Fótbolti

Almunia er búinn að vera að pína sig í síðustu leikjum Arsenal

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Manuel Almunia sést hér í síðasta leik sínum á móti Liverpool.
Manuel Almunia sést hér í síðasta leik sínum á móti Liverpool. Mynd/AP
Markvörðurinn Manuel Almunia fór ekki með Arsenal til Portúgals þar sem liðið mætir Porto í kvöld í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta. Manuel Almunia er búinn að vera spila meiddur síðustu vikur en meiddist enn meira á æfingu í vikunni.

„Hann tognaði fyrst á efri lið fingursins en svo tognaði hann líka á neðri liðnum á fingrinum á æfingu fyrir þremur eða fjórum dögum," sagði Arsène Wenger, stjóri Arsenal þegar hann útskýrði það hvað væri að angra Almunia.

„Almunia var sprautaður fyrir leikinn á móti Manchester United og píndi sig í gegnum sársaukann í leikjunum á móti Chelsea og Liverpool. Það er samt ekki hægt fyrir markmanna að spila þegar neðri liðurinn í puttanum er tognaður," sagði Wenger.

„Hann vildi sjálfur spila þennan leik en þegar þú ert að spila í Meistaradeildinni og eiga við þessa fljúgandi bolta þá þarftu að búa yfir liðleika í fingrinum til að ráða við þessi skot," sagði Wenger.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×