um brot að ræða. Í öðru lagi er gerandinn óþekktur og engin lýsing til á honum. Í þriðja lagi er ekki vilji til að kæra, sem gerir lögreglu erfitt um vik því sönnunarfærslan byggist á framburði þolandans. Þessar skýringar eru ráðherranum og aðstoðarmanninum kunnugar en þeir láta vera að minnast á þær í grein sinni. Tölfræðin er því ekki marktæk en er engu að síður notuð til að villa um fyrir lesandanum. Ég held að ráðherrann og aðstoðarmaðurinn ættu að spyrja sig að því hvernig í ósköpunum standi á því að tilkynntar eru 230 nauðganir, sem eru hlutfallslega margfalt fleiri en í nágrannalöndum okkar. Kann skýringin að vera sú að Stígamót og sambærileg samtök miði við rýmri skilgreiningar á nauðgunarhugtakinu í tilkynningum sínum? Eða getur verið að allir þessir pólitísku baráttu- og þrýstihópar hafi hag af því að blása vandann upp í því skyni að ná pólitískri vígstöðu og fjármagni frá hinu opinbera og einkaaðilum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjar Níelsson Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið er fagráðuneyti sem alltaf hefur haft talsverða sérstöðu vegna þess að málefni lögreglu, ákæruvalds og dómstóla heyra undir það. Því hefur verið talið æskilegt að starfi dómsmálaráðherra gegni maður sem skilning og þekkingu hefur á helstu málaflokkum sem undir hann heyra. Ef því verður ekki við komið er mjög mikilvægt að hinn pólitíski aðstoðarmaður ráðherra hafi þekkingu á þessum málaflokkum. Nú um stundir er hvorugu að heilsa. Fljótlega þegar þessir nýju pólitísku herrar tóku við dómsmálaráðuneytinu var boðað til samráðsfundar á vegum ráðuneytisins um nauðgunarmál. Fulltrúum lögreglu, ákæruvalds, dómstóla, Hæstaréttar, Lögmannafélagsins og ýmissa baráttu- og þrýstihópa fyrir fleiri sakfellingum og þyngri refsingum í þessum málaflokki var boðið til samráðsfundarins. Þegar formaður Lögmannafélagsins sá dagskrá fundarins treysti hann sér ekki til að mæta enda var hún uppfull af röngum og villandi staðhæfingum að hætti framangreindra baráttu- og þrýstihópa. Í kjölfar samráðsfundarins ritaði dómsmálaráðherra og aðstoðarmaður hans makalausa grein sem birtist í Fréttablaðinu 19. nóvember sl. Þar segir að árið 2009 hafi 233 nauðgunarmál komið á borð Neyðarmóttöku og Stígamóta. Lögreglu hafi hins vegar aðeins borist 65 kærur, 42 þeirra farið áfram til ríkissaksóknara, sem hafi ákært í 14 og af þeim hafi verið sakfellt í 8 málum. Í niðurlagi greinarinnar segir síðan: „Ætlum við að sætta okkur við 230 nauðganir á ári á Íslandi? Svar okkar í dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu er nei." Hvað eiga ráðherrann og aðstoðarmaðurinn við? Er verið að krefjast þess að ákært og sakfellt verði í fleiri málum þótt sönnun um brot sé ekki fyrir hendi og þar með stuðlað að því að saklausir menn sæti refsivist? Er það framlag dóms- og mannréttindaráðherrans og aðstoðarmannsins til að treysta undirstöður réttarríkisins? Greinin ber með sér að slíkar hugmyndir séu uppi enda hafa báðir bréfritarar í sinni pólitísku baráttu talið að of miklar sönnunarkröfur séu gerðar í þessum málaflokki. Hafa meðal annars komið fram fullyrðingar hjá aðstoðarmanninum um að konum sé ekki trúað í dómskerfinu, ábyrgðinni sé varpað af geranda yfir á þolanda og að réttarvörslukerfið byggi ekki á andlegum afleiðingum nauðgana og þurfi því endurmenntunar við. Allt eru þetta rangar fullyrðingar eins og allir vita sem starfa við meðferð þessara mála hjá lögreglu, ákæruvaldi og dómstólum. Grein ráðherrans og aðstoðarmannsins gefur mjög villandi mynd af stöðu nauðgunarmála hér á landi. Af henni má ætla að lögregla og ákæruvald hafi aðeins tekið hluta af þeim til rannsóknar og meðferðar vegna sinnuleysis eða að meðferð þessara mála í dómskerfinu sé ábótavant. Það eru ýmsar skýringar á því að þessar 230 nauðgunartilkynningar berast ekki allar til lögreglu. Í fyrsta lagi eru sumar tilkynningar þar sem brotaþoli veit ekki í raun hvað gerðist eða lýsingar með þeim hætti að ekki er um brot að ræða. Í öðru lagi er gerandinn óþekktur og engin lýsing til á honum. Í þriðja lagi er ekki vilji til að kæra, sem gerir lögreglu erfitt um vik því sönnunarfærslan byggist á framburði þolandans. Þessar skýringar eru ráðherranum og aðstoðarmanninum kunnugar en þeir láta vera að minnast á þær í grein sinni. Tölfræðin er því ekki marktæk en er engu að síður notuð til að villa um fyrir lesandanum. Ég held að ráðherrann og aðstoðarmaðurinn ættu að spyrja sig að því hvernig í ósköpunum standi á því að tilkynntar eru 230 nauðganir, sem eru hlutfallslega margfalt fleiri en í nágrannalöndum okkar. Kann skýringin að vera sú að Stígamót og sambærileg samtök miði við rýmri skilgreiningar á nauðgunarhugtakinu í tilkynningum sínum? Eða getur verið að allir þessir pólitísku baráttu- og þrýstihópar hafi hag af því að blása vandann upp í því skyni að ná pólitískri vígstöðu og fjármagni frá hinu opinbera og einkaaðilum?
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun